Að henda hæfileikum Heimir Eyvindarson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Eitt af því sem Björt framtíð setur á oddinn er minni sóun. Þar er ekki aðeins horft til þess að fáar þjóðir henda jafn miklum mat og Íslendingar, heldur einnig annarskonar sóunar. Sóunar á tíma, peningum og hæfileikum. Ég hef starfað við stuðnings- og sérkennslu í grunnskóla s.l. átta ár og horft þar upp á mikla sóun. Séð marga hæfileikaríka krakka fara í gegnum skólakerfið án þess að vera metnir að verðleikum. Bara af því að hæfileikar þeirra eru einhverjir aðrir en að taka til láns, kunna lotukerfið, pýþagóras og vita hvað fem og halv fems þýðir. En í menntakerfinu er ekki bara verið að sóa hæfileikum þeirra nemenda sem ekki passa inn í „bóknámsboxið”. Fjöldinn allur af sérfræðingum; kennurum, sérkennurum, kennsluráðgjöfum o.s.frv. eyðir líka dýrmætum hæfileikum sínum og vinnustundum í að troða blessuðum börnunum inn í boxið sem þau augljóslega passa ekki inn í. Fyrstu árin er bisað við að fá þau til að taka til láns, jafnvel þótt reiknivélar séu allt í kring. Því næst hefst orðflokkagreiningin, þá leitin að frumlaginu og andlaginu og þannig koll af kolli. Er alveg nauðsynlegt að allir viti að þegar Jón meiddi Palla þá sé Jón frumlagið en Palli andlagið? Ég vil samt taka það fram að margt í íslensku menntakerfi er gott. Margir kennarar eru hugmyndaríkir og duglegir við að koma til móts við ólíka nemendur og gera þeim skólagönguna bærilegri. Vinna starf sitt af alúð og fagmennsku, við erfiðar aðstæður. En það er ekki nóg að kennarar sýni sveigjanleika og skilning. Og það er heldur ekki nóg að þörfin á sveigjanleika sé staðfest í lögum og reglugerðum. Það hefur ekki breytt því að enn þann dag í dag virðist það ríkjandi viðhorf innan skólakerfisins að bóknám sé best og allt annað sé einhverskonar óæðri menntun. Brottfall nemenda úr framhaldsskóla á Íslandi jaðrar við heimsmet. Við því verður að sporna. Það verður ekki gert með gamaldags ráðum eins og því einu að stytta nám til stúdentsprófs. Við þurfum að búa til raunhæfar námsleiðir fyrir þá sem búa yfir öðrum hæfileikum en skólakerfinu þóknast. Námsleiðir sem skila þessum einstaklingum raunverulegum réttindum þegar grunn- og framhaldsnámi lýkur. Við getum ekki haldið áfram að henda hæfileikum þeirra sem ekki eru góðir á bókina. Það er hrein og klár sóun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem Björt framtíð setur á oddinn er minni sóun. Þar er ekki aðeins horft til þess að fáar þjóðir henda jafn miklum mat og Íslendingar, heldur einnig annarskonar sóunar. Sóunar á tíma, peningum og hæfileikum. Ég hef starfað við stuðnings- og sérkennslu í grunnskóla s.l. átta ár og horft þar upp á mikla sóun. Séð marga hæfileikaríka krakka fara í gegnum skólakerfið án þess að vera metnir að verðleikum. Bara af því að hæfileikar þeirra eru einhverjir aðrir en að taka til láns, kunna lotukerfið, pýþagóras og vita hvað fem og halv fems þýðir. En í menntakerfinu er ekki bara verið að sóa hæfileikum þeirra nemenda sem ekki passa inn í „bóknámsboxið”. Fjöldinn allur af sérfræðingum; kennurum, sérkennurum, kennsluráðgjöfum o.s.frv. eyðir líka dýrmætum hæfileikum sínum og vinnustundum í að troða blessuðum börnunum inn í boxið sem þau augljóslega passa ekki inn í. Fyrstu árin er bisað við að fá þau til að taka til láns, jafnvel þótt reiknivélar séu allt í kring. Því næst hefst orðflokkagreiningin, þá leitin að frumlaginu og andlaginu og þannig koll af kolli. Er alveg nauðsynlegt að allir viti að þegar Jón meiddi Palla þá sé Jón frumlagið en Palli andlagið? Ég vil samt taka það fram að margt í íslensku menntakerfi er gott. Margir kennarar eru hugmyndaríkir og duglegir við að koma til móts við ólíka nemendur og gera þeim skólagönguna bærilegri. Vinna starf sitt af alúð og fagmennsku, við erfiðar aðstæður. En það er ekki nóg að kennarar sýni sveigjanleika og skilning. Og það er heldur ekki nóg að þörfin á sveigjanleika sé staðfest í lögum og reglugerðum. Það hefur ekki breytt því að enn þann dag í dag virðist það ríkjandi viðhorf innan skólakerfisins að bóknám sé best og allt annað sé einhverskonar óæðri menntun. Brottfall nemenda úr framhaldsskóla á Íslandi jaðrar við heimsmet. Við því verður að sporna. Það verður ekki gert með gamaldags ráðum eins og því einu að stytta nám til stúdentsprófs. Við þurfum að búa til raunhæfar námsleiðir fyrir þá sem búa yfir öðrum hæfileikum en skólakerfinu þóknast. Námsleiðir sem skila þessum einstaklingum raunverulegum réttindum þegar grunn- og framhaldsnámi lýkur. Við getum ekki haldið áfram að henda hæfileikum þeirra sem ekki eru góðir á bókina. Það er hrein og klár sóun.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar