Ógn við réttaröryggi íslenskra kvenna Heiða Björg Hilmisdóttir og Margrét Lind Ólafsdóttir skrifar 23. október 2013 06:00 Niðurstöður nýrrar könnunar Háskóla Íslands og Ríkislögreglustjóra meðal starfandi lögreglumanna opinbera ógnvekjandi veruleika um þau kynjaviðhorf og vinnumenningu sem ríkir innan lögreglunnar á Íslandi. Það er grafalvarlegt mál að innan lögreglunnar, útvarðar réttarvörslukerfisins, viðgangist víðtækt kynbundið ofbeldi og kvenfjandsamleg viðhorf eins og könnunin sýnir. Meðal niðurstaðna er að þrjár af hverjum tíu lögreglukonum hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, oftar en tvisvar sinnum, á undangengnum sex mánuðum, m.a. af hálfu yfirmanns. Einelti karlkyns yfirmanna eða samstarfsmanna er algengt og ekki er brugðist við ítrekuðu einelti af hálfu yfirmanna. Meirihluti kvenkyns lögreglumanna upplifir að karlar og konur hafi ekki jafna möguleika innan lögreglunnar og tvær af hverjum þremur finnst komið öðruvísi fram við þær en karla. Konur sem sækjast eftir aukinni ábyrgð eða stöðuhækkunum hjá lögreglunni, upplifa að gengið sé fram hjá þeim þegar skipað er í stöður, þrátt fyrir að konur séu almennt með meiri menntun en karlar. Kynjahlutföll meðal yfirmanna lögreglunnar staðfesta það og vaxandi óánægja og brottfall kvenna úr lögreglunni á undanförnum árum skýrist m.a. af þessu. Skýrsluhöfundur segir að menningin innan lögreglunnar sé óvinveitt konum. Valdahlutföllum sé viðhaldið með kynferðislegri áreitni og ekki komið fram við þær af faglegri virðingu. Ástandið innan lögreglunnar er alvarleg ógn við réttaröryggi kvenna á Íslandi og því miður er óhjákvæmilegt að setja það í samhengi við ótrúlegt getuleysi réttargæslukerfisins í viðbrögðum við kynferðisofbeldismálum. Fáar kærur og dómar vegna nauðgana, vændiskaupa og annars kynferðisofbeldis tala þar sínu máli. Við krefjumst þess að þegar verði gripið til ráðstafana til að tryggja öryggi Íslenskra kvenna og skorum á innanríkisráðherra að bregðast tafarlaust við þessari alvarlegu stöðu og uppræti ofbeldið og þau kvenfjandsamlegu viðhorf sem þarna viðgangast þannig að bæði kynin geti treyst því að lögreglan sé raunverulegt skjól og vörn eins og henni ber. Þetta viljum við sjá strax og þá meinum við strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýrrar könnunar Háskóla Íslands og Ríkislögreglustjóra meðal starfandi lögreglumanna opinbera ógnvekjandi veruleika um þau kynjaviðhorf og vinnumenningu sem ríkir innan lögreglunnar á Íslandi. Það er grafalvarlegt mál að innan lögreglunnar, útvarðar réttarvörslukerfisins, viðgangist víðtækt kynbundið ofbeldi og kvenfjandsamleg viðhorf eins og könnunin sýnir. Meðal niðurstaðna er að þrjár af hverjum tíu lögreglukonum hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, oftar en tvisvar sinnum, á undangengnum sex mánuðum, m.a. af hálfu yfirmanns. Einelti karlkyns yfirmanna eða samstarfsmanna er algengt og ekki er brugðist við ítrekuðu einelti af hálfu yfirmanna. Meirihluti kvenkyns lögreglumanna upplifir að karlar og konur hafi ekki jafna möguleika innan lögreglunnar og tvær af hverjum þremur finnst komið öðruvísi fram við þær en karla. Konur sem sækjast eftir aukinni ábyrgð eða stöðuhækkunum hjá lögreglunni, upplifa að gengið sé fram hjá þeim þegar skipað er í stöður, þrátt fyrir að konur séu almennt með meiri menntun en karlar. Kynjahlutföll meðal yfirmanna lögreglunnar staðfesta það og vaxandi óánægja og brottfall kvenna úr lögreglunni á undanförnum árum skýrist m.a. af þessu. Skýrsluhöfundur segir að menningin innan lögreglunnar sé óvinveitt konum. Valdahlutföllum sé viðhaldið með kynferðislegri áreitni og ekki komið fram við þær af faglegri virðingu. Ástandið innan lögreglunnar er alvarleg ógn við réttaröryggi kvenna á Íslandi og því miður er óhjákvæmilegt að setja það í samhengi við ótrúlegt getuleysi réttargæslukerfisins í viðbrögðum við kynferðisofbeldismálum. Fáar kærur og dómar vegna nauðgana, vændiskaupa og annars kynferðisofbeldis tala þar sínu máli. Við krefjumst þess að þegar verði gripið til ráðstafana til að tryggja öryggi Íslenskra kvenna og skorum á innanríkisráðherra að bregðast tafarlaust við þessari alvarlegu stöðu og uppræti ofbeldið og þau kvenfjandsamlegu viðhorf sem þarna viðgangast þannig að bæði kynin geti treyst því að lögreglan sé raunverulegt skjól og vörn eins og henni ber. Þetta viljum við sjá strax og þá meinum við strax.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar