Arctic Circle og tækifærin í endurnýjanlegri orku Halla Hrund Logadóttir skrifar 16. október 2013 06:00 Um síðastliðna helgi fór fram ráðstefna um málefni norðurslóða í Reykjavík undir heitinu Arctic Circle. Ráðstefnan var eins konar samskiptatorg um norðurslóðamál í víðu samhengi þar sem saman komu um 1.000 manns af vettvangi stjórnmála, frá félagasamtökum, háskólum og fyrirtækjum frá yfir 40 þjóðlöndum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar og voru þátttakendur hvaðanæva sammála um að hún hefði verið mjög gagnlegur og þarfur vettvangur um þessi málefni. Rauði þráðurinn í upphafsstefi Arctic Circle var mikilvægi þess að berjast gegn loftslagsbreytingunum. Hröð hlýnun jarðar hefur sífellt meiri áhrif á lífríki, ekki bara á norðurslóðum heldur alls staðar í heiminum. Lögmaður Færeyja nefndi til dæmis áhrif hlýnunar á fiskistofna og fulltrúar frá ríkjum Asíu fjölluðu um afleiðingarnar fyrir Himalaja-svæðið. Einna áhrifamest var þó innlegg fulltrúa Singapúr sem útskýrði að hækkun sjávarborðs vegna bráðnunar íss um einungis 1,2 metra þýddi að bróðurpartur landsins færi undir sjávarmál. Þessi áhrif aukins magns gróðurhúsaloftegunda í andrúmsloftinu skýrir meðal annars hvers vegna ríki alls staðar í heiminum, svo sem Singapúr, taka þátt í umræðunni um áhrif bráðnunar íss á norðurslóðum og leggja sífellt meiri áherslu á endurnýjanlega orkugjafa. Hvatning fyrir aðrar þjóðir Ísland hefur á síðustu áratugum aflað sér mikillar reynslu og þekkingar í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Þekking Íslendinga nær ekki bara til notkunar tækninnar á þessu sviði heldur er Ísland dæmi um hvernig heil þjóð getur breytt áherslum sínum frá kolum og olíu yfir í endurnýjanlegri orkugjafa á tiltölulega skömmum tíma. Á meðan Íslendingar eru lánsamir hvað varðar aðgengi að slíkri orku er umbreyting okkar engu að síður mikilvægt dæmi og hvatning fyrir aðrar þjóðir að læra af. Augljóst er að eftirspurn er eftir þekkingu á þessu sviði, enda skiptir hún máli fyrir loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. Nýlegur risasamningur Reykjavik Geothermal um uppbyggingu jarðvarmavirkjana í Eþíópíu og fjöldi erlendra nemenda sem sækja nám við Iceland School of Energy við HR til að læra um orkumál eru dæmi um hvernig Ísland er að leggja þessari baráttu lið með beinum hætti. Vinnum saman og leggjum enn meiri áherslu á að flytja þekkingu Íslendinga út á þessu sviði í gegnum menntun, ráðgjöf og verkefni – Singapúr, Íslandi og heiminum öllum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Halla Hrund Logadóttir Orkumál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Um síðastliðna helgi fór fram ráðstefna um málefni norðurslóða í Reykjavík undir heitinu Arctic Circle. Ráðstefnan var eins konar samskiptatorg um norðurslóðamál í víðu samhengi þar sem saman komu um 1.000 manns af vettvangi stjórnmála, frá félagasamtökum, háskólum og fyrirtækjum frá yfir 40 þjóðlöndum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar og voru þátttakendur hvaðanæva sammála um að hún hefði verið mjög gagnlegur og þarfur vettvangur um þessi málefni. Rauði þráðurinn í upphafsstefi Arctic Circle var mikilvægi þess að berjast gegn loftslagsbreytingunum. Hröð hlýnun jarðar hefur sífellt meiri áhrif á lífríki, ekki bara á norðurslóðum heldur alls staðar í heiminum. Lögmaður Færeyja nefndi til dæmis áhrif hlýnunar á fiskistofna og fulltrúar frá ríkjum Asíu fjölluðu um afleiðingarnar fyrir Himalaja-svæðið. Einna áhrifamest var þó innlegg fulltrúa Singapúr sem útskýrði að hækkun sjávarborðs vegna bráðnunar íss um einungis 1,2 metra þýddi að bróðurpartur landsins færi undir sjávarmál. Þessi áhrif aukins magns gróðurhúsaloftegunda í andrúmsloftinu skýrir meðal annars hvers vegna ríki alls staðar í heiminum, svo sem Singapúr, taka þátt í umræðunni um áhrif bráðnunar íss á norðurslóðum og leggja sífellt meiri áherslu á endurnýjanlega orkugjafa. Hvatning fyrir aðrar þjóðir Ísland hefur á síðustu áratugum aflað sér mikillar reynslu og þekkingar í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Þekking Íslendinga nær ekki bara til notkunar tækninnar á þessu sviði heldur er Ísland dæmi um hvernig heil þjóð getur breytt áherslum sínum frá kolum og olíu yfir í endurnýjanlegri orkugjafa á tiltölulega skömmum tíma. Á meðan Íslendingar eru lánsamir hvað varðar aðgengi að slíkri orku er umbreyting okkar engu að síður mikilvægt dæmi og hvatning fyrir aðrar þjóðir að læra af. Augljóst er að eftirspurn er eftir þekkingu á þessu sviði, enda skiptir hún máli fyrir loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. Nýlegur risasamningur Reykjavik Geothermal um uppbyggingu jarðvarmavirkjana í Eþíópíu og fjöldi erlendra nemenda sem sækja nám við Iceland School of Energy við HR til að læra um orkumál eru dæmi um hvernig Ísland er að leggja þessari baráttu lið með beinum hætti. Vinnum saman og leggjum enn meiri áherslu á að flytja þekkingu Íslendinga út á þessu sviði í gegnum menntun, ráðgjöf og verkefni – Singapúr, Íslandi og heiminum öllum til góða.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar