Úr stjórn RÚV Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Ókyrrð hefur verið um Ríkisútvarpið í fjölmiðlum síðustu vikurnar. Nýjust er deila um milljónaspilaþátt, beint ofan í umræður um niðurskurð, áður var það brotthvarf stjórnanda dagskrárdeildar útvarps og ráðning borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í spjallþátt. Ráðið var eftir einkasímtal útvarpsstjóra við stjórnmálamanninn og vakti sú aðferð athygli margra. Eðlilega, því hún stangaðist á við öll gildi sem Ríkisútvarpið segist fylgja um faglegar ráðningar og starfsmannastefnu. Óhefðbundinni aðferð Páls Magnússonar útvarpsstjóra var reyndar best lýst af hinum nýráðna borgarfulltrúa sjálfum. En Gísli Marteinn Baldursson, sagði í viðtali stuttu síðar. „Páll einfaldlega bjallaði í mig og hann sagði það bara beint út, hann sá hvernig pólitíkin var að þróast. Þeir voru búnir að vera að leita að umsjónarmanni í staðinn fyrir Egil síðan í vor og meira að segja voru þeir búnir að spyrja mig hvort ég væri með einhverja hugmynd að mönnum,“ sagði Gísli. Á stjórnarfundi var skipst á ólíkum skoðunum um aðferð útvarpsstjóra. Og fjölmiðlar sem vakta Ríkisútvarpið birtu misnákvæmar frásagnir af umræðunum. Réttilega var sagt að tvær bókanir hefðu komið fram, en um innihaldið fór óskýrum sögum. Örfáir blaðamenn eða álitsgjafar, segja að nú sé gamla útvarpsráð uppvakið, með því að Björg Eva Erlendsdóttir og Pétur Gunnarsson reyni að hafa afskipti af mannaráðningum. Það er hraustleg túlkun á bókunum sem hvergi hafa birst og fjalla um meginreglur. Þess má geta að núverandi útvarpsstjórn skipa auk fyrrnefndra, þau Ingvi Hrafn Óskarson, Margrét Frímannsdóttir, Magnús Stefánsson, Guðrún Nordal, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sigurður Björn Blöndal og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fulltrúi starfsmanna. Hótað nær daglega Fátítt var í síðustu stjórn að átök um Ríkisútvarpið færu í fjölmiðla, þó gerðist það þegar áætlaðar uppsagnir á Rás eitt fyrir rúmu ári voru stöðvaðar. Ekkert samráð var við stjórn um þá stefnubreytingu sem fólst í uppsögnunum og stjórnin samþykkti þær því ekki. Málið fór í fjölmiðla. Annars voru álitamál yfirleitt rædd eftir þörfum, án stórátaka og lokið í sátt. Að því leyti var fyrri stjórn farsæl. Núverandi stjórnarformanni og útvarpsstjóra er vorkunn. Ríkisútvarpinu er hótað nær daglega af liðsmönnum ríkisstjórnarinnar og mörgum virtist útvarpsstjóri kyssa vöndinn, þegar hann „bjallaði“ í starfandi borgarfulltrúa og réð hann í spjallþátt í sjónvarpi, án faglegs ferlis eða auglýsingar. Stjórn Ríkisútvarpsins ber samkvæmt lögum að hafa eftirlit með stjórnun og rekstri, leiðbeina útvarpsstjóra og styðja í því að halda sig við faglega stjórnarhætti. Bókun, sem einhverjir virðast halda að sé heimskuleg pólitík og afskipti af ráðningu, var einmitt dæmi um nauðsynlegt aðhald og eftirlit með verklagi. Hún var ábending til framtíðar fyrir útvarpsstjóra, sem hafði misstigið sig og vikið frá faglegum starfsháttum. Gott er að byggja álit og fréttir á traustum heimildum. Blaðamenn og velunnarar Ríkisútvarpsins ættu að óska eftir því að fundargögn stjórnar, sem ekki varða samkeppnisrekstur, verði birt. Það er miklu betra en að blaðamenn á samkeppnismiðlum RÚV og álitsgjafar með ýmsan tilgang leggi út af gögnum sem þeir hafa ekki séð. Ekki má gleymast að Ríkisútvarpið eigum við öll og við megum krefjast upplýsinga um hvernig því er stjórnað og í hvað skattpeningarnir okkar fara. En órökstutt slúður og sleggjudómar verða Ríkisútvarpinu varla til góðs á erfiðum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ókyrrð hefur verið um Ríkisútvarpið í fjölmiðlum síðustu vikurnar. Nýjust er deila um milljónaspilaþátt, beint ofan í umræður um niðurskurð, áður var það brotthvarf stjórnanda dagskrárdeildar útvarps og ráðning borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í spjallþátt. Ráðið var eftir einkasímtal útvarpsstjóra við stjórnmálamanninn og vakti sú aðferð athygli margra. Eðlilega, því hún stangaðist á við öll gildi sem Ríkisútvarpið segist fylgja um faglegar ráðningar og starfsmannastefnu. Óhefðbundinni aðferð Páls Magnússonar útvarpsstjóra var reyndar best lýst af hinum nýráðna borgarfulltrúa sjálfum. En Gísli Marteinn Baldursson, sagði í viðtali stuttu síðar. „Páll einfaldlega bjallaði í mig og hann sagði það bara beint út, hann sá hvernig pólitíkin var að þróast. Þeir voru búnir að vera að leita að umsjónarmanni í staðinn fyrir Egil síðan í vor og meira að segja voru þeir búnir að spyrja mig hvort ég væri með einhverja hugmynd að mönnum,“ sagði Gísli. Á stjórnarfundi var skipst á ólíkum skoðunum um aðferð útvarpsstjóra. Og fjölmiðlar sem vakta Ríkisútvarpið birtu misnákvæmar frásagnir af umræðunum. Réttilega var sagt að tvær bókanir hefðu komið fram, en um innihaldið fór óskýrum sögum. Örfáir blaðamenn eða álitsgjafar, segja að nú sé gamla útvarpsráð uppvakið, með því að Björg Eva Erlendsdóttir og Pétur Gunnarsson reyni að hafa afskipti af mannaráðningum. Það er hraustleg túlkun á bókunum sem hvergi hafa birst og fjalla um meginreglur. Þess má geta að núverandi útvarpsstjórn skipa auk fyrrnefndra, þau Ingvi Hrafn Óskarson, Margrét Frímannsdóttir, Magnús Stefánsson, Guðrún Nordal, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sigurður Björn Blöndal og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fulltrúi starfsmanna. Hótað nær daglega Fátítt var í síðustu stjórn að átök um Ríkisútvarpið færu í fjölmiðla, þó gerðist það þegar áætlaðar uppsagnir á Rás eitt fyrir rúmu ári voru stöðvaðar. Ekkert samráð var við stjórn um þá stefnubreytingu sem fólst í uppsögnunum og stjórnin samþykkti þær því ekki. Málið fór í fjölmiðla. Annars voru álitamál yfirleitt rædd eftir þörfum, án stórátaka og lokið í sátt. Að því leyti var fyrri stjórn farsæl. Núverandi stjórnarformanni og útvarpsstjóra er vorkunn. Ríkisútvarpinu er hótað nær daglega af liðsmönnum ríkisstjórnarinnar og mörgum virtist útvarpsstjóri kyssa vöndinn, þegar hann „bjallaði“ í starfandi borgarfulltrúa og réð hann í spjallþátt í sjónvarpi, án faglegs ferlis eða auglýsingar. Stjórn Ríkisútvarpsins ber samkvæmt lögum að hafa eftirlit með stjórnun og rekstri, leiðbeina útvarpsstjóra og styðja í því að halda sig við faglega stjórnarhætti. Bókun, sem einhverjir virðast halda að sé heimskuleg pólitík og afskipti af ráðningu, var einmitt dæmi um nauðsynlegt aðhald og eftirlit með verklagi. Hún var ábending til framtíðar fyrir útvarpsstjóra, sem hafði misstigið sig og vikið frá faglegum starfsháttum. Gott er að byggja álit og fréttir á traustum heimildum. Blaðamenn og velunnarar Ríkisútvarpsins ættu að óska eftir því að fundargögn stjórnar, sem ekki varða samkeppnisrekstur, verði birt. Það er miklu betra en að blaðamenn á samkeppnismiðlum RÚV og álitsgjafar með ýmsan tilgang leggi út af gögnum sem þeir hafa ekki séð. Ekki má gleymast að Ríkisútvarpið eigum við öll og við megum krefjast upplýsinga um hvernig því er stjórnað og í hvað skattpeningarnir okkar fara. En órökstutt slúður og sleggjudómar verða Ríkisútvarpinu varla til góðs á erfiðum tímum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun