Grindavíkurbær sinnir náttúruvernd betur Róbert Ragnarsson skrifar 17. maí 2013 06:00 Undanfarið hefur verið nokkur umfjöllun um náttúruvernd á Reykjanesskaga og er það mjög ánægjulegt. Grindavíkurbær er landmesta sveitarfélagið á Reykjanesi og eru margar af perlum svæðisins innan skipulagsmarka bæjarins. Grindavíkurbær hefur tekið það hlutverk sitt mjög alvarlega að huga vel að náttúruperlum svæðisins með því að vinna mjög metnaðarfullt aðalskipulag sem byggir á auðlindastefnu sem samþykkt var 2010. Grindavíkurbær var fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að kortleggja auðlindir sínar og samþykkja stefnu um nýtingu þeirra og verndun. Auðlindastefna Grindavíkurbæjar er í öllum meginatriðum í samræmi við Rammaáætlun um vernd og nýtingu orkuauðlinda sem Alþingi hefur unnið að síðastliðin 20 ár og var nýlega samþykkt. Hverfisvernd Í umræðunni er látið líta svo út að í Reykjanesfólkvangi liggi mikil náttúruvernd sem Grindavíkurbær vilji nú aflétta svo orkufyrirtæki geti komið þangað inn með vinnuvélar. Hvort tveggja er rangt. Undirritaður birti grein í Fréttablaðinu 1. mars sl. til að svara þeirri umræðu og leiðrétta misskilning, en það virðist ekki duga. Rangfærslan er ítrekuð í grein Ellerts Grétarssonar í Fréttablaðinu þann 6. maí síðastliðinn. Í Reykjanesfólkvangi eru afar takmörkuð ákvæði um verndun náttúrunnar og beinlínis heimilt að virkja jarðvarma. Auk þess er ein stærsta jarðvegsnáma landsins starfrækt innan fólkvangsins. Því má ljóst vera að verndunarsjónarmið hafa ekki verið í hávegum höfð innan Reykjanesfólkvangs þau tæplega fjörutíu ár sem hann hefur verið starfræktur. Til samanburðar má nefna að í aðalskipulagi Grindavíkurbæjar eru mun skýrari ákvæði um verndun gígaraðarinnar í Eldvörpum. Uppbygging Takmarkaðar framkvæmdir hafa verið innan fólkvangsins til að taka við auknum fjölda ferðamanna og verja þannig náttúruna fyrir átroðningi. Stjórn fólkvangsins hefur af veikum mætti sinnt landvörslu og byggt upp lágmarksaðstöðu í Seltúni og ber að hrósa þeim fyrir það. Til samanburðar má nefna að Grindavíkurbær, Bláa lónið og HS orka hafa í sameiningu lagt margfalt meira fé í stígagerð í Svartsengi en sem nemur öllu rekstrarfé Reykjanesfólkvangs. Það verkefni er hluti af samstarfi sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila á svæðinu um Reykjanes jarðvang (e. Geopark). Grindavíkurbær hafði frumkvæði að stofnun jarðvangsins, en umræða um stofnun slíks garðs á Reykjanesi hefur staðið í áratugi án þess að raungerast. Grindavíkurbær er þannig að sinna náttúruvernd og uppbyggingu fyrir ferðamenn mun betur en gert er innan Reykjanesfólkvangs. Engin orkuvinnsla er fyrirhuguð í fólkvanginum innan skipulagsmarka Grindavíkur. Ekki er fyrirhuguð orkuvinnsla innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar í fólkvanginum. Slík vinnsla er hins vegar fyrirhugað í landi Hafnarfjarðar og sem fyrr segir setur fólkvangsskilgreiningin engar hömlur á þá orkuvinnslu. Ákvörðun Grindavíkurbæjar um að hefja viðræður við Reykjavíkurborg, Reykjanesbæ, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ, Garðabæ og Seltjarnarneskaupstað um mögulega útgöngu Grindavíkurbæjar úr Reykjanesfólkvangi hefur skilað þeim árangri að málið er komið á dagskrá og áhugi hinna sveitarfélaganna á málinu orðinn meiri. Grindavíkurbær hefur þannig enn sýnt að það eru fá sveitarfélög sem hafa meiri áhuga á náttúru Reykjanesskagans. Að mati undirritaðs ætti frekar að hampa því sem gert hefur verið í Grindavík í náttúruvernd og uppbyggingu fyrir ferðamenn og hvetja önnur sveitarfélög til að fylgja fordæmi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Ragnarsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið nokkur umfjöllun um náttúruvernd á Reykjanesskaga og er það mjög ánægjulegt. Grindavíkurbær er landmesta sveitarfélagið á Reykjanesi og eru margar af perlum svæðisins innan skipulagsmarka bæjarins. Grindavíkurbær hefur tekið það hlutverk sitt mjög alvarlega að huga vel að náttúruperlum svæðisins með því að vinna mjög metnaðarfullt aðalskipulag sem byggir á auðlindastefnu sem samþykkt var 2010. Grindavíkurbær var fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að kortleggja auðlindir sínar og samþykkja stefnu um nýtingu þeirra og verndun. Auðlindastefna Grindavíkurbæjar er í öllum meginatriðum í samræmi við Rammaáætlun um vernd og nýtingu orkuauðlinda sem Alþingi hefur unnið að síðastliðin 20 ár og var nýlega samþykkt. Hverfisvernd Í umræðunni er látið líta svo út að í Reykjanesfólkvangi liggi mikil náttúruvernd sem Grindavíkurbær vilji nú aflétta svo orkufyrirtæki geti komið þangað inn með vinnuvélar. Hvort tveggja er rangt. Undirritaður birti grein í Fréttablaðinu 1. mars sl. til að svara þeirri umræðu og leiðrétta misskilning, en það virðist ekki duga. Rangfærslan er ítrekuð í grein Ellerts Grétarssonar í Fréttablaðinu þann 6. maí síðastliðinn. Í Reykjanesfólkvangi eru afar takmörkuð ákvæði um verndun náttúrunnar og beinlínis heimilt að virkja jarðvarma. Auk þess er ein stærsta jarðvegsnáma landsins starfrækt innan fólkvangsins. Því má ljóst vera að verndunarsjónarmið hafa ekki verið í hávegum höfð innan Reykjanesfólkvangs þau tæplega fjörutíu ár sem hann hefur verið starfræktur. Til samanburðar má nefna að í aðalskipulagi Grindavíkurbæjar eru mun skýrari ákvæði um verndun gígaraðarinnar í Eldvörpum. Uppbygging Takmarkaðar framkvæmdir hafa verið innan fólkvangsins til að taka við auknum fjölda ferðamanna og verja þannig náttúruna fyrir átroðningi. Stjórn fólkvangsins hefur af veikum mætti sinnt landvörslu og byggt upp lágmarksaðstöðu í Seltúni og ber að hrósa þeim fyrir það. Til samanburðar má nefna að Grindavíkurbær, Bláa lónið og HS orka hafa í sameiningu lagt margfalt meira fé í stígagerð í Svartsengi en sem nemur öllu rekstrarfé Reykjanesfólkvangs. Það verkefni er hluti af samstarfi sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila á svæðinu um Reykjanes jarðvang (e. Geopark). Grindavíkurbær hafði frumkvæði að stofnun jarðvangsins, en umræða um stofnun slíks garðs á Reykjanesi hefur staðið í áratugi án þess að raungerast. Grindavíkurbær er þannig að sinna náttúruvernd og uppbyggingu fyrir ferðamenn mun betur en gert er innan Reykjanesfólkvangs. Engin orkuvinnsla er fyrirhuguð í fólkvanginum innan skipulagsmarka Grindavíkur. Ekki er fyrirhuguð orkuvinnsla innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar í fólkvanginum. Slík vinnsla er hins vegar fyrirhugað í landi Hafnarfjarðar og sem fyrr segir setur fólkvangsskilgreiningin engar hömlur á þá orkuvinnslu. Ákvörðun Grindavíkurbæjar um að hefja viðræður við Reykjavíkurborg, Reykjanesbæ, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ, Garðabæ og Seltjarnarneskaupstað um mögulega útgöngu Grindavíkurbæjar úr Reykjanesfólkvangi hefur skilað þeim árangri að málið er komið á dagskrá og áhugi hinna sveitarfélaganna á málinu orðinn meiri. Grindavíkurbær hefur þannig enn sýnt að það eru fá sveitarfélög sem hafa meiri áhuga á náttúru Reykjanesskagans. Að mati undirritaðs ætti frekar að hampa því sem gert hefur verið í Grindavík í náttúruvernd og uppbyggingu fyrir ferðamenn og hvetja önnur sveitarfélög til að fylgja fordæmi okkar.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun