„Tel mig vera fallega manneskju þó ég hafi ekki lamað andlit eða stútfullar varir“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. janúar 2014 15:02 „Mig langaði bara að segja þér hversu sorgleg skilaboð mér finnst þú vera að senda íslenskum konum," segir Rósa Guðrún. „Ég er bara að reyna að vera næs," segir Ásdís Rán. „Mig langaði bara að segja þér hversu sorgleg skilaboð mér finnst þú vera að senda íslenskum konum. Ég tel mig vera fallega manneskju að innan sem utan þó ég hafi ekki lamað andlit eða stútfullar varir“ segir Rósa Guðrún Sveinsdóttir tónlistarkennari í bréfi sem hún sendi Ásdísi Rán Gunnarsdóttur um fyrirhugaðan raunveruleikaþátt sem Ásdís hyggst gera á næstunni.Fram kom á Vísi í gær að Ásdís leitar nú að húsmæðrum til að taka þátt í gerð hins nýja þáttar. Ásdís ætlar sér að bjóða einni húsmóður til þess að fara í átak og fara í fegrunaraðgerðir. Í bréfinu segir Rósa ennfremur: „Á þessum tímum þar sem stöðugt er verið að áreita fólk með skilaboðum um einhverja tilbúna ímynd sem allir eiga að líkjast finnst mér frekar að þú ættir að snúa þér að því að efla heilbrigðar ímyndir.“Er bara að reyna að vera næs„Ég er búin að fá tugi bréfa, en þetta er það eina sem er neikvætt. Aðrar konur eru himinlifandi með þetta framtak,“ útskýrir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Hún segir bréfið ekki hafa áhrif á áætlanir hennar. Maður getur ekki gert alla ánægða en bendir þeim á sem líst ekki vel á þetta að það eru líka stór hluti heimavinnandi mæðra sem dreymir um tækifæri á að gera vel við sig.. „Pakkinn sem ég er að bjóða upp á kostar hátt í milljón. Ég mun velja eina húsmóður úr hópi umsækjenda og tríta hana eins og prinsessu. Hún fær einkaþjálfun, fegrunaraðgerðir og allt sem þarf í lífstílsbreytingu,“ útskýrir Ásdís Rán. Hún heldur áfram: „Ég er ekki að neyða neinn til neins. Ég veit bara að það er ekki ódýrt að lifa á Íslandi og það eru fullt af húsmæðrum sem forgangsraða þannig að þær eyða í heimilið og sleppa sér. Ég er bara að reyna að vera næs.“Dropinn sem fyllti mælinnRósa Guðrún segir í samtali við Vísi að hún vilji hafa áhrif á umræðuna, hún vinni með ungu fólki og sífellt sé verið að senda því röng skilaboð. „Ég þekki hana ekkert persónulega og veit í raun ekki hvað þátturinn mun snúast um. En í þessari auglýsingu fannst mér hún senda röng skilaboð, að konur ættu að vera eitthvað annað en þær eru í raun. Ég er ekki á móti lýtaaðgerðum, ef fólk er með raunverulegt lýti. En mér finnst annað þegar fólk er að troða eiturefnum í varirnar á sér og lama á sér andlitið,“ segir Rósa Guðrún. „Þessi auglýsing var bara dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Rósa Guðrún. Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Mig langaði bara að segja þér hversu sorgleg skilaboð mér finnst þú vera að senda íslenskum konum. Ég tel mig vera fallega manneskju að innan sem utan þó ég hafi ekki lamað andlit eða stútfullar varir“ segir Rósa Guðrún Sveinsdóttir tónlistarkennari í bréfi sem hún sendi Ásdísi Rán Gunnarsdóttur um fyrirhugaðan raunveruleikaþátt sem Ásdís hyggst gera á næstunni.Fram kom á Vísi í gær að Ásdís leitar nú að húsmæðrum til að taka þátt í gerð hins nýja þáttar. Ásdís ætlar sér að bjóða einni húsmóður til þess að fara í átak og fara í fegrunaraðgerðir. Í bréfinu segir Rósa ennfremur: „Á þessum tímum þar sem stöðugt er verið að áreita fólk með skilaboðum um einhverja tilbúna ímynd sem allir eiga að líkjast finnst mér frekar að þú ættir að snúa þér að því að efla heilbrigðar ímyndir.“Er bara að reyna að vera næs„Ég er búin að fá tugi bréfa, en þetta er það eina sem er neikvætt. Aðrar konur eru himinlifandi með þetta framtak,“ útskýrir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Hún segir bréfið ekki hafa áhrif á áætlanir hennar. Maður getur ekki gert alla ánægða en bendir þeim á sem líst ekki vel á þetta að það eru líka stór hluti heimavinnandi mæðra sem dreymir um tækifæri á að gera vel við sig.. „Pakkinn sem ég er að bjóða upp á kostar hátt í milljón. Ég mun velja eina húsmóður úr hópi umsækjenda og tríta hana eins og prinsessu. Hún fær einkaþjálfun, fegrunaraðgerðir og allt sem þarf í lífstílsbreytingu,“ útskýrir Ásdís Rán. Hún heldur áfram: „Ég er ekki að neyða neinn til neins. Ég veit bara að það er ekki ódýrt að lifa á Íslandi og það eru fullt af húsmæðrum sem forgangsraða þannig að þær eyða í heimilið og sleppa sér. Ég er bara að reyna að vera næs.“Dropinn sem fyllti mælinnRósa Guðrún segir í samtali við Vísi að hún vilji hafa áhrif á umræðuna, hún vinni með ungu fólki og sífellt sé verið að senda því röng skilaboð. „Ég þekki hana ekkert persónulega og veit í raun ekki hvað þátturinn mun snúast um. En í þessari auglýsingu fannst mér hún senda röng skilaboð, að konur ættu að vera eitthvað annað en þær eru í raun. Ég er ekki á móti lýtaaðgerðum, ef fólk er með raunverulegt lýti. En mér finnst annað þegar fólk er að troða eiturefnum í varirnar á sér og lama á sér andlitið,“ segir Rósa Guðrún. „Þessi auglýsing var bara dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Rósa Guðrún.
Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“