Glæta fremur en von Þorsteinn Pálsson skrifar 13. apríl 2013 07:00 Athyglisvert framlag til umræðunnar um viðreisn þjóðarbúsins birtist á forsíðu þessa blaðs í vikunni. Þar sagði forseti ASÍ að stöðugur gjaldmiðill væri forsenda þess að verkalýðshreyfingin og ný ríkisstjórn gætu átt samleið. Á sama vettvangi sagði framkvæmdastjóri SA að skoða ætti hvort unnt væri að taka upp fastgengisstefnu á ný. Það sýnir ábyrga hugsun að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ítrekað lýst því á undanförnum vikum að umgjörð þeirra efnahagsráðstafana sem flokkur hans hyggst beita sér fyrir sé sátt við aðila vinnumarkaðarins. Nokkrir aðrir stjórnmálaleiðtogar hafa látið svipuð orð falla. Frumkvæðið að þessari umræðu hefur ekki fangað athygli fjölmiðla fyrr en Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum talsmanna vinnumarkaðarins. Segja má að þetta sé eina viðleitnin til að beina efnahagsumræðunni inn á skynsamlegar brautir. Að því leyti er þetta fyrsta glætan í kosningabaráttunni. Von er sennilega of sterkt orð í þessu samhengi. Til þess hefur verðbólguhugsun Framsóknarflokksins verið of ráðandi í umræðunni. Eigi að síður er ástæða til að gefa þessari glætu gaum. Þríhliða samkomulag ríkisvaldsins, launþega og atvinnurekenda er gagnslítið nema því sé gefið efnislegt innihald sem máli skiptir. Á þessu kjörtímabili hefur ekki verið ófriður á vinnumarkaði í þeim skilningi að verkföll hafi lamað verðmætasköpunina. Á hinn bóginn hefur ekki verið fyrir hendi samstaða um leiðir til að tryggja kaupmátt og stöðugleika. Það er rétt hjá forystumönnum samtaka launafólks og atvinnulífs að peningamálin eru lykillinn að þeim dyrum sem ljúka þarf upp til að ná megi samstöðu af þessu tagi.Traust Framsóknarflokkurinn er vissulega ímynd þeirrar verðbólguhugsunar sem líklegast verður ofan á í kosningunum. Engum dettur þó í hug að hann yrði Þrándur í Götu stöðugleikaráðstafana ef þrýstingur í þá veru yrði nægjanlega mikill. Fylgisaukning Framsóknarflokksins á að sjálfsögðu ekki rætur í ósk kjósenda um verðbólgu. Sagan kennir okkur að verðbólgan er jafnan afleiðing þess að ekki er til staðar traust og samstaða um raunhæfar leiðir. Og verðbólguhugsunin er alltaf borin fram undir merkjum göfugra fyrirheita. Eftir á iðrast svo bæði stjórnmálaforingjar og kjósendur eins og alkóhólisti sem fellur fyrir guðaveigum. En hver á að byggja upp traust um raunhæfar leiðir til stöðugleika og verðmætasköpunar eins og mál hafa skipast? Eðlilegast er að kalla eftir forystu af vettvangi stjórnmálanna. Í þau skipti sem þríhliða samkomulag hefur verið reynt, eins og 1986 og 1990, hefur frumkvæðið þó komið sameiginlega frá vinnumarkaðnum. Samtök launafólks og atvinnulífs hafa ekki stjórnskipulegt umboð þó að þau gegni mikilvægu hlutverki í lýðræðislegum stjórnarháttum landsins. Það gerir dæmið lítið eitt snúið. Veruleikinn er hins vegar sá að stjórnmálin eru of löskuð eftir hrunið og þetta kjörtímabil til þess að geta með góðu móti og nógu hratt endurvakið upp á eigin spýtur það traust sem raunhæfar lausnir byggja á. Möguleikinn á breiðri sátt um ábyrgar efnahagsráðstafanir er því undirorpinn samstöðu og frumkvæði samtaka á vinnumarkaðnum. Þau þurfa að nýta þá glætu sem er í stöðunni. Það er mikið í húfi og tíminn er dýrmætur.Stórt orð, stór ákvörðun Flestir líta svo á að upptök allra vandræða séu í hruninu. Það á þó ekki við um gjaldmiðilsvandræðin. Hrunið var að stórum hluta afleiðing þeirra. Upptök vandræðanna liggja í því að krónan ofreis langt umfram þau verðmæti sem þjóðin skapaði. Flest bendir til að því hafi ráðið veikleiki peningakerfisins fremur en veikleiki þeirra sem stjórnuðu kerfinu. En niðurstaðan er sú sama: Lífskjörin á árunum fyrir hrun voru fölsk. Menn geta ekki beitt raunhæfum viðreisnarráðum nema viðurkenna þá staðreynd. Nú er kominn fram mjór vísir að því bæði í pólitíkinni og á vinnumarkaðnum að það megi gerast. Tímasetningin skiptir öllu máli. Það er of seint að ætla að ræða þessa hluti með haustinu eins og aðilar vinnumarkaðarins áforma. Gangi allt sem horfir er hætt við að á nokkrum dögum í kjölfar kosninga verði samið um nýtt stjórnarsamstarf á forsendum verðbólguhugarfarsins hvort sem Framsóknarflokkurinn horfir til hægri eða vinstri. Þörfin á stöðugleika og samstöðu er svo brýn að ástæða er fyrir hverja þá sem koma að myndun ríkisstjórnar að bjóða aðilum vinnumarkaðarins formlega aðild að henni. Til þess þarf að brjóta viðjar vanans. Það kallar á nýja hugsun bæði í pólitíkinni og á vinnumarkaðnum. Þjóðarsátt er stórt orð. Hún verður aðeins að veruleika með stórum ákvörðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Þorsteinn Pálsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Athyglisvert framlag til umræðunnar um viðreisn þjóðarbúsins birtist á forsíðu þessa blaðs í vikunni. Þar sagði forseti ASÍ að stöðugur gjaldmiðill væri forsenda þess að verkalýðshreyfingin og ný ríkisstjórn gætu átt samleið. Á sama vettvangi sagði framkvæmdastjóri SA að skoða ætti hvort unnt væri að taka upp fastgengisstefnu á ný. Það sýnir ábyrga hugsun að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ítrekað lýst því á undanförnum vikum að umgjörð þeirra efnahagsráðstafana sem flokkur hans hyggst beita sér fyrir sé sátt við aðila vinnumarkaðarins. Nokkrir aðrir stjórnmálaleiðtogar hafa látið svipuð orð falla. Frumkvæðið að þessari umræðu hefur ekki fangað athygli fjölmiðla fyrr en Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum talsmanna vinnumarkaðarins. Segja má að þetta sé eina viðleitnin til að beina efnahagsumræðunni inn á skynsamlegar brautir. Að því leyti er þetta fyrsta glætan í kosningabaráttunni. Von er sennilega of sterkt orð í þessu samhengi. Til þess hefur verðbólguhugsun Framsóknarflokksins verið of ráðandi í umræðunni. Eigi að síður er ástæða til að gefa þessari glætu gaum. Þríhliða samkomulag ríkisvaldsins, launþega og atvinnurekenda er gagnslítið nema því sé gefið efnislegt innihald sem máli skiptir. Á þessu kjörtímabili hefur ekki verið ófriður á vinnumarkaði í þeim skilningi að verkföll hafi lamað verðmætasköpunina. Á hinn bóginn hefur ekki verið fyrir hendi samstaða um leiðir til að tryggja kaupmátt og stöðugleika. Það er rétt hjá forystumönnum samtaka launafólks og atvinnulífs að peningamálin eru lykillinn að þeim dyrum sem ljúka þarf upp til að ná megi samstöðu af þessu tagi.Traust Framsóknarflokkurinn er vissulega ímynd þeirrar verðbólguhugsunar sem líklegast verður ofan á í kosningunum. Engum dettur þó í hug að hann yrði Þrándur í Götu stöðugleikaráðstafana ef þrýstingur í þá veru yrði nægjanlega mikill. Fylgisaukning Framsóknarflokksins á að sjálfsögðu ekki rætur í ósk kjósenda um verðbólgu. Sagan kennir okkur að verðbólgan er jafnan afleiðing þess að ekki er til staðar traust og samstaða um raunhæfar leiðir. Og verðbólguhugsunin er alltaf borin fram undir merkjum göfugra fyrirheita. Eftir á iðrast svo bæði stjórnmálaforingjar og kjósendur eins og alkóhólisti sem fellur fyrir guðaveigum. En hver á að byggja upp traust um raunhæfar leiðir til stöðugleika og verðmætasköpunar eins og mál hafa skipast? Eðlilegast er að kalla eftir forystu af vettvangi stjórnmálanna. Í þau skipti sem þríhliða samkomulag hefur verið reynt, eins og 1986 og 1990, hefur frumkvæðið þó komið sameiginlega frá vinnumarkaðnum. Samtök launafólks og atvinnulífs hafa ekki stjórnskipulegt umboð þó að þau gegni mikilvægu hlutverki í lýðræðislegum stjórnarháttum landsins. Það gerir dæmið lítið eitt snúið. Veruleikinn er hins vegar sá að stjórnmálin eru of löskuð eftir hrunið og þetta kjörtímabil til þess að geta með góðu móti og nógu hratt endurvakið upp á eigin spýtur það traust sem raunhæfar lausnir byggja á. Möguleikinn á breiðri sátt um ábyrgar efnahagsráðstafanir er því undirorpinn samstöðu og frumkvæði samtaka á vinnumarkaðnum. Þau þurfa að nýta þá glætu sem er í stöðunni. Það er mikið í húfi og tíminn er dýrmætur.Stórt orð, stór ákvörðun Flestir líta svo á að upptök allra vandræða séu í hruninu. Það á þó ekki við um gjaldmiðilsvandræðin. Hrunið var að stórum hluta afleiðing þeirra. Upptök vandræðanna liggja í því að krónan ofreis langt umfram þau verðmæti sem þjóðin skapaði. Flest bendir til að því hafi ráðið veikleiki peningakerfisins fremur en veikleiki þeirra sem stjórnuðu kerfinu. En niðurstaðan er sú sama: Lífskjörin á árunum fyrir hrun voru fölsk. Menn geta ekki beitt raunhæfum viðreisnarráðum nema viðurkenna þá staðreynd. Nú er kominn fram mjór vísir að því bæði í pólitíkinni og á vinnumarkaðnum að það megi gerast. Tímasetningin skiptir öllu máli. Það er of seint að ætla að ræða þessa hluti með haustinu eins og aðilar vinnumarkaðarins áforma. Gangi allt sem horfir er hætt við að á nokkrum dögum í kjölfar kosninga verði samið um nýtt stjórnarsamstarf á forsendum verðbólguhugarfarsins hvort sem Framsóknarflokkurinn horfir til hægri eða vinstri. Þörfin á stöðugleika og samstöðu er svo brýn að ástæða er fyrir hverja þá sem koma að myndun ríkisstjórnar að bjóða aðilum vinnumarkaðarins formlega aðild að henni. Til þess þarf að brjóta viðjar vanans. Það kallar á nýja hugsun bæði í pólitíkinni og á vinnumarkaðnum. Þjóðarsátt er stórt orð. Hún verður aðeins að veruleika með stórum ákvörðunum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar