Hvað ætlarðu að gera við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? Bolli Héðinsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Með lögum um gjaldeyrismál sem sett voru fyrir réttu ári skóp núverandi ríkisstjórn þá samningsstöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum föllnu viðskiptabankanna sem þjóðin nýtur nú í dag og allir stjórnmálaflokkar ætla sér að nýta á næsta kjörtímabili. Umræðan í samfélaginu minnir aftur á móti mest á bollaleggingar um hvernig eigi að ráðstafa stórum happdrættisvinningi eða þann ágæta leik sem kenndur er við frúna í Hamborg. Að vísu er kálið ekki sopið, en þegar tekst að semja við kröfuhafana, hvað á þá að gera við peningana? Verða það jafn margir milljarðar og þeir sem mestu lofa segja okkur? Er þeim örugglega best varið með því að lækka skuldir allra sem skulduðu árið 2008? Eða væri þeim betur varið í að reka sjúkrahúsin á Ísafirði, Sauðárkróki, Húsavík, Neskaupstað og Vestmannaeyjum eða til að hækka bætur til öryrkja og einstæðra foreldra?Þreföldun barna- og vaxtabóta? Eins og málinu hefur verið stillt upp er eins og að sjálfsagt og eðlilegt sé að fjármununum verði varið í almenna skuldalækkun. Hvers vegna er þeim best varið svo? Er eitthvert vit í því að lækka skuldir moldríkra einstaklinga bara af því að þeir skulduðu árið 2008? Jafnvel þó svo skuldir allra skuldara verði lækkaðar um 10% verður þá ekki stór hópur áfram í vandræðum? Hvernig á að hjálpa þeim? Þarf ekki að láta sem mest renna til þeirra sem mest þurfa á skuldalækkunum að halda? Í óðagoti þeirra sem vilja skilyrðislausa skuldalækkun allra, jafnt þeirra sem hennar þurfa með og þeirra sem þurfa ekki á henni að halda, þá hefur algjörlega skort málefnalega umræðu um hvað kemur fólki best. Hvort það komi þeim ekki betur, sem eru í verulegum vandræðum, að fá hærri vaxtabætur og hærri barnabætur? Þær leiðir eru mun líklegri til að tryggja að fjármunirnir renni til þeirra sem þurfa mest á þeim að halda og fleiri losni úr skuldaklafanum.Húseignir hækka í verði Forsendubresturinn (gengis- og vísitöluhækkunin) sem varð þegar lánin hækkuðu, mun með tíð og tíma leiða til þess að húseignirnar sem lánin hvíla á, hækka í verði. Þær munu einfaldlega hækka í verði vegna þeirrar verðbólgu sem forsendubresturinn olli. Þetta gerist ekki strax og það gerist ekki jafnt yfir línuna. Spurningin sem við hljótum þá að spyrja okkur er, eiga allir þeir einstaklingar sem fengu lánin sín lækkuð um 10% einnig að fá að njóta verðhækkunarinnar á húsnæðinu, af völdum sama forsendubrests, þegar þeir selja það? Og svo það sem flestir forðast að tala um, hvernig á að koma í veg fyrir að svona gerist aftur? Þurfum við að búast við að svona ríði yfir með reglulegu millibili? Meðan gjaldmiðillinn er króna, hvort sem hún er verðtryggð eða óverðtryggð, þá er eins líklegt að hamfarir með álíka forsendubresti og urðu 2008 hvolfist yfir okkur með reglubundnum hætti í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Með lögum um gjaldeyrismál sem sett voru fyrir réttu ári skóp núverandi ríkisstjórn þá samningsstöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum föllnu viðskiptabankanna sem þjóðin nýtur nú í dag og allir stjórnmálaflokkar ætla sér að nýta á næsta kjörtímabili. Umræðan í samfélaginu minnir aftur á móti mest á bollaleggingar um hvernig eigi að ráðstafa stórum happdrættisvinningi eða þann ágæta leik sem kenndur er við frúna í Hamborg. Að vísu er kálið ekki sopið, en þegar tekst að semja við kröfuhafana, hvað á þá að gera við peningana? Verða það jafn margir milljarðar og þeir sem mestu lofa segja okkur? Er þeim örugglega best varið með því að lækka skuldir allra sem skulduðu árið 2008? Eða væri þeim betur varið í að reka sjúkrahúsin á Ísafirði, Sauðárkróki, Húsavík, Neskaupstað og Vestmannaeyjum eða til að hækka bætur til öryrkja og einstæðra foreldra?Þreföldun barna- og vaxtabóta? Eins og málinu hefur verið stillt upp er eins og að sjálfsagt og eðlilegt sé að fjármununum verði varið í almenna skuldalækkun. Hvers vegna er þeim best varið svo? Er eitthvert vit í því að lækka skuldir moldríkra einstaklinga bara af því að þeir skulduðu árið 2008? Jafnvel þó svo skuldir allra skuldara verði lækkaðar um 10% verður þá ekki stór hópur áfram í vandræðum? Hvernig á að hjálpa þeim? Þarf ekki að láta sem mest renna til þeirra sem mest þurfa á skuldalækkunum að halda? Í óðagoti þeirra sem vilja skilyrðislausa skuldalækkun allra, jafnt þeirra sem hennar þurfa með og þeirra sem þurfa ekki á henni að halda, þá hefur algjörlega skort málefnalega umræðu um hvað kemur fólki best. Hvort það komi þeim ekki betur, sem eru í verulegum vandræðum, að fá hærri vaxtabætur og hærri barnabætur? Þær leiðir eru mun líklegri til að tryggja að fjármunirnir renni til þeirra sem þurfa mest á þeim að halda og fleiri losni úr skuldaklafanum.Húseignir hækka í verði Forsendubresturinn (gengis- og vísitöluhækkunin) sem varð þegar lánin hækkuðu, mun með tíð og tíma leiða til þess að húseignirnar sem lánin hvíla á, hækka í verði. Þær munu einfaldlega hækka í verði vegna þeirrar verðbólgu sem forsendubresturinn olli. Þetta gerist ekki strax og það gerist ekki jafnt yfir línuna. Spurningin sem við hljótum þá að spyrja okkur er, eiga allir þeir einstaklingar sem fengu lánin sín lækkuð um 10% einnig að fá að njóta verðhækkunarinnar á húsnæðinu, af völdum sama forsendubrests, þegar þeir selja það? Og svo það sem flestir forðast að tala um, hvernig á að koma í veg fyrir að svona gerist aftur? Þurfum við að búast við að svona ríði yfir með reglulegu millibili? Meðan gjaldmiðillinn er króna, hvort sem hún er verðtryggð eða óverðtryggð, þá er eins líklegt að hamfarir með álíka forsendubresti og urðu 2008 hvolfist yfir okkur með reglubundnum hætti í framtíðinni.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun