Staðreyndir um skuldavanda heimila Konráð Guðjónsson skrifar 13. apríl 2013 07:00 Það er orðin viðurkennd hugmynd að heimili landsins séu öll svo þjökuð af skuldum eftir hrun að annað eins hafi ekki sést og nú sé því nauðsynlegt að ráðast í almennar niðurfærslur á húsnæðislánum heimilanna. Þetta á að gera í nafni réttlætis og svo að hér fari ekki allt í bál og brand. Undirritaður er, svo vægt sé til orða tekið, fullur efasemda. Getur verið að þetta sé rangt og þessi hugmynd hafi orðið til út af múgæsingi, gegndarlausum áróðri, minnisleysi og því sem kallast peningaglýja (e. money illusion)? Margir hrista eflaust hausinn yfir slíkum vangaveltum, sem er skiljanlegt. Við nánari skoðun kemur þó annað í ljós. 1. Heimasíða Hagstofu Íslands hefur að geyma ýmsar athyglisverðar tölur um fjárhag heimila frá 2004 (http://hagstofa.is/pages/2495). Þar kemur meðal annars eftirfarandi fram: - Hlutfall heimila í vanskilum vegna leigu eða lána árið 2004 var 9,4% sbr. 10,1% árið 2012. Með öðrum orðum var vandinn svipaður í góðæri, þegar kaupmáttur var þar að auki um 2% lægri en hann er í dag. Enginn talaði þá um slæmt ástand heimilanna og nauðsyn leiðréttingar. - Húsnæðiskostnaður á Íslandi, sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, virðist ekki vera langt frá því sem gengur og gerist í Evrópu og virðist ekki hafa hækkað frekar á Íslandi en annars staðar eftir hrun. Á árunum 2005-2010 hefur hann verið 16,4-18,7% sem er á bilinu 0,1-1,7% hærra en í Evrópusambandinu. - Þeir sem leigja hafa frá 2004 þurft að glíma við meira íþyngjandi húsnæðiskostnað (skilgreining Hagstofu: Ef 40% eða meira af ráðstöfunartekjum fara í húsnæðiskostnað) en þeir sem búa í eigin húsnæði. Árið 2011 var hlutfall heimila í þessari stöðu í leiguhúsnæði 16,4%, en 10% þeirra sem búa í eigin húsnæði. - Árið 2004 áttu 9,7% heimila mjög erfitt með að ná endum saman og 36,6% erfitt eða nokkuð erfitt með það. Árið 2012 voru þessar tölur nær þær sömu, eða 11,5% og 36,7%. Staðan 2004 og 2012 er því nánast sú sama. - Hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum meðalheimilis með húsnæðislán var 20,2% árið 2006, en 18,7% árið 2011. - Árið 2007 áttu 28,4% heimila erfitt með að ná endum saman og 29,8% gátu ekki mætt óvæntum útgjöldum, á toppi góðærisins. - Í tölum Hagstofunnar er ekkert sem bendir til þess að staða heimilanna fari versnandi. Í raun lítur út fyrir að hún fari batnandi, t.d. með því að færri áttu erfitt með að ná endum saman árið 2012 heldur en 2011. 2. Á vef Hagstofunnar eru einnig tölur um verðbólgu og launaþróun sem styðja þetta. Þær styðja líka þann grun að ein lykilástæða þessara hugmynda sé peningaglýja: - Verðlag hefur hækkað um 50,4% frá júlí 2007 til dagsins í dag, sem þýðir að verðtryggt lán, sem ekkert er greitt af, hefur hækkað um 50,4%. Á sama tíma hefur vísitala launa hækkað um 40,4%. Launaþróun hefur því að miklu leyti náð að bæta upp fyrir hækkun lánanna, þótt vissulega sé þarna munur. - Til útskýringar, þá væru skuldug heimili að öllu óbreyttu að greiða jafn hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum í afborganir og vexti af lánum sínum og 2007 ef laun og verðlag hefðu hækkað jafn mikið. 3. Mikið er talað um að vandinn sé forsendubrestur. - Fólk skrifar sjálfviljugt undir lánasamning þar sem skilmálarnir eru skýrir – það veit það að lánið mun fylgja verðlagi. Það er eina forsendan fyrir utan aðra skilmála svo að fullyrðingar eins og „hér varð forsendubrestur“ eru býsna máttlaus rök. - En þá er gjarnan sagt: „Fólk gerði ekki ráð fyrir svona mikilli verðbólgu.“ Stutta svarið er: Það var ekki skynsamlegt, þetta er Ísland. Verðbólgan árin 2008 og 2009 var um 12% hvort ár. Meðalverðbólga frá lýðveldisstofnun er hærri, eða um 15%. Þegar fólk tekur lán eða fjárfestir veit það að aðstæður geta breyst. Það kallast ekki forsendubrestur heldur óvissa og hún mun alltaf vera til staðar. - Það var líka forsendubrestur samkvæmt þessari skilgreiningu að hlutabréfamarkaðurinn hrundi. Enginn hefur kallað eftir almennri leiðréttingu vegna taps í hlutabréfaviðskiptum. 4. Að lokum vil ég benda á hversu mikið virðist vera búið að rugla með réttlætishugtakið í umræðunni. Ef ríkið getur framkvæmt almennar niðurfellingar, þá hefur það augljóslega fjármuni til þess og getur ráðið því hvernig þeim er ráðstafað. Nú vona margir að hægt verði að fá mikla fjármuni frá kröfuhöfum bankanna í almenna niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána, samt er ekkert sem segir að ráðstafa þurfi þeim fjármunum þannig. Þessir fjármunir gætu til dæmis nýst til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs og sparað þannig strax marga milljarða í vaxtagjöld. Það er eitthvað sem allir græða á – skuldarar, þeir sem leigja og komandi kynslóðir. Hvernig er þá sanngjarnt að hampa sérstaklega þeim sem tóku verðtryggð lán, á kostnað annarra borgara? Hvernig er það réttlætanlegt gagnvart komandi kynslóðum að nýta ekki tækifærið til að minnka byrðarnar á þeim? Hvernig er réttlætanlegt að veita þeim sem skulda mest, þ.e.a.s. þeir sem eru að öllu jöfnu efnaðastir, langstærstu aðstoðina? Ef það á að veita aðstoð í húsnæðismálum, hvernig er þá réttlætanlegt að hjálpa þeim sem búa í eigin húsnæði en ekki þeim sem leigja og virðast hafa það verra? Árið 2007 héldum við að við værum bestu bankamenn í heimi og fyrr á sama áratugi ætluðu allir að græða á Decode. Við trúðum því að fótanuddtæki væri algjör snilld og að hundurinn Lúkas hefði verið drepinn á hrottalegan hátt. Vissulega er staðan ekki góð – langt í frá. Drögum samt andann djúpt, hlustum ekki á órökstuddar upphrópanir og skoðum staðreyndirnar. Þegar það er gert blasir allt annar veruleiki við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðin viðurkennd hugmynd að heimili landsins séu öll svo þjökuð af skuldum eftir hrun að annað eins hafi ekki sést og nú sé því nauðsynlegt að ráðast í almennar niðurfærslur á húsnæðislánum heimilanna. Þetta á að gera í nafni réttlætis og svo að hér fari ekki allt í bál og brand. Undirritaður er, svo vægt sé til orða tekið, fullur efasemda. Getur verið að þetta sé rangt og þessi hugmynd hafi orðið til út af múgæsingi, gegndarlausum áróðri, minnisleysi og því sem kallast peningaglýja (e. money illusion)? Margir hrista eflaust hausinn yfir slíkum vangaveltum, sem er skiljanlegt. Við nánari skoðun kemur þó annað í ljós. 1. Heimasíða Hagstofu Íslands hefur að geyma ýmsar athyglisverðar tölur um fjárhag heimila frá 2004 (http://hagstofa.is/pages/2495). Þar kemur meðal annars eftirfarandi fram: - Hlutfall heimila í vanskilum vegna leigu eða lána árið 2004 var 9,4% sbr. 10,1% árið 2012. Með öðrum orðum var vandinn svipaður í góðæri, þegar kaupmáttur var þar að auki um 2% lægri en hann er í dag. Enginn talaði þá um slæmt ástand heimilanna og nauðsyn leiðréttingar. - Húsnæðiskostnaður á Íslandi, sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, virðist ekki vera langt frá því sem gengur og gerist í Evrópu og virðist ekki hafa hækkað frekar á Íslandi en annars staðar eftir hrun. Á árunum 2005-2010 hefur hann verið 16,4-18,7% sem er á bilinu 0,1-1,7% hærra en í Evrópusambandinu. - Þeir sem leigja hafa frá 2004 þurft að glíma við meira íþyngjandi húsnæðiskostnað (skilgreining Hagstofu: Ef 40% eða meira af ráðstöfunartekjum fara í húsnæðiskostnað) en þeir sem búa í eigin húsnæði. Árið 2011 var hlutfall heimila í þessari stöðu í leiguhúsnæði 16,4%, en 10% þeirra sem búa í eigin húsnæði. - Árið 2004 áttu 9,7% heimila mjög erfitt með að ná endum saman og 36,6% erfitt eða nokkuð erfitt með það. Árið 2012 voru þessar tölur nær þær sömu, eða 11,5% og 36,7%. Staðan 2004 og 2012 er því nánast sú sama. - Hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum meðalheimilis með húsnæðislán var 20,2% árið 2006, en 18,7% árið 2011. - Árið 2007 áttu 28,4% heimila erfitt með að ná endum saman og 29,8% gátu ekki mætt óvæntum útgjöldum, á toppi góðærisins. - Í tölum Hagstofunnar er ekkert sem bendir til þess að staða heimilanna fari versnandi. Í raun lítur út fyrir að hún fari batnandi, t.d. með því að færri áttu erfitt með að ná endum saman árið 2012 heldur en 2011. 2. Á vef Hagstofunnar eru einnig tölur um verðbólgu og launaþróun sem styðja þetta. Þær styðja líka þann grun að ein lykilástæða þessara hugmynda sé peningaglýja: - Verðlag hefur hækkað um 50,4% frá júlí 2007 til dagsins í dag, sem þýðir að verðtryggt lán, sem ekkert er greitt af, hefur hækkað um 50,4%. Á sama tíma hefur vísitala launa hækkað um 40,4%. Launaþróun hefur því að miklu leyti náð að bæta upp fyrir hækkun lánanna, þótt vissulega sé þarna munur. - Til útskýringar, þá væru skuldug heimili að öllu óbreyttu að greiða jafn hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum í afborganir og vexti af lánum sínum og 2007 ef laun og verðlag hefðu hækkað jafn mikið. 3. Mikið er talað um að vandinn sé forsendubrestur. - Fólk skrifar sjálfviljugt undir lánasamning þar sem skilmálarnir eru skýrir – það veit það að lánið mun fylgja verðlagi. Það er eina forsendan fyrir utan aðra skilmála svo að fullyrðingar eins og „hér varð forsendubrestur“ eru býsna máttlaus rök. - En þá er gjarnan sagt: „Fólk gerði ekki ráð fyrir svona mikilli verðbólgu.“ Stutta svarið er: Það var ekki skynsamlegt, þetta er Ísland. Verðbólgan árin 2008 og 2009 var um 12% hvort ár. Meðalverðbólga frá lýðveldisstofnun er hærri, eða um 15%. Þegar fólk tekur lán eða fjárfestir veit það að aðstæður geta breyst. Það kallast ekki forsendubrestur heldur óvissa og hún mun alltaf vera til staðar. - Það var líka forsendubrestur samkvæmt þessari skilgreiningu að hlutabréfamarkaðurinn hrundi. Enginn hefur kallað eftir almennri leiðréttingu vegna taps í hlutabréfaviðskiptum. 4. Að lokum vil ég benda á hversu mikið virðist vera búið að rugla með réttlætishugtakið í umræðunni. Ef ríkið getur framkvæmt almennar niðurfellingar, þá hefur það augljóslega fjármuni til þess og getur ráðið því hvernig þeim er ráðstafað. Nú vona margir að hægt verði að fá mikla fjármuni frá kröfuhöfum bankanna í almenna niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána, samt er ekkert sem segir að ráðstafa þurfi þeim fjármunum þannig. Þessir fjármunir gætu til dæmis nýst til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs og sparað þannig strax marga milljarða í vaxtagjöld. Það er eitthvað sem allir græða á – skuldarar, þeir sem leigja og komandi kynslóðir. Hvernig er þá sanngjarnt að hampa sérstaklega þeim sem tóku verðtryggð lán, á kostnað annarra borgara? Hvernig er það réttlætanlegt gagnvart komandi kynslóðum að nýta ekki tækifærið til að minnka byrðarnar á þeim? Hvernig er réttlætanlegt að veita þeim sem skulda mest, þ.e.a.s. þeir sem eru að öllu jöfnu efnaðastir, langstærstu aðstoðina? Ef það á að veita aðstoð í húsnæðismálum, hvernig er þá réttlætanlegt að hjálpa þeim sem búa í eigin húsnæði en ekki þeim sem leigja og virðast hafa það verra? Árið 2007 héldum við að við værum bestu bankamenn í heimi og fyrr á sama áratugi ætluðu allir að græða á Decode. Við trúðum því að fótanuddtæki væri algjör snilld og að hundurinn Lúkas hefði verið drepinn á hrottalegan hátt. Vissulega er staðan ekki góð – langt í frá. Drögum samt andann djúpt, hlustum ekki á órökstuddar upphrópanir og skoðum staðreyndirnar. Þegar það er gert blasir allt annar veruleiki við.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun