Fjárlagafrumvarp óvissu og vonbrigða Steingrímur J. Sigfússon skrifar 2. október 2013 08:18 Fram komið fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar veldur vonbrigðum og vekur áhyggjur. Markmiði um jöfnuð í ríkisfjármálum er að vísu náð að nafninu til með millifærslu frá Seðlabanka til ríkissjóðs upp á um 10 milljarða króna. Einnig kemur það ríkisstjórninni til bjargar að 9,4 milljarðar króna munu innheimtast af auðlegðarskatti á árinu 2014, en þá því miður í síðasta sinn. Horfurnar fyrir árin þar á eftir eru dapurlegar. Ríkissjóður verður rekinn á núlli næstu þrjú ár og reyndar versnar afkoman samkvæmt framreikningi í fylgihefti fjárlagafrumvarpsins aftur milli áranna 2015 og 2016. Mestu valda um þær tekjur sem ríkisstjórnin hefur ýmist þegar afsalað ríkissjóði, sbr. stórlækkun á sérstöku veiðigjaldi og brottfall laga um 14% virðisaukaskatt á hótelgistingu sl. vor, eða hyggst afsala ríkissjóði með því að framlengja ekki auðlegðarskatt um áramótin, orkuskatt þegar þar að kemur o.s.frv. Með þessu virðist ríkisstjórnin sjálf hafa höggvið a.m.k. 20 milljarða skarð árlega í ríkisfjármálaáætlun til meðallangs tíma. Enginn vilji virðist til staðar til að afla þá tekna annars staðar á móti, með því eina fráviki sem er bankaskattur á þrotabú fjármálafyrirtækja. Þá er bara tvennt eftir, niðurskurður sem þessu nemur eða meiri hallarekstur ríkissjóðs.Hefur þessi ríkisstjórn efnahagsstefnu? Góðu fréttirnar eru þó þær að fjárlagafrumvarpið og fylgigögn þess sýna að ábyrg ríkisstjórn sem hefði til þess pólitískt þor að verja tekjur ríkisins gæti komið okkur aftur á sporið og inn á svipaða ríkisfjármálaáætlun og fyrri stjórn vann eftir. Út á það gengu ráðleggingar erlendra sérfræðistofnana sl. vor, bæði AGS og OECD. Í stað þess að hlusta var talað með niðrandi hætti um erlendar skammstafanir. Ef áðurnefndum 20 milljörðum króna hefði verið haldið inni í tekjugrunninum og ráðstafanir upp á 5-10 milljarða í viðbót bæst þar við hefði fyllilega mátt halda áætlun. Við hefðum tryggt raunverulegan jöfnuð í rekstri ríkisins og lítilsháttar afgang strax á næsta ári án bókhaldsæfinga. Við hefðum getað haldið áfram að fjárfesta í uppbyggingu innviða með fjárfestingaáætlun og leggja meira til brýnustu forgangsverkefna á sviði velferðarmála eins og þegar var hafið t.d. með stórauknu tækjakaupafé Landspítalans. Útreiðin á þessum málaflokkum í fjárlagafrumvarpinu nýja er ekki falleg. Sérstök fjárveiting til tækjakaupa á LSH og SA er þurrkuð út, viðbótarniðurskurði þar á að mæta með sjúklingasköttum, þ.e. legugjöldum, stuðningi við skapandi greinar og sóknaráætlanir landshlutanna er stútað og rannsóknafé stórskert. Ríkisfjármálaáætlunin sem með fylgir veldur verulegum vonbrigðum og er í reynd ávísun á stöðnun í ríkisfjármálum næstu þrjú árin. Hvernig ætli greiningar- og matsaðilar komi til með að lesa í hana? Næg er nú óvissan samt sem hin fáheyrðu kosningaloforð skópu og matsfyrirtæki hafa þegar gert að óvissuþætti þegar kemur að Íslandi.Hefur þessi ríkisstjórn atvinnustefnu? Fjárlagafrumvarp birtir stefnu ríkisstjórna á margan hátt og ekki aðeins í ríkisfjármálum. Spyrja má t.d. hvað frumvarpið segir okkur um áherslur þessarar ríkisstjórnar í atvinnu- og nýsköpunarmálum? Fjárfestingaáætlun sem byggði á því að efla nýsköpun, rannsóknir og þróun og stuðla að aukinni fjölbreytni er grátt leikin. Hvað nú með skapandi greinar? Hvað með uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar og eflingu þjóðgarða? Hvað með grænar áherslur í atvinnumálum? Meira að segja endurgreiðsla rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá sprotafyrirtækjum er skert. Er það bara gamla stóriðjustefnan, gamli dólgakapítalisminn sem á að bjarga okkur?Í hvað fór tíminn? Sem kunnugt er eyddu formenn stjórnarflokkanna svo miklum tíma í vöffluát í vor að þeir urðu að biðja um þrjár vikur í viðbót til að koma fram fjárlagafrumvarpi. Á það var fallist en maður spyr sig; í hvað fór tíminn? Niðurstaðan er merkilega flöt, sbr. að mestu flatan niðurskurð á allan rekstur óháð því hvort um kjarnastarfsemi á sviði velferðarmála er að ræða eða annað. Nú færist vinnan inn fyrir veggi Alþingis og þar mætti með góðum vilja komast aftur á rétta braut. Auðvitað er þetta áfram erfitt og annað gat aldrei verið í spilunum. Tími hreystimennskunnar og kraftaverkanna er liðinn. Hann tilheyrði popúlistunum fyrir kosningar. En, ef allir sameinast og við sem ekki tókum þátt í yfirboðunum bjóðum fram samstarf í stað þess að erfa lýðskrumið, þá geta góðir hlutir gerst. Það er enn hægt að breyta kúrsinum og undirbyggja trausta áætlun sem færir okkur áfram í átt að sjálfbærum ríkisbúskap þannig að hvoru tveggja sé í sjónmáli; við getum haldið áfram uppbyggingu innviða og velferðar og farið að borga niður skuldir ríkisins frá og með árunum 2014-2015. Vilji og ábyrgð er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Fram komið fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar veldur vonbrigðum og vekur áhyggjur. Markmiði um jöfnuð í ríkisfjármálum er að vísu náð að nafninu til með millifærslu frá Seðlabanka til ríkissjóðs upp á um 10 milljarða króna. Einnig kemur það ríkisstjórninni til bjargar að 9,4 milljarðar króna munu innheimtast af auðlegðarskatti á árinu 2014, en þá því miður í síðasta sinn. Horfurnar fyrir árin þar á eftir eru dapurlegar. Ríkissjóður verður rekinn á núlli næstu þrjú ár og reyndar versnar afkoman samkvæmt framreikningi í fylgihefti fjárlagafrumvarpsins aftur milli áranna 2015 og 2016. Mestu valda um þær tekjur sem ríkisstjórnin hefur ýmist þegar afsalað ríkissjóði, sbr. stórlækkun á sérstöku veiðigjaldi og brottfall laga um 14% virðisaukaskatt á hótelgistingu sl. vor, eða hyggst afsala ríkissjóði með því að framlengja ekki auðlegðarskatt um áramótin, orkuskatt þegar þar að kemur o.s.frv. Með þessu virðist ríkisstjórnin sjálf hafa höggvið a.m.k. 20 milljarða skarð árlega í ríkisfjármálaáætlun til meðallangs tíma. Enginn vilji virðist til staðar til að afla þá tekna annars staðar á móti, með því eina fráviki sem er bankaskattur á þrotabú fjármálafyrirtækja. Þá er bara tvennt eftir, niðurskurður sem þessu nemur eða meiri hallarekstur ríkissjóðs.Hefur þessi ríkisstjórn efnahagsstefnu? Góðu fréttirnar eru þó þær að fjárlagafrumvarpið og fylgigögn þess sýna að ábyrg ríkisstjórn sem hefði til þess pólitískt þor að verja tekjur ríkisins gæti komið okkur aftur á sporið og inn á svipaða ríkisfjármálaáætlun og fyrri stjórn vann eftir. Út á það gengu ráðleggingar erlendra sérfræðistofnana sl. vor, bæði AGS og OECD. Í stað þess að hlusta var talað með niðrandi hætti um erlendar skammstafanir. Ef áðurnefndum 20 milljörðum króna hefði verið haldið inni í tekjugrunninum og ráðstafanir upp á 5-10 milljarða í viðbót bæst þar við hefði fyllilega mátt halda áætlun. Við hefðum tryggt raunverulegan jöfnuð í rekstri ríkisins og lítilsháttar afgang strax á næsta ári án bókhaldsæfinga. Við hefðum getað haldið áfram að fjárfesta í uppbyggingu innviða með fjárfestingaáætlun og leggja meira til brýnustu forgangsverkefna á sviði velferðarmála eins og þegar var hafið t.d. með stórauknu tækjakaupafé Landspítalans. Útreiðin á þessum málaflokkum í fjárlagafrumvarpinu nýja er ekki falleg. Sérstök fjárveiting til tækjakaupa á LSH og SA er þurrkuð út, viðbótarniðurskurði þar á að mæta með sjúklingasköttum, þ.e. legugjöldum, stuðningi við skapandi greinar og sóknaráætlanir landshlutanna er stútað og rannsóknafé stórskert. Ríkisfjármálaáætlunin sem með fylgir veldur verulegum vonbrigðum og er í reynd ávísun á stöðnun í ríkisfjármálum næstu þrjú árin. Hvernig ætli greiningar- og matsaðilar komi til með að lesa í hana? Næg er nú óvissan samt sem hin fáheyrðu kosningaloforð skópu og matsfyrirtæki hafa þegar gert að óvissuþætti þegar kemur að Íslandi.Hefur þessi ríkisstjórn atvinnustefnu? Fjárlagafrumvarp birtir stefnu ríkisstjórna á margan hátt og ekki aðeins í ríkisfjármálum. Spyrja má t.d. hvað frumvarpið segir okkur um áherslur þessarar ríkisstjórnar í atvinnu- og nýsköpunarmálum? Fjárfestingaáætlun sem byggði á því að efla nýsköpun, rannsóknir og þróun og stuðla að aukinni fjölbreytni er grátt leikin. Hvað nú með skapandi greinar? Hvað með uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar og eflingu þjóðgarða? Hvað með grænar áherslur í atvinnumálum? Meira að segja endurgreiðsla rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá sprotafyrirtækjum er skert. Er það bara gamla stóriðjustefnan, gamli dólgakapítalisminn sem á að bjarga okkur?Í hvað fór tíminn? Sem kunnugt er eyddu formenn stjórnarflokkanna svo miklum tíma í vöffluát í vor að þeir urðu að biðja um þrjár vikur í viðbót til að koma fram fjárlagafrumvarpi. Á það var fallist en maður spyr sig; í hvað fór tíminn? Niðurstaðan er merkilega flöt, sbr. að mestu flatan niðurskurð á allan rekstur óháð því hvort um kjarnastarfsemi á sviði velferðarmála er að ræða eða annað. Nú færist vinnan inn fyrir veggi Alþingis og þar mætti með góðum vilja komast aftur á rétta braut. Auðvitað er þetta áfram erfitt og annað gat aldrei verið í spilunum. Tími hreystimennskunnar og kraftaverkanna er liðinn. Hann tilheyrði popúlistunum fyrir kosningar. En, ef allir sameinast og við sem ekki tókum þátt í yfirboðunum bjóðum fram samstarf í stað þess að erfa lýðskrumið, þá geta góðir hlutir gerst. Það er enn hægt að breyta kúrsinum og undirbyggja trausta áætlun sem færir okkur áfram í átt að sjálfbærum ríkisbúskap þannig að hvoru tveggja sé í sjónmáli; við getum haldið áfram uppbyggingu innviða og velferðar og farið að borga niður skuldir ríkisins frá og með árunum 2014-2015. Vilji og ábyrgð er allt sem þarf.