Mikil kaupmáttarskerðing öryrkja í kreppunni Björgvin Guðmundsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Öryrkjar hafa orðið fyrir mikilli kaupmáttarskerðingu á krepputímanum samkvæmt athugun sem Talnakönnun gerði fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Samkvæmt könnuninni hækkaði launavísitalan um 23,5% á tímabilinu 2009-2013 og neysluverð hækkaði um 20,5% á sama tímabili en meðaltekjur öryrkja (allar tekjur, fjármagnstekjur meðtaldar) hækkuðu aðeins um 4,1% á sama tímabili( tekjur eftir skatta). Verðbólga var á tímabilinu 20,5%. Kaupmáttarskerðing er því mjög mikil. Talnakönnun athugaði einnig breytingu bóta, verðlags og launa á tímabilinu 2008-2013. Þá kom eftirfarandi í ljós: Lágmarkslaun hækkuðu á þessu tímabili um 54,3% en lífeyrir einhleypra öryrkja hækkaði á sama tímabili aðeins um 29%. Lífeyrir sambúðarfólks hækkaði um 29,7%.Kjaraskerðing aldraðra Þessar tölur eru mjög í samræmi við þá útreikninga, sem kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hefur gert. Við höfum að vísu einungis reiknað út breytingar á lágmarkslaunum og breytingu tryggingabóta aldraðra á tímabilinu 2009-2013. En samkvæmt okkar útreikningum hafa lágmarkslaun hækkað um 40% á þessu tímabili en lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem eingöngu hafa tekjur frá TR, hefur hækkað um 17% á sama tímabili. Kjaragliðnunin er því mjög mikil hvort sem miðað er við tímabilið 2008-2013 eða tímabilið 2009-2013. Laun hafa hækkað mikið meira en bætur aldraðra og öryrkja á þessum tímabilum. Báðir stjórnarflokkarnir lýstu því yfir fyrir þingkosningar sl. vor, að leiðrétta ætti þessa kjaragliðnun og það ætti að leiðrétta hana strax.Vildu leiðrétta nú þegar Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Hér er engin tæpitunga töluð. Það á að leiðrétta kjaragliðnunina strax. Nú eru hæg heimatökin hjá Sjálfstæðisflokknum í þessu efni, þar eð flokkurinn er með fjármálaráðherrann, Bjarna Benediktsson, sem jafnframt er formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann getur haft forgöngu um það, að staðið verði við samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins og kjaragliðnunin leiðrétt strax á haustþinginu. Á flokksþingi Framsóknarflokksins var eftirfarandi samþykkt fyrir kosningar: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum.Fyrstu skref máttleysisleg Því miður voru fyrstu skref ríkisstjórnarinnar í því efni að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja ansi máttleysisleg. Ríkisstjórnin ákvað að leiðrétta aðeins lítillega kjör þeirra lífeyrisþega, sem best voru settir en skildi hina eftir, sem höfðu verst kjörin. Þeir lífeyrisþegar, sem misstu grunnlífeyrinn 2009, fengu hann aftur. Og þeir sem sættu skerðingu á frítekjumarki 2009 vegna atvinnutekna (lækkun úr 110 þús. á mán. í 40 þús) fengu leiðréttingu á frítekjumarkinu. Þessir hópar voru sæmilega vel settir. Þeir, sem misstu grunnlífeyrinn og fengu hann aftur á sumarþinginu, eru með nokkuð góðar lífeyrissjóðstekjur. Og þeir, sem eru á vinnumarkaðnum, fá aukatekjur af atvinnutekjum og eru því betur settir en þeir, sem geta ekki unnið. Kjaranefnd Félags eldri borgara styður það samt, að þessir hópar fái leiðréttingu á sínum kjörum en kjaranefndin vildi að þeir sem eru illa staddir fengju leiðréttingu á sínum kjörum um leið. Þar er um að ræða 28.000 lífeyrisþega, sem sættu kjaraskerðingu 2009 vegna þess að tekjutryggingin var skert; skerðingarhlutfall hækkað úr 38,35% í 45%. Þessi hópur átti að fá leiðréttingu á sumarþinginu um leið og hinir. En það var ekki gert. Væntanlega fær þessi hópur leiðréttingu strax á haustþingi. Það má ekki dragast lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öryrkjar hafa orðið fyrir mikilli kaupmáttarskerðingu á krepputímanum samkvæmt athugun sem Talnakönnun gerði fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Samkvæmt könnuninni hækkaði launavísitalan um 23,5% á tímabilinu 2009-2013 og neysluverð hækkaði um 20,5% á sama tímabili en meðaltekjur öryrkja (allar tekjur, fjármagnstekjur meðtaldar) hækkuðu aðeins um 4,1% á sama tímabili( tekjur eftir skatta). Verðbólga var á tímabilinu 20,5%. Kaupmáttarskerðing er því mjög mikil. Talnakönnun athugaði einnig breytingu bóta, verðlags og launa á tímabilinu 2008-2013. Þá kom eftirfarandi í ljós: Lágmarkslaun hækkuðu á þessu tímabili um 54,3% en lífeyrir einhleypra öryrkja hækkaði á sama tímabili aðeins um 29%. Lífeyrir sambúðarfólks hækkaði um 29,7%.Kjaraskerðing aldraðra Þessar tölur eru mjög í samræmi við þá útreikninga, sem kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hefur gert. Við höfum að vísu einungis reiknað út breytingar á lágmarkslaunum og breytingu tryggingabóta aldraðra á tímabilinu 2009-2013. En samkvæmt okkar útreikningum hafa lágmarkslaun hækkað um 40% á þessu tímabili en lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem eingöngu hafa tekjur frá TR, hefur hækkað um 17% á sama tímabili. Kjaragliðnunin er því mjög mikil hvort sem miðað er við tímabilið 2008-2013 eða tímabilið 2009-2013. Laun hafa hækkað mikið meira en bætur aldraðra og öryrkja á þessum tímabilum. Báðir stjórnarflokkarnir lýstu því yfir fyrir þingkosningar sl. vor, að leiðrétta ætti þessa kjaragliðnun og það ætti að leiðrétta hana strax.Vildu leiðrétta nú þegar Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Hér er engin tæpitunga töluð. Það á að leiðrétta kjaragliðnunina strax. Nú eru hæg heimatökin hjá Sjálfstæðisflokknum í þessu efni, þar eð flokkurinn er með fjármálaráðherrann, Bjarna Benediktsson, sem jafnframt er formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann getur haft forgöngu um það, að staðið verði við samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins og kjaragliðnunin leiðrétt strax á haustþinginu. Á flokksþingi Framsóknarflokksins var eftirfarandi samþykkt fyrir kosningar: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum.Fyrstu skref máttleysisleg Því miður voru fyrstu skref ríkisstjórnarinnar í því efni að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja ansi máttleysisleg. Ríkisstjórnin ákvað að leiðrétta aðeins lítillega kjör þeirra lífeyrisþega, sem best voru settir en skildi hina eftir, sem höfðu verst kjörin. Þeir lífeyrisþegar, sem misstu grunnlífeyrinn 2009, fengu hann aftur. Og þeir sem sættu skerðingu á frítekjumarki 2009 vegna atvinnutekna (lækkun úr 110 þús. á mán. í 40 þús) fengu leiðréttingu á frítekjumarkinu. Þessir hópar voru sæmilega vel settir. Þeir, sem misstu grunnlífeyrinn og fengu hann aftur á sumarþinginu, eru með nokkuð góðar lífeyrissjóðstekjur. Og þeir, sem eru á vinnumarkaðnum, fá aukatekjur af atvinnutekjum og eru því betur settir en þeir, sem geta ekki unnið. Kjaranefnd Félags eldri borgara styður það samt, að þessir hópar fái leiðréttingu á sínum kjörum en kjaranefndin vildi að þeir sem eru illa staddir fengju leiðréttingu á sínum kjörum um leið. Þar er um að ræða 28.000 lífeyrisþega, sem sættu kjaraskerðingu 2009 vegna þess að tekjutryggingin var skert; skerðingarhlutfall hækkað úr 38,35% í 45%. Þessi hópur átti að fá leiðréttingu á sumarþinginu um leið og hinir. En það var ekki gert. Væntanlega fær þessi hópur leiðréttingu strax á haustþingi. Það má ekki dragast lengur.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun