Ég kem af hökkurum! Þórgnýr Thoroddsen skrifar 26. apríl 2013 06:00 Í hverri fjölskyldu er þúsundþjalasmiður af einhverjum toga. Það eru pabbi og mamma sem smíða, prjóna og elda eins og þau hafi ekkert annað gert, systkinið sem getur gert við allar vélar og jafnaldrinn sem sér til þess að allar tölvur séu í standi hjá öllum. Þetta er fólkið sem lætur ekki kenna sér hlutina, þetta er fólkið sem lærir hlutina. Í dag eru nokkur tískuorð til yfir svona fólk enda hugtakið þúsundþjalasmiður vísast nokkuð úr sér gengið og ekki nægilega yfirgripsmikið. Á ensku hefur orðið „Maker“ fengið nokkuð fylgi og sömuleiðis hugtakið „Hacker“, eða hakkari sem hefur þó fengið miður neikvæða hliðarmerkingu. Þekkt er að hugtakið var í reynd notað meðal radíóamatöra á sjötta áratug síðustu aldar yfir þá sem nutu þess að skilja hvernig græjurnar virkuðu, gerðu sér það til leiks að „hakka“ til þess að bæta tólin eða fundu nýjar og betri leiðir. Snillingarnir í Mythbusters þáttunum eru skólabókarhakkarar samkvæmt þessari skilgreiningu. Píratar eru hakkarar því þeir beita sameiginlegum þekkingarþorsta sínum til að búa til nýjar leiðir til að vinna að verkefnum komandi kjörtímabils. Við erum tilbúin til að vinna með öllum sem nenna að hakka stjórnkerfið með okkur. Gerum þetta betra saman! Ég er hakkari líka því að ég er mannlegur. Ég geri mistök. Ég vil bæta mig og ég vil bæta samfélagið mitt.x.piratar.is er fyrsta hakkið af fjöldamörgum sem munu breyta Íslandi. Á þessu kerfi gefst öllum tækifæri til að taka þátt í stjórnsýslu landsins. Vertu með. Vertu hakkari! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í hverri fjölskyldu er þúsundþjalasmiður af einhverjum toga. Það eru pabbi og mamma sem smíða, prjóna og elda eins og þau hafi ekkert annað gert, systkinið sem getur gert við allar vélar og jafnaldrinn sem sér til þess að allar tölvur séu í standi hjá öllum. Þetta er fólkið sem lætur ekki kenna sér hlutina, þetta er fólkið sem lærir hlutina. Í dag eru nokkur tískuorð til yfir svona fólk enda hugtakið þúsundþjalasmiður vísast nokkuð úr sér gengið og ekki nægilega yfirgripsmikið. Á ensku hefur orðið „Maker“ fengið nokkuð fylgi og sömuleiðis hugtakið „Hacker“, eða hakkari sem hefur þó fengið miður neikvæða hliðarmerkingu. Þekkt er að hugtakið var í reynd notað meðal radíóamatöra á sjötta áratug síðustu aldar yfir þá sem nutu þess að skilja hvernig græjurnar virkuðu, gerðu sér það til leiks að „hakka“ til þess að bæta tólin eða fundu nýjar og betri leiðir. Snillingarnir í Mythbusters þáttunum eru skólabókarhakkarar samkvæmt þessari skilgreiningu. Píratar eru hakkarar því þeir beita sameiginlegum þekkingarþorsta sínum til að búa til nýjar leiðir til að vinna að verkefnum komandi kjörtímabils. Við erum tilbúin til að vinna með öllum sem nenna að hakka stjórnkerfið með okkur. Gerum þetta betra saman! Ég er hakkari líka því að ég er mannlegur. Ég geri mistök. Ég vil bæta mig og ég vil bæta samfélagið mitt.x.piratar.is er fyrsta hakkið af fjöldamörgum sem munu breyta Íslandi. Á þessu kerfi gefst öllum tækifæri til að taka þátt í stjórnsýslu landsins. Vertu með. Vertu hakkari!
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar