Ferðaþjónusta á krossgötum Ari Trausti Guðmundsson skrifar 21. október 2013 06:00 Þegar milljónasti ársgesturinn nálgast í ferðaþjónustunni gerist margt í einu. Þolmörkum er náð á sumum stöðum, umræður um gjaldtöku og höfðatölu (kvóta) magnast og allt í einu hafa fjárfestar augastað á nýjum þjónustu- og gistifyrirtækjum en um áratuga skeið hefur mest af ferðaþjónustunni verið í höndum smárra fyrirtækja, fyrir utan flug og bíla. Þetta kallar á hraðari og vandaða, heildræna stefnumörkun og miklu öflugari stuðning ríkisvaldsins við ferðaþjónustuna. Má þar nefna skipulagsmál, úrbætur á opinberum eignum og landsvæðum og stórbætta stoðþjónustu við ferðamennsku sem atvinnugrein. Meðal brýnna úrlausnarefna er hlutverk leiðsögumanna og launakjör þeirra en ég efa að til sé mikið verr borguð vinna samkvæmt opinberum taxta en leiðsögn á vegum flestra innlendra þjónustufyrirtækja í greininni. Þar verða allir hlutaðeigandi að taka sig saman og auka gæði og styrkja hlutverk leiðsegjenda. Um leið er augljóst að landvarsla og eftirlit með víðtækari heimildum til inngripa en nú er þarf líka að koma til. Fleira vantar. Til þess að minnka akstur og rangar áherslur í umhverfismálum á að láta af þeirri hugmynd að þjónusta við hálendið skuli fyrst og fremst vera í jaðri þess. Það þveröfuga þarf til; fáeinar vel búnar þjónustu- og gistimiðstöðvar með útskálum og fjölþættu leiðakerfi fyrir ökutæki, hesta og gangandi út frá þeim. Nú eru uppi hugmyndir um ýmiss konar nýja afþreyingu, svo sem spíttbraut niður Kambana, fram af Hellisheiði, og kláfferju upp á Esju. Ekki felli ég dóma yfir slíku. Sennilega hafa margir áhuga á að renna sér niður fasta braut í hlíðum hérlendis líkt og víða annars staðar. Og sennilega hafa þeir þrír aðilar sem ég man eftir með stólalyftu- eða kláfhugmyndir, t.d. við Eyjafjörð og inn af Geysi, haft góðar vonir sem ekkert varð úr. Esjan er veðurfarslega erfið og strengjafarartæki eru með fremur lágt stöðvunarmark í vindi (oft miðað við fimm gömul vindstig). Ég hef alltaf undrast af hverju stólalyftur t.d. í Bláfjöllum og á Akureyri hafa ekki verið í notkun á sumrin, t.d. fyrir þá sem vilja njóta útsýnis með þessu móti eða horfa á norðurljós þegar haustar. Hef sjálfur eitt sinn komist með Breta að enda lyftunnar í Bláfjöllum um sumar (fyrir liðlegheit starfsmanna sem unnu að viðgerðum). Fólkið var dolfallið yfir útsýni um Faxaflóa og suðurströndina. Svonefnd Vestnorden-sölustefna hefur verið haldin árlega til skiptis í höfuðborgum á vestnorræna svæðinu síðan 1986. Ég tel tíma vera kominn til að hafa sölustefnuna annað hvert ár en halda vestnorræna ráðstefnu með opnara sniði á móti. Þar kæmu saman aðilar í ferðaþjónustu, ýmsir sérfræðingar, fulltrúar ríkisstofnana, ráðuneyta og þinga, fólk úr sveitarstjórnum og fulltrúar hagsmunasamtaka. Þannig næðist að virkja margan manninn út fyrir ramma hefðbundinnar sölustefnu og heimatilbúinna funda í hverju hinna þriggja landa og efla samskipti og samstarf. Íslenskt frumkvæði þarf til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar milljónasti ársgesturinn nálgast í ferðaþjónustunni gerist margt í einu. Þolmörkum er náð á sumum stöðum, umræður um gjaldtöku og höfðatölu (kvóta) magnast og allt í einu hafa fjárfestar augastað á nýjum þjónustu- og gistifyrirtækjum en um áratuga skeið hefur mest af ferðaþjónustunni verið í höndum smárra fyrirtækja, fyrir utan flug og bíla. Þetta kallar á hraðari og vandaða, heildræna stefnumörkun og miklu öflugari stuðning ríkisvaldsins við ferðaþjónustuna. Má þar nefna skipulagsmál, úrbætur á opinberum eignum og landsvæðum og stórbætta stoðþjónustu við ferðamennsku sem atvinnugrein. Meðal brýnna úrlausnarefna er hlutverk leiðsögumanna og launakjör þeirra en ég efa að til sé mikið verr borguð vinna samkvæmt opinberum taxta en leiðsögn á vegum flestra innlendra þjónustufyrirtækja í greininni. Þar verða allir hlutaðeigandi að taka sig saman og auka gæði og styrkja hlutverk leiðsegjenda. Um leið er augljóst að landvarsla og eftirlit með víðtækari heimildum til inngripa en nú er þarf líka að koma til. Fleira vantar. Til þess að minnka akstur og rangar áherslur í umhverfismálum á að láta af þeirri hugmynd að þjónusta við hálendið skuli fyrst og fremst vera í jaðri þess. Það þveröfuga þarf til; fáeinar vel búnar þjónustu- og gistimiðstöðvar með útskálum og fjölþættu leiðakerfi fyrir ökutæki, hesta og gangandi út frá þeim. Nú eru uppi hugmyndir um ýmiss konar nýja afþreyingu, svo sem spíttbraut niður Kambana, fram af Hellisheiði, og kláfferju upp á Esju. Ekki felli ég dóma yfir slíku. Sennilega hafa margir áhuga á að renna sér niður fasta braut í hlíðum hérlendis líkt og víða annars staðar. Og sennilega hafa þeir þrír aðilar sem ég man eftir með stólalyftu- eða kláfhugmyndir, t.d. við Eyjafjörð og inn af Geysi, haft góðar vonir sem ekkert varð úr. Esjan er veðurfarslega erfið og strengjafarartæki eru með fremur lágt stöðvunarmark í vindi (oft miðað við fimm gömul vindstig). Ég hef alltaf undrast af hverju stólalyftur t.d. í Bláfjöllum og á Akureyri hafa ekki verið í notkun á sumrin, t.d. fyrir þá sem vilja njóta útsýnis með þessu móti eða horfa á norðurljós þegar haustar. Hef sjálfur eitt sinn komist með Breta að enda lyftunnar í Bláfjöllum um sumar (fyrir liðlegheit starfsmanna sem unnu að viðgerðum). Fólkið var dolfallið yfir útsýni um Faxaflóa og suðurströndina. Svonefnd Vestnorden-sölustefna hefur verið haldin árlega til skiptis í höfuðborgum á vestnorræna svæðinu síðan 1986. Ég tel tíma vera kominn til að hafa sölustefnuna annað hvert ár en halda vestnorræna ráðstefnu með opnara sniði á móti. Þar kæmu saman aðilar í ferðaþjónustu, ýmsir sérfræðingar, fulltrúar ríkisstofnana, ráðuneyta og þinga, fólk úr sveitarstjórnum og fulltrúar hagsmunasamtaka. Þannig næðist að virkja margan manninn út fyrir ramma hefðbundinnar sölustefnu og heimatilbúinna funda í hverju hinna þriggja landa og efla samskipti og samstarf. Íslenskt frumkvæði þarf til.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun