Kurteisi og málefnaleg umræða Jón Þór Ólafsson skrifar 17. september 2013 06:00 Niðurstöður nýlegrar rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um traust til Alþingis eru borðliggjandi. Þjóðin treystir ekki Alþingi og er umræðuhefð þingmanna helsta ástæðan. Um 80% landsmanna vantreysta Alþingi vegna samskiptamáta þingmanna. En meirihlutinn telur líka að það myndi auka traust Alþingis mikið ef við þingmenn sýndum hver öðrum meiri kurteisi og stunduðum málefnalegri umræðu á Alþingi. Þetta ætti ekki að koma þingmönnum á óvart. Við sáum þetta skýrt í kosningabaráttunni í vor. Frambjóðendurnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Katrín Jakobsdóttir, sem voru áberandi málefnaleg og kurteis í sínum málflutningi, voru hvað eftir annað kosin af netverjum sem sigurvegarar umræðna í sjónvarpssal. Rannsókn Félagsvísindastofnunar segir að þjóðin er þreytt á karpi og virðingarleysi þingmanna sín á milli, og einnig í sinn garð. Hún sýnir að þjóðin vilji nýja umræðuhefð og að þingmenn viðurkenni mistök. Stjórnmálahefðin á Íslandi hefur verið sú að viðurkenna ekki mistök. En nýr þingmaður Framsóknarflokksins, hann Frosti Sigurjónsson, baðst á dögunum opinberlega afsökunar á mistökum og fékk réttilega mikið lof fyrir. Nú fer hann fyrir óformlegum hópi nýrra þingmanna sem munu hittast á næstu vikum til að vinna að bættri umræðuhefð á Alþingi. Markmið hópsins er að sammælast um góð fordæmi að kurteisari og málefnalegri umræðu í þingsal. Undirritaður styður Frosta heilshugar og mun að hans beiðni starfa í hópnum. Komum okkur að verki og hleypum einhverju mikilvægara að í umræðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um traust til Alþingis eru borðliggjandi. Þjóðin treystir ekki Alþingi og er umræðuhefð þingmanna helsta ástæðan. Um 80% landsmanna vantreysta Alþingi vegna samskiptamáta þingmanna. En meirihlutinn telur líka að það myndi auka traust Alþingis mikið ef við þingmenn sýndum hver öðrum meiri kurteisi og stunduðum málefnalegri umræðu á Alþingi. Þetta ætti ekki að koma þingmönnum á óvart. Við sáum þetta skýrt í kosningabaráttunni í vor. Frambjóðendurnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Katrín Jakobsdóttir, sem voru áberandi málefnaleg og kurteis í sínum málflutningi, voru hvað eftir annað kosin af netverjum sem sigurvegarar umræðna í sjónvarpssal. Rannsókn Félagsvísindastofnunar segir að þjóðin er þreytt á karpi og virðingarleysi þingmanna sín á milli, og einnig í sinn garð. Hún sýnir að þjóðin vilji nýja umræðuhefð og að þingmenn viðurkenni mistök. Stjórnmálahefðin á Íslandi hefur verið sú að viðurkenna ekki mistök. En nýr þingmaður Framsóknarflokksins, hann Frosti Sigurjónsson, baðst á dögunum opinberlega afsökunar á mistökum og fékk réttilega mikið lof fyrir. Nú fer hann fyrir óformlegum hópi nýrra þingmanna sem munu hittast á næstu vikum til að vinna að bættri umræðuhefð á Alþingi. Markmið hópsins er að sammælast um góð fordæmi að kurteisari og málefnalegri umræðu í þingsal. Undirritaður styður Frosta heilshugar og mun að hans beiðni starfa í hópnum. Komum okkur að verki og hleypum einhverju mikilvægara að í umræðuna.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar