Er ein skoðun betri en gott starf? Guðbjörg Vilhjálmsdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Við Íslendingar getum verið stolt af okkar þjóðfélagi í dag. Það hefur tekist að snúa algjöru efnahagshruni þannig að leiðin fram undan er greið og öll getum við vænst betri stöðu í framtíðinni. Þeir sem e.t.v. brutu lög við sínar fjármála–hundakúnstir eru fyrir rétti, rituð hefur verið rannsóknarskýrsla um það sem fór úrskeiðis, atvinnuleysi er nú með því lægsta sem gerist (4,7%) en var 9,3% í upphafi kjörtímabilsins, útflutningsiðnaður dafnar, ferðaþjónustan sömuleiðis og nýsköpunargreinar. Fjárlagahalli og verðbólga hafa minnkað gríðarlega. Framfarir hafa orðið í jafnréttismálum á kjörtímabilinu, ráðuneytum fækkað, sköpuð stefna í umhverfismálum og þannig var haldið á Icesave-málinu að það tókst að sigla því í heila höfn. Framlag Sigmundar Davíðs þar var að hann hafði eina skoðun á því máli og skipti aldrei um skoðun. Hann framkvæmdi ekki neitt. Það var forseti vor sem skóp farveginn fyrir nei-ara og svo ríkisstjórnin sem vann skörulega að málflutningi fyrir EFTA-dómstóli. Fyrir sína einu skoðun uppsker Sigmundur Davíð nú mikið, því hann getur nú selt fólki þá ímynd að hann geti með staðfastri skoðun samið við útlenda eigendur bankanna um að þeir skilji hér eftir peninga sem verður hægt að ráðstafa til þess að lækka húsnæðisskuldir. Getur Sigmundur Davíð gert það? Við verðum að trúa því, eins og því að Jesús hafi breytt vatni í vín. En hver var það sem skapaði samningsstöðuna? Jú það var lagasetning nr. 17/2012 sem ríkisstjórnin stóð að. Framsóknarflokkurinn studdi þá lagasetningu ekki og Sjálfstæðisflokkurinn var á móti. Við vitum að Sigmundur Davíð getur haft staðfasta skoðun þegar kemur að peningum útlendinga. En hvað getur hann framkvæmt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Sjá meira
Við Íslendingar getum verið stolt af okkar þjóðfélagi í dag. Það hefur tekist að snúa algjöru efnahagshruni þannig að leiðin fram undan er greið og öll getum við vænst betri stöðu í framtíðinni. Þeir sem e.t.v. brutu lög við sínar fjármála–hundakúnstir eru fyrir rétti, rituð hefur verið rannsóknarskýrsla um það sem fór úrskeiðis, atvinnuleysi er nú með því lægsta sem gerist (4,7%) en var 9,3% í upphafi kjörtímabilsins, útflutningsiðnaður dafnar, ferðaþjónustan sömuleiðis og nýsköpunargreinar. Fjárlagahalli og verðbólga hafa minnkað gríðarlega. Framfarir hafa orðið í jafnréttismálum á kjörtímabilinu, ráðuneytum fækkað, sköpuð stefna í umhverfismálum og þannig var haldið á Icesave-málinu að það tókst að sigla því í heila höfn. Framlag Sigmundar Davíðs þar var að hann hafði eina skoðun á því máli og skipti aldrei um skoðun. Hann framkvæmdi ekki neitt. Það var forseti vor sem skóp farveginn fyrir nei-ara og svo ríkisstjórnin sem vann skörulega að málflutningi fyrir EFTA-dómstóli. Fyrir sína einu skoðun uppsker Sigmundur Davíð nú mikið, því hann getur nú selt fólki þá ímynd að hann geti með staðfastri skoðun samið við útlenda eigendur bankanna um að þeir skilji hér eftir peninga sem verður hægt að ráðstafa til þess að lækka húsnæðisskuldir. Getur Sigmundur Davíð gert það? Við verðum að trúa því, eins og því að Jesús hafi breytt vatni í vín. En hver var það sem skapaði samningsstöðuna? Jú það var lagasetning nr. 17/2012 sem ríkisstjórnin stóð að. Framsóknarflokkurinn studdi þá lagasetningu ekki og Sjálfstæðisflokkurinn var á móti. Við vitum að Sigmundur Davíð getur haft staðfasta skoðun þegar kemur að peningum útlendinga. En hvað getur hann framkvæmt?
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar