Lýðræði í blíðu og stríðu Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 24. desember 2013 06:00 Ísland er lýðræðisríki. Lýðurinn ræður. Það er talið skapa frið í samfélaginu þar sem tekið er tillit til allra hagsmuna, og leitast er við að finna sem bestu lausnina fyrir sem flesta. Lýðræði er gott ef það virkar. Lýðræðisröðin frá 2010 sýnir að Noregur kemur í fyrsta sæti sem lýðræðislegasta ríki heims út frá meðal annars stjórnmálamenningu. Forsendur góðrar stjórnmálamenningar verður efni greinarinnar.Mikilvægi gagnrýnnar hugsunar Hið opinbera líf Vesturlandabúa hefst í leikskólanum og hjá sumum í grunnskólanum. Skólinn mótar okkur og kennir okkur grundvallaratriði sem góður samfélagsþegn þarf að kunna. Að skilja muninn á réttu og röngu, muninn á slæmum rökum og góðum og hvernig við eigum að gera okkar hugmyndir um lífið skiljanlegar. Skólinn á líka að gefa okkur yfirsýn yfir hvers vegna heimurinn er eins og hann er og hvort okkar hugmyndir hafi verið hugsaðar áður og þá til hvers þær hafi leitt og verkfæri til að geta haft góð áhrif og skilið samfélagið. Þar sem sumir mennta sig ekki umfram grunnskólanám er afar mikilvægt að grunnskólinn uppfylli þessar kröfur. Í samtölum við norska vini hef ég dregið þá ályktun að það sé munur á kennsluaðferðum á Íslandi og í Noregi, efnið var gert lifandi fyrir þeim á annan hátt en ég hef upplifað. Þeir muna smáatriði frá fyrstu árum grunnskólans á meðan ég man varla neitt af því sem ég lærði. Þetta virðist vera upplifun mjög margra sem hafa gengið í skóla á Íslandi. Hér vantar rökræðu sem leiðir til djúps skilnings og notast er meira við utanbókarlærdóm sem situr ekki til lengdar. Mér líður eins og ég þurfi að læra heimssöguna upp á nýtt til þess að skilja hvað er í gangi í dag. Ég held að ástæðan sé skólamenningin í samfélaginu. Ef samfélagið krefst þess ekki af þér að þú skiljir söguna og sért gagnrýnin þá er ekki skrítið að kennarar krefjist þess ekki heldur.Upplýstur almenningur Til þess að lýðræði virki vel þurfa borgararnir að vera upplýstir um málefni líðandi stundar. Á litlu landi er erfitt að halda uppi góðum fréttamiðlum ef þeir eru háðir sölu auglýsinga og áskrifendum. Í Noregi er notast við víðfeðman kerfisbundinn opinberan fjárstuðning við miðla. Hugmyndafræði kerfisins er að breið og góð umræða sé mikilvæg góðu samfélagi og lýðræði og þess vegna er peningunum talið vera vel varið. Auðvitað er erfitt að koma á álíka kerfi á Íslandi eins og ástandið er, en það er þó mikilvægt að hafa í huga hversu mikils virði góðir fréttamiðlar eru. Auk fjárskorts er vandamálið að íslenskir miðlar vilja ekki hafa hátt um frá hvaða sjónarhorni þeir skrifa. Þetta veldur því að fölsk hugmynd um óháð skrif gerir umræðuna enn minna upplýsta en hún gæti verið ef forsendur væru uppi á borðum. Í ljósi þessa er ástandið á RÚV, sem er einn af fáum fréttamiðlum sem getur talist nánast óháður einkaaðilum, hræðilegt. Sem Íslendingur í útlöndum er ég oft spurð um ástæður efnahagshrunsins á Íslandi. Undanfarið hefur svarið mitt verið: Lélegt lýðræði. Þegar illa upplýstur og ógagnrýninn almenningur ræður verða ekki góðar ákvarðarnir teknar í kosningum og þá vantar hollt aðhald að stjórnmálaöflum. Það er ekki nóg að kjósa og láta svo eins og við höfum ekki borið ábyrgð á efnahagshruninu. Við kjósum fólk til að stjórna fyrir okkur og sem umbjóðendur þess verðum við að fylgjast með og láta vita þegar illa gengur, ekki treysta kjörnum fulltrúum í blindni. Við verðum líka að lesa okkur til og vera upplýst um það sem fulltrúar okkar eru að gera. Þannig virkar gott lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ísland er lýðræðisríki. Lýðurinn ræður. Það er talið skapa frið í samfélaginu þar sem tekið er tillit til allra hagsmuna, og leitast er við að finna sem bestu lausnina fyrir sem flesta. Lýðræði er gott ef það virkar. Lýðræðisröðin frá 2010 sýnir að Noregur kemur í fyrsta sæti sem lýðræðislegasta ríki heims út frá meðal annars stjórnmálamenningu. Forsendur góðrar stjórnmálamenningar verður efni greinarinnar.Mikilvægi gagnrýnnar hugsunar Hið opinbera líf Vesturlandabúa hefst í leikskólanum og hjá sumum í grunnskólanum. Skólinn mótar okkur og kennir okkur grundvallaratriði sem góður samfélagsþegn þarf að kunna. Að skilja muninn á réttu og röngu, muninn á slæmum rökum og góðum og hvernig við eigum að gera okkar hugmyndir um lífið skiljanlegar. Skólinn á líka að gefa okkur yfirsýn yfir hvers vegna heimurinn er eins og hann er og hvort okkar hugmyndir hafi verið hugsaðar áður og þá til hvers þær hafi leitt og verkfæri til að geta haft góð áhrif og skilið samfélagið. Þar sem sumir mennta sig ekki umfram grunnskólanám er afar mikilvægt að grunnskólinn uppfylli þessar kröfur. Í samtölum við norska vini hef ég dregið þá ályktun að það sé munur á kennsluaðferðum á Íslandi og í Noregi, efnið var gert lifandi fyrir þeim á annan hátt en ég hef upplifað. Þeir muna smáatriði frá fyrstu árum grunnskólans á meðan ég man varla neitt af því sem ég lærði. Þetta virðist vera upplifun mjög margra sem hafa gengið í skóla á Íslandi. Hér vantar rökræðu sem leiðir til djúps skilnings og notast er meira við utanbókarlærdóm sem situr ekki til lengdar. Mér líður eins og ég þurfi að læra heimssöguna upp á nýtt til þess að skilja hvað er í gangi í dag. Ég held að ástæðan sé skólamenningin í samfélaginu. Ef samfélagið krefst þess ekki af þér að þú skiljir söguna og sért gagnrýnin þá er ekki skrítið að kennarar krefjist þess ekki heldur.Upplýstur almenningur Til þess að lýðræði virki vel þurfa borgararnir að vera upplýstir um málefni líðandi stundar. Á litlu landi er erfitt að halda uppi góðum fréttamiðlum ef þeir eru háðir sölu auglýsinga og áskrifendum. Í Noregi er notast við víðfeðman kerfisbundinn opinberan fjárstuðning við miðla. Hugmyndafræði kerfisins er að breið og góð umræða sé mikilvæg góðu samfélagi og lýðræði og þess vegna er peningunum talið vera vel varið. Auðvitað er erfitt að koma á álíka kerfi á Íslandi eins og ástandið er, en það er þó mikilvægt að hafa í huga hversu mikils virði góðir fréttamiðlar eru. Auk fjárskorts er vandamálið að íslenskir miðlar vilja ekki hafa hátt um frá hvaða sjónarhorni þeir skrifa. Þetta veldur því að fölsk hugmynd um óháð skrif gerir umræðuna enn minna upplýsta en hún gæti verið ef forsendur væru uppi á borðum. Í ljósi þessa er ástandið á RÚV, sem er einn af fáum fréttamiðlum sem getur talist nánast óháður einkaaðilum, hræðilegt. Sem Íslendingur í útlöndum er ég oft spurð um ástæður efnahagshrunsins á Íslandi. Undanfarið hefur svarið mitt verið: Lélegt lýðræði. Þegar illa upplýstur og ógagnrýninn almenningur ræður verða ekki góðar ákvarðarnir teknar í kosningum og þá vantar hollt aðhald að stjórnmálaöflum. Það er ekki nóg að kjósa og láta svo eins og við höfum ekki borið ábyrgð á efnahagshruninu. Við kjósum fólk til að stjórna fyrir okkur og sem umbjóðendur þess verðum við að fylgjast með og láta vita þegar illa gengur, ekki treysta kjörnum fulltrúum í blindni. Við verðum líka að lesa okkur til og vera upplýst um það sem fulltrúar okkar eru að gera. Þannig virkar gott lýðræði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar