"Fjórflokkurinn“ er ekki til Þorvaldur Örn Árnason skrifar 24. apríl 2013 06:00 Allt tal um „fjórflokk“ er á misskilningi byggt. Hugtakið fjórflokkur gefur í skyn að fjórir flokkar, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri græn, eigi svo margt sameiginlegt umfram aðra flokka að hægt sé að tala um þá sem einn flokk. Stöku sinnum verða þessir fjórir flokkar sammála um eitthvað, en það eru undantekningar. Vilmundur Gylfason fann upp á því að spyrða andstæðinga sína saman með hugtakinu „Fjórflokkur“. Það var árið 1982 þegar hann klauf sig út úr Alþýðuflokknum og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna og þurfti að réttlæta þá aðgerð. Allar götur síðan étur hver þetta upp eftir öðrum, hugsunarlaust. Hafi Fjórflokkurinn, sem Vilmundur talaði um, einhvern tíma verið til þá er hann það ekki til lengur. Hann riðlaðist rúmum áratug síðar. Samfylkingin varð til við sameiningu Alþýðuflokks, Þjóðvaka, Kvennalista og Alþýðubandalags laust fyrir aldamótin 2000 og þar með varð „fjórflokkurinn“ þríflokkur. Um svipað leyti varð VG til sem nýr flokkur, aðallega myndaður úr tveimur straumum: Annars vegar róttækum Alþýðubandalagsmönnum sem sögðu sig úr Alþýðubandalaginu, m.a. þrír alþingismenn. Þeir töldu sig ekki eiga heima með krötunum og gátu ekki unað þjónkun þeirra við Bandaríkjaher og NATO og daður við Evrópubandalagið. Hinn straumurinn var óflokksbundið fólk, fyrst og fremst umhverfisverndarsinnar, sem höfðu fram að því skort pólitískan vettvang, (ég var í þeim stóra hópi og gekk aldrei í Alþýðubandalagið) og einnig feministum. Það tók nokkur ár að samlaga þessa tvo strauma innan hreyfingarinnar. Vinstrihreyfingin – grænt framboð var þannig alveg ný blanda og býsna ólík himum þremur flokkunum. Hún var nýsköpun í íslenskri pólitík. Vinstri græn skáru sig mjög úr öðrum á þingi (enda sögð á móti öllu), allar götu þar til flokkurinn samdi við Samfylkinguna um að mynda ríkisstjórn 2008. Því má bæta við að eignir Alþýðubandalagsins gengu (eðlilega) til Samfylkingarinnar, m.a. húseignir víða um land. VG var í byrjun blásnauður flokkur af veraldlegum eigum og á enn í dag miklu minni eignir en hinir þrír flokkarnir. Eitt nýmæli Vinstri grænna var að hafa bókhaldið opið, alveg frá byrjun, og beita sér síðar fyrir löggjöf sem skyldaði aðra flokka til að opna bókhaldið og takmarka einstaka styrki. Við áðurnefnda sameiningu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags varð “Fjórflokkur” Vilmundar að þríflokki og hefur verið svo síðan. Í stað „Þríflokks“ er hægt að tala um „Hrunflokkana þrjá“. Þesir þrír flokkar lögðu allir sinn skerf að hruninu mikla með einkavæðingu, veikingu eftirlits (m.a. leyfa veðsetningu alfaheimilda) og taumlausri frjálshyggju. Lengi vel naut Sjálfstæðisflokkurinn aðstoðar Framsóknarflokksins við hrunsmíðina, en 2007 tók Samfylkingin við af Framsókn og fullkomnaði verkið með Sjálfstæðisflokknum. Vinstri græn börðust allan tíman kröftuglega á móti öllu því sem leiddi til hrunsins, voru rödd hrópandans í eyðimörkinni. Fjórflokkur er bara vinsæl merkingarlaus tugga. Bara froða. Leitt að margir mætir menn skuli í hugsunarleysi taka það sér í munn og láta það renna úr sínum penna. Nú er mál að láta af þeim ósið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Allt tal um „fjórflokk“ er á misskilningi byggt. Hugtakið fjórflokkur gefur í skyn að fjórir flokkar, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri græn, eigi svo margt sameiginlegt umfram aðra flokka að hægt sé að tala um þá sem einn flokk. Stöku sinnum verða þessir fjórir flokkar sammála um eitthvað, en það eru undantekningar. Vilmundur Gylfason fann upp á því að spyrða andstæðinga sína saman með hugtakinu „Fjórflokkur“. Það var árið 1982 þegar hann klauf sig út úr Alþýðuflokknum og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna og þurfti að réttlæta þá aðgerð. Allar götur síðan étur hver þetta upp eftir öðrum, hugsunarlaust. Hafi Fjórflokkurinn, sem Vilmundur talaði um, einhvern tíma verið til þá er hann það ekki til lengur. Hann riðlaðist rúmum áratug síðar. Samfylkingin varð til við sameiningu Alþýðuflokks, Þjóðvaka, Kvennalista og Alþýðubandalags laust fyrir aldamótin 2000 og þar með varð „fjórflokkurinn“ þríflokkur. Um svipað leyti varð VG til sem nýr flokkur, aðallega myndaður úr tveimur straumum: Annars vegar róttækum Alþýðubandalagsmönnum sem sögðu sig úr Alþýðubandalaginu, m.a. þrír alþingismenn. Þeir töldu sig ekki eiga heima með krötunum og gátu ekki unað þjónkun þeirra við Bandaríkjaher og NATO og daður við Evrópubandalagið. Hinn straumurinn var óflokksbundið fólk, fyrst og fremst umhverfisverndarsinnar, sem höfðu fram að því skort pólitískan vettvang, (ég var í þeim stóra hópi og gekk aldrei í Alþýðubandalagið) og einnig feministum. Það tók nokkur ár að samlaga þessa tvo strauma innan hreyfingarinnar. Vinstrihreyfingin – grænt framboð var þannig alveg ný blanda og býsna ólík himum þremur flokkunum. Hún var nýsköpun í íslenskri pólitík. Vinstri græn skáru sig mjög úr öðrum á þingi (enda sögð á móti öllu), allar götu þar til flokkurinn samdi við Samfylkinguna um að mynda ríkisstjórn 2008. Því má bæta við að eignir Alþýðubandalagsins gengu (eðlilega) til Samfylkingarinnar, m.a. húseignir víða um land. VG var í byrjun blásnauður flokkur af veraldlegum eigum og á enn í dag miklu minni eignir en hinir þrír flokkarnir. Eitt nýmæli Vinstri grænna var að hafa bókhaldið opið, alveg frá byrjun, og beita sér síðar fyrir löggjöf sem skyldaði aðra flokka til að opna bókhaldið og takmarka einstaka styrki. Við áðurnefnda sameiningu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags varð “Fjórflokkur” Vilmundar að þríflokki og hefur verið svo síðan. Í stað „Þríflokks“ er hægt að tala um „Hrunflokkana þrjá“. Þesir þrír flokkar lögðu allir sinn skerf að hruninu mikla með einkavæðingu, veikingu eftirlits (m.a. leyfa veðsetningu alfaheimilda) og taumlausri frjálshyggju. Lengi vel naut Sjálfstæðisflokkurinn aðstoðar Framsóknarflokksins við hrunsmíðina, en 2007 tók Samfylkingin við af Framsókn og fullkomnaði verkið með Sjálfstæðisflokknum. Vinstri græn börðust allan tíman kröftuglega á móti öllu því sem leiddi til hrunsins, voru rödd hrópandans í eyðimörkinni. Fjórflokkur er bara vinsæl merkingarlaus tugga. Bara froða. Leitt að margir mætir menn skuli í hugsunarleysi taka það sér í munn og láta það renna úr sínum penna. Nú er mál að láta af þeim ósið.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar