Sóknarfæri í samskiptum við Kína Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2013 06:00 Í opinberri heimsókn minni til Kína var undirritaður fríverslunarsamningur Íslands og Kína. Samningurinn er fyrsti fríverslunarsamningur sem Kína gerir við Evrópuríki. Hann færir íslenskum fyrirtækjum aukin tækifæri, enda voru hátt á fjórða tug fulltrúa íslenskra fyrirtækja með í förinni. Nokkrir þeirra gengu frá viðskiptasamningum, m.a. fyrir hönd Arion banka, Marorku, Orku Energy, Promens og Össurar. Samningurinn er líklegur til þess að blása lífi í viðskipti milli risaveldisins og eyþjóðarinnar. Ríkisstjórnin sýnir í verki að hún horfir vítt yfir sviðið í þágu atvinnulífsins og fyrirtækjanna í landinu, ekki aðeins til Evrópu eins og margir halda fram. Hún leitar sífellt leiða til að auka tekjur og bæta kjör þjóðarinnar. Ferðin hingað til Kína er líka ánægjulegt framhald heimsóknar forsætisráðherra Kína til Íslands fyrir tæpu ári þegar undirritaður var meðal annars rammasamningur ríkisstjórna Íslands og Kína um norðurslóðasamstarf. Og nú gefum við fyrirheit um aukið samstarf þjóðanna á ýmsum sviðum. Í því sambandi má nefna að fríverslunarsamningurinn greiðir ekki aðeins fyrir vöruviðskiptum heldur einnig fyrir þjónustuviðskiptum milli ríkjanna. Jarðhitasamstarf Kína og Íslands hefur fyrir löngu náð fótfestu en það snýst einmitt um þjónustuviðskipti, svo sem ráðgjöf um vinnslu og nýtingu jarðhita. Kínverjar nýta jarðhita sinn æ betur. Í samvinnu við íslensk fyrirtæki og íslenska sérfræðinga hafa þeir nú reist stærstu hitaveitu í heimi sem byggð er á grundvelli íslenskrar sérþekkingar. Samningurinn nær einnig til þróunarsamvinnu ríkjanna. Frá upphafi hafa um 80 Kínverjar útskrifast frá jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem starfræktur er hér á landi, og er það jafnframt fjölmennasti hópurinn.Aukið samstarf og virðing Mér er það mikið kappsmál að framfylgt sé þeim hugsjónum sem mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna og viðeigandi alþjóðlegir mannréttindasáttmálar kveða á um. Það er því mikilvægt að í sameiginlegri yfirlýsingu minni og Li Keqiangs, forsætisráðherra Kína, er fært til bókar að ætlun ríkjanna sé að efla og vernda mannréttindi með virkum hætti. Í viðræðum mínum við leiðtoga Kína um mannréttindamál og alþjóðlegar skuldbindingar lýsti ég sérstakri ánægju með aukið samstarf ríkjanna á sviði jafnréttismála, sem komst á eftir heimsókn fyrrverandi forsætisráðherra Kína til Íslands á síðasta ári. Það er reyndar í samræmi við viljayfirlýsingu velferðarráðuneytis Íslands og Kvennamálasamtaka Kína (All-China Women"s Federation of the People‘s Republic of China), en hún var undirrituð að lokinni þeirri heimsókn. Eftir fund minn með Li Kequiang forsætisráðherra síðastliðinn mánudag sammæltumst við um það í sérstakri yfirlýsingu að stuðla að enn frekari samskiptum og hagnýtu samstarfi um málefni norðurskautssvæðisins og viðfangsefni sem varða hafið, jarðvarma, jarðvísindi, umhverfisvernd og loftlagsbreytingar. Þetta verður gert á grundvelli rammasamningsins milli ríkisstjórnar Íslands og Kína um samstarf á norðurslóðum. Við áréttuðum stuðning okkar við umsókn Kína um áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og ég veit að kínverskir leiðtogar eru þakklátir fyrir þann stuðning.Vinnuvernd og vinnuréttur Á svipaðan hátt og unnið hefur verið að jafnréttismálunum verður á næstunni unnið að vinnuverndar- og vinnuréttarmálum samhliða fríverslunarsamningnum sem borinn verður undir Alþingi næsta haust. Taka má fram að samningurinn breytir engu um aðgang kínversks vinnuafls að íslenskum vinnumarkaði. Hann breytir heldur engu um lög og reglur um fjárfestingar í íslenskum eignum. Við ætlum líka að auka samvinnu um menningarmál og ferðamál, svo nokkuð sé nefnt til viðbótar því sem að framan greinir. Tvíhliða samstarf á öllum þessum sviðum gefur tækifæri til stóraukinna samskipta og viðskipta okkar við Kína. Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum þeim sem unnið hafa gott og mikið starf að gerð fríverslunarsamnings milli Íslands og Kína á undanförnum misserum. Um hann hefur ríkt full pólitísk samstaða og allir flokkar hafa komið að gerð hans á síðustu árum. Það er trú mín og von að fríverslunarsamningurinn skapi ný tækifæri og bæti hag þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í opinberri heimsókn minni til Kína var undirritaður fríverslunarsamningur Íslands og Kína. Samningurinn er fyrsti fríverslunarsamningur sem Kína gerir við Evrópuríki. Hann færir íslenskum fyrirtækjum aukin tækifæri, enda voru hátt á fjórða tug fulltrúa íslenskra fyrirtækja með í förinni. Nokkrir þeirra gengu frá viðskiptasamningum, m.a. fyrir hönd Arion banka, Marorku, Orku Energy, Promens og Össurar. Samningurinn er líklegur til þess að blása lífi í viðskipti milli risaveldisins og eyþjóðarinnar. Ríkisstjórnin sýnir í verki að hún horfir vítt yfir sviðið í þágu atvinnulífsins og fyrirtækjanna í landinu, ekki aðeins til Evrópu eins og margir halda fram. Hún leitar sífellt leiða til að auka tekjur og bæta kjör þjóðarinnar. Ferðin hingað til Kína er líka ánægjulegt framhald heimsóknar forsætisráðherra Kína til Íslands fyrir tæpu ári þegar undirritaður var meðal annars rammasamningur ríkisstjórna Íslands og Kína um norðurslóðasamstarf. Og nú gefum við fyrirheit um aukið samstarf þjóðanna á ýmsum sviðum. Í því sambandi má nefna að fríverslunarsamningurinn greiðir ekki aðeins fyrir vöruviðskiptum heldur einnig fyrir þjónustuviðskiptum milli ríkjanna. Jarðhitasamstarf Kína og Íslands hefur fyrir löngu náð fótfestu en það snýst einmitt um þjónustuviðskipti, svo sem ráðgjöf um vinnslu og nýtingu jarðhita. Kínverjar nýta jarðhita sinn æ betur. Í samvinnu við íslensk fyrirtæki og íslenska sérfræðinga hafa þeir nú reist stærstu hitaveitu í heimi sem byggð er á grundvelli íslenskrar sérþekkingar. Samningurinn nær einnig til þróunarsamvinnu ríkjanna. Frá upphafi hafa um 80 Kínverjar útskrifast frá jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem starfræktur er hér á landi, og er það jafnframt fjölmennasti hópurinn.Aukið samstarf og virðing Mér er það mikið kappsmál að framfylgt sé þeim hugsjónum sem mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna og viðeigandi alþjóðlegir mannréttindasáttmálar kveða á um. Það er því mikilvægt að í sameiginlegri yfirlýsingu minni og Li Keqiangs, forsætisráðherra Kína, er fært til bókar að ætlun ríkjanna sé að efla og vernda mannréttindi með virkum hætti. Í viðræðum mínum við leiðtoga Kína um mannréttindamál og alþjóðlegar skuldbindingar lýsti ég sérstakri ánægju með aukið samstarf ríkjanna á sviði jafnréttismála, sem komst á eftir heimsókn fyrrverandi forsætisráðherra Kína til Íslands á síðasta ári. Það er reyndar í samræmi við viljayfirlýsingu velferðarráðuneytis Íslands og Kvennamálasamtaka Kína (All-China Women"s Federation of the People‘s Republic of China), en hún var undirrituð að lokinni þeirri heimsókn. Eftir fund minn með Li Kequiang forsætisráðherra síðastliðinn mánudag sammæltumst við um það í sérstakri yfirlýsingu að stuðla að enn frekari samskiptum og hagnýtu samstarfi um málefni norðurskautssvæðisins og viðfangsefni sem varða hafið, jarðvarma, jarðvísindi, umhverfisvernd og loftlagsbreytingar. Þetta verður gert á grundvelli rammasamningsins milli ríkisstjórnar Íslands og Kína um samstarf á norðurslóðum. Við áréttuðum stuðning okkar við umsókn Kína um áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og ég veit að kínverskir leiðtogar eru þakklátir fyrir þann stuðning.Vinnuvernd og vinnuréttur Á svipaðan hátt og unnið hefur verið að jafnréttismálunum verður á næstunni unnið að vinnuverndar- og vinnuréttarmálum samhliða fríverslunarsamningnum sem borinn verður undir Alþingi næsta haust. Taka má fram að samningurinn breytir engu um aðgang kínversks vinnuafls að íslenskum vinnumarkaði. Hann breytir heldur engu um lög og reglur um fjárfestingar í íslenskum eignum. Við ætlum líka að auka samvinnu um menningarmál og ferðamál, svo nokkuð sé nefnt til viðbótar því sem að framan greinir. Tvíhliða samstarf á öllum þessum sviðum gefur tækifæri til stóraukinna samskipta og viðskipta okkar við Kína. Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum þeim sem unnið hafa gott og mikið starf að gerð fríverslunarsamnings milli Íslands og Kína á undanförnum misserum. Um hann hefur ríkt full pólitísk samstaða og allir flokkar hafa komið að gerð hans á síðustu árum. Það er trú mín og von að fríverslunarsamningurinn skapi ný tækifæri og bæti hag þjóðarinnar.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun