Ríkisstjórn gegn framförum? Svandís Svavarsdóttir skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Ein mikilvægasta forsendan fyrir framförum og velsæld í samfélögum er að vel sé hlúð að opinberum samkeppnissjóðum sem veita fé til vísindarannsókna. Slíkar rannsóknir eru grundvöllur verðmætasköpunar sem byggist á hugviti en ekki nýtingu á takmörkuðum náttúruauðlindum. Veruleg aukning á fjárframlögum til samkeppnissjóða á sviði vísinda varð því eðlilega eitt af meginatriðum fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Aukningin var reyndar algjörlega nauðsynleg því fjárframlög til þeirra höfðu staðið í stað frá því fyrir hrun og því hefði í raun þurft að gera enn betur. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks virðist þó ekki hafa skilning á þessu og hefur með fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu ákveðið að draga aukninguna að verulegu leyti til baka. Að undanförnu hefur mikil umræða farið fram á Alþingi og í samfélaginu um stöðu Rannsóknasjóðs í ljósi þess niðurskurðar sem fjárlagafrumvarpið boðar. Komið hefur fram að niðurskurðurinn mun hafa þær afleiðingar að sjóðurinn mun ekki geta stutt við ný verkefni á árunum 2014 og 2015. Það þýðir að starf fjölda rannsóknahópa er í hættu og að fjöldi ungs vísindafólks gæti neyðst til að flytja af landi brott til að geta sinnt starfi sínu. Það er hætt við því að rannsóknarnemar þurfi að hætta í miðju kafi og að samfella í mikilvægum verkefnunum rofni þannig að gríðarlegir fjármunir fari í súginn. Það er verið að spá neyðarástandi og til þess má ekki koma. Það sem er dapurlegast við þennan niðurskurð er að hann er ekki nauðsynlegur heldur er hann birtingarmynd þeirrar forgangsröðunar sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks stendur fyrir. Hún er í þágu stórútgerðarinnar á kostnað framfara og eðlilegs vísindastarfs í íslensku samfélagi. Niðurskurðurinn er til kominn vegna þess að ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis ákváðu að gera það sitt fyrsta verk að lækka sérstaka veiðigjaldið og þannig afsala samfélaginu eðlilegum hluta í arði af sjávarauðlindinni. Arði sem til stóð að nota til að byggja upp og treysta innviði íslensks samfélags. Útlitið er ekki bjart en enn þá er hægt að skipta um áherslu og skila fjármagninu aftur til sjóðanna. Það er of mikið í húfi til að verjandi sé að hunsa raddir vísindasamfélagsins og þverpólitíska sátt um mikilvægi rannsókna og þróunar í þágu samfélagsins alls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Ein mikilvægasta forsendan fyrir framförum og velsæld í samfélögum er að vel sé hlúð að opinberum samkeppnissjóðum sem veita fé til vísindarannsókna. Slíkar rannsóknir eru grundvöllur verðmætasköpunar sem byggist á hugviti en ekki nýtingu á takmörkuðum náttúruauðlindum. Veruleg aukning á fjárframlögum til samkeppnissjóða á sviði vísinda varð því eðlilega eitt af meginatriðum fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Aukningin var reyndar algjörlega nauðsynleg því fjárframlög til þeirra höfðu staðið í stað frá því fyrir hrun og því hefði í raun þurft að gera enn betur. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks virðist þó ekki hafa skilning á þessu og hefur með fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu ákveðið að draga aukninguna að verulegu leyti til baka. Að undanförnu hefur mikil umræða farið fram á Alþingi og í samfélaginu um stöðu Rannsóknasjóðs í ljósi þess niðurskurðar sem fjárlagafrumvarpið boðar. Komið hefur fram að niðurskurðurinn mun hafa þær afleiðingar að sjóðurinn mun ekki geta stutt við ný verkefni á árunum 2014 og 2015. Það þýðir að starf fjölda rannsóknahópa er í hættu og að fjöldi ungs vísindafólks gæti neyðst til að flytja af landi brott til að geta sinnt starfi sínu. Það er hætt við því að rannsóknarnemar þurfi að hætta í miðju kafi og að samfella í mikilvægum verkefnunum rofni þannig að gríðarlegir fjármunir fari í súginn. Það er verið að spá neyðarástandi og til þess má ekki koma. Það sem er dapurlegast við þennan niðurskurð er að hann er ekki nauðsynlegur heldur er hann birtingarmynd þeirrar forgangsröðunar sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks stendur fyrir. Hún er í þágu stórútgerðarinnar á kostnað framfara og eðlilegs vísindastarfs í íslensku samfélagi. Niðurskurðurinn er til kominn vegna þess að ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis ákváðu að gera það sitt fyrsta verk að lækka sérstaka veiðigjaldið og þannig afsala samfélaginu eðlilegum hluta í arði af sjávarauðlindinni. Arði sem til stóð að nota til að byggja upp og treysta innviði íslensks samfélags. Útlitið er ekki bjart en enn þá er hægt að skipta um áherslu og skila fjármagninu aftur til sjóðanna. Það er of mikið í húfi til að verjandi sé að hunsa raddir vísindasamfélagsins og þverpólitíska sátt um mikilvægi rannsókna og þróunar í þágu samfélagsins alls.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar