Tollakerfið er gert til að vernda íslenska verslun Jón Þór Helgason skrifar 15. apríl 2014 15:19 Ég er mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Áhugi minn stafar af því að mig langar að sjá okkar samfélag verða betra. Umræðan um þjóðfélagsmál á að vera um kosti og galla, um langtímaáhrif og markmið. Umræðunni hér á landi er undantekningarlaust snúið í allt aðra átt af hagsmunaaðilum. Umræðan um tollamál er gott dæmi um þetta. Undanfarna mánuði hafa verið margar greinar og fréttir skrifaðar um tollamál hér á landi og snúast þær flestallar um tolla á landbúnaðarvörum. Það er lítil umræða um 15% toll á öllum fatnaði og 10% toll á byggingarvörum. Sumir flokkar innihalda einnig vörugjöld, sjónvörp bera 7,5% toll og 25% vörugjöld, varahlutir í bíla bera 15% vörugjöld, og hlutir eins og boddýhlutir 7,5% toll og 15% vörugjöld. Það er margt annað sem hægt væri að telja upp. En hvað eru vörugjöld? Vörugjöld eru innheimt af innlendum framleiðendum en tollur og vörugjöld eru innheimt af innfluttum vörum. Fyrir þær vörur sem ekki eru framleiddar á Íslandi, eins og varahlutir í bíla eða sjónvörp, eru innheimt bæði tollur og vörugjöld og því má líta á vörugjöldin sem toll á innflutning, því mér vitandi eru engar íslenskar framleiðsluvörur með vörugjöldum. Síðasta áratug hefur netverslun aukist mikið, flutningar eru orðnir ódýrari og erlend verslun aðgengilegri fyrir almenning. Afar auðvelt er að panta vörur á netinu og láta senda þær heim til sín. Það sem takmarkar neytendur í að versla á netinu er tollakerfið. Þegar neytandinn kaupir vörur á netinu þarf hann að greiða álagningu erlends seljenda og síðan virðisaukaskatt viðkomandi lands. Flutningskostnaður er lagður við og síðan eru tollar og vörugjöld reiknuð af því. Að endingu er lagður á virðisaukaskattur, hér á landi. Sam sagt, innkaupaverð neytandans er fullt verð í búð erlendis auk sömu gjalda og sömu tolla og innflytjendur greiða almennt og virðisaukaskattur er greiddur tvisvar sinnum, þ.e. í báðum löndum. Afleiðingin er sú að varan meira en tvöfaldast í verði frá því að kaupmaðurinn erlendis skilar af sér vörunni og fær sitt fyrir viðskiptin, þar til að hún er kominn inní hús hjá íslenskum neytanda. Hér borgar verslunin vissulega tolla og vörugjöld af vörum. En þá er það gert af vörum sem koma hingað á heildsöluverði, sem er mun lægra en útsöluverð úr búð erlendis. Flutningarnir eru mun hagstæðari ef þú flytur inn mikið magn heldur en eitt eintak eins og einstaklingar gera sem flytja inn fyrir sjálfan sig. Hér á landi eru sjónvörp allt að þvi 100% dýrari en í Bretlandi. Ástæðan er tollar og mun hærri álaging hér á landi í krónutölu og í prósentum, allt að tvisvar sinnum hærri. Margar vörur sem við framleiðum ekki eru mun dýrari hér, til að mynda fatnaður og bílavarahlutir. Verslunin hefur engan áhuga á að breyta þessu. Verslunin vill hafa tolla og vörugjöld, því að tollarnir koma í veg fyrir samkeppni erlendis frá. Þess vegna getur verslunin leyft sér hærri álagningu og minni samkeppni. Þess vegna er álagning hér á landi mun hærri en gengur og gerist annars staðar. Framleiðsluvirði íslensks landbúnaðar frá bændum var um 60 milljarðar á síðasta ári, en til samanburðar var velta þriggja stærstu heildsalanna, Innes, 1912 og Íslensk-Ameríska, um 19 milljarðar árið 2010. Því er eftir töluverðu að slægjast við að fella niður innflutningstolla af landbúnaðarvörum. Heildsalarnir fá meira að segja stuðning frá háskólasamfélaginu í málflutningi sínum, en enginn vill hreyfa við versluninni. Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Ég er mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Áhugi minn stafar af því að mig langar að sjá okkar samfélag verða betra. Umræðan um þjóðfélagsmál á að vera um kosti og galla, um langtímaáhrif og markmið. Umræðunni hér á landi er undantekningarlaust snúið í allt aðra átt af hagsmunaaðilum. Umræðan um tollamál er gott dæmi um þetta. Undanfarna mánuði hafa verið margar greinar og fréttir skrifaðar um tollamál hér á landi og snúast þær flestallar um tolla á landbúnaðarvörum. Það er lítil umræða um 15% toll á öllum fatnaði og 10% toll á byggingarvörum. Sumir flokkar innihalda einnig vörugjöld, sjónvörp bera 7,5% toll og 25% vörugjöld, varahlutir í bíla bera 15% vörugjöld, og hlutir eins og boddýhlutir 7,5% toll og 15% vörugjöld. Það er margt annað sem hægt væri að telja upp. En hvað eru vörugjöld? Vörugjöld eru innheimt af innlendum framleiðendum en tollur og vörugjöld eru innheimt af innfluttum vörum. Fyrir þær vörur sem ekki eru framleiddar á Íslandi, eins og varahlutir í bíla eða sjónvörp, eru innheimt bæði tollur og vörugjöld og því má líta á vörugjöldin sem toll á innflutning, því mér vitandi eru engar íslenskar framleiðsluvörur með vörugjöldum. Síðasta áratug hefur netverslun aukist mikið, flutningar eru orðnir ódýrari og erlend verslun aðgengilegri fyrir almenning. Afar auðvelt er að panta vörur á netinu og láta senda þær heim til sín. Það sem takmarkar neytendur í að versla á netinu er tollakerfið. Þegar neytandinn kaupir vörur á netinu þarf hann að greiða álagningu erlends seljenda og síðan virðisaukaskatt viðkomandi lands. Flutningskostnaður er lagður við og síðan eru tollar og vörugjöld reiknuð af því. Að endingu er lagður á virðisaukaskattur, hér á landi. Sam sagt, innkaupaverð neytandans er fullt verð í búð erlendis auk sömu gjalda og sömu tolla og innflytjendur greiða almennt og virðisaukaskattur er greiddur tvisvar sinnum, þ.e. í báðum löndum. Afleiðingin er sú að varan meira en tvöfaldast í verði frá því að kaupmaðurinn erlendis skilar af sér vörunni og fær sitt fyrir viðskiptin, þar til að hún er kominn inní hús hjá íslenskum neytanda. Hér borgar verslunin vissulega tolla og vörugjöld af vörum. En þá er það gert af vörum sem koma hingað á heildsöluverði, sem er mun lægra en útsöluverð úr búð erlendis. Flutningarnir eru mun hagstæðari ef þú flytur inn mikið magn heldur en eitt eintak eins og einstaklingar gera sem flytja inn fyrir sjálfan sig. Hér á landi eru sjónvörp allt að þvi 100% dýrari en í Bretlandi. Ástæðan er tollar og mun hærri álaging hér á landi í krónutölu og í prósentum, allt að tvisvar sinnum hærri. Margar vörur sem við framleiðum ekki eru mun dýrari hér, til að mynda fatnaður og bílavarahlutir. Verslunin hefur engan áhuga á að breyta þessu. Verslunin vill hafa tolla og vörugjöld, því að tollarnir koma í veg fyrir samkeppni erlendis frá. Þess vegna getur verslunin leyft sér hærri álagningu og minni samkeppni. Þess vegna er álagning hér á landi mun hærri en gengur og gerist annars staðar. Framleiðsluvirði íslensks landbúnaðar frá bændum var um 60 milljarðar á síðasta ári, en til samanburðar var velta þriggja stærstu heildsalanna, Innes, 1912 og Íslensk-Ameríska, um 19 milljarðar árið 2010. Því er eftir töluverðu að slægjast við að fella niður innflutningstolla af landbúnaðarvörum. Heildsalarnir fá meira að segja stuðning frá háskólasamfélaginu í málflutningi sínum, en enginn vill hreyfa við versluninni. Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar