Ætla framboðin að rétta hlut öryrkja? Lilja Þorgeirsdóttir skrifar 5. apríl 2013 07:00 Mikil spenna ríkir meðal kjósenda í aðdraganda alþingiskosninga. Fólk vill sjá breytingar á stefnu í stjórnmálum á næsta kjörtímabili. Fjölmörg ný framboð hafa litið dagsins ljós sem ekki sér fyrir endann á. Þessi atburðarás er mjög merkileg þróun í íslenskri stjórnmálasögu en skiljanleg í ljósi þess sem á undan hefur gengið. Öryrkjar og eldri borgarar hafa orðið fyrir umtalsverði skerðingu á tekjum ásamt réttindaskerðingu síðan kreppan skall á og krefjast svara um hvort framboðin ætli að rétta hlut þeirra ef þau komast í ríkisstjórn. Til að fá svör við því sendi kjarahópur Öryrkjabandalagsins þeim framboðum, sem bjóða fram á landsvísu, spurningar um þau kjaramál sem brenna helst á lífeyrisþegum. Sú spurning sem brennur einna mest á er sú hvort framboðin ætli sér að afturkalla og leiðrétta afturvirkt þá kjara- og réttindaskerðingu lífeyrisþega, sem innleidd var fyrst á árinu 2009 og hefur haldið áfram til dagsins í dag. Þau framboð sem svara því játandi eru spurð hvernig og hvenær það verði að veruleika. Ástæðan fyrir þeirri spurningu er að þann 1. janúar 2009 var 69. grein almannatryggingalaga tekin úr sambandi með fjárlögum þannig að bætur hækkuðu minna en þær hefðu átt að gera. Öryrkjar urðu þannig fyrstir fyrir kjaraskerðingu vegna efnahagshrunsins og hefur hún haldið áfram, nú síðast í janúar 2013, þrátt fyrir að um tímabundnar aðgerðir hafi verið ræða í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu og stjórnvöld hafi lýst því yfir að hagur ríkisins væri að vænkast.Meðaltekjur hafa lækkað Lífeyrisgreiðslur síðustu ára hafa hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun, né hækkun lægstu launa (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og er munurinn allverulegur. Þessi þróun hefur leitt til þess að á síðustu fjórum árum hafa meðaltekjur öryrkja einungis hækkað um 4,7% en launavísitala um 23,5%. Á sama tíma hefur neysluvísitalan hækkað um 20,5% sem hefur, eins og gefur að skilja, leitt til umtalsverðrar kjararýrnunar hjá öryrkjum. Þessu til viðbótar hefur kostnaður í heilbrigðiskerfinu hækkað mikið frá bankahruni sem hefur bitnað sérstaklega harkalega á sjúklingum og fólki með fötlun. Þrátt fyrir þessa staðreynd hafa stjórnvöld ekki leiðrétt kjör lífeyrisþega á meðan launaleiðréttingar hafa átt sér stað afturvirkt, m.a. hjá alþingismönnum, ráðherrum og fleiri aðilum sem heyra undir Kjararáð.Skerðing á öðrum sviðum Til viðbótar því sem að ofan greinir voru ýmis réttindi öryrkja og ellilífeyrisþega skert verulega þann 1. júlí 2009 ásamt því að tekjutenging jókst til muna. Sem dæmi hækkaði skerðingarhlutfall tekjutryggingar og lífeyrissjóðsgreiðslur skertu grunnlífeyri almannatrygginga í fyrsta skipti í sögunni. Þá hafa ýmis frítekjumörk og tekjuviðmið verið fryst, sem hefur gert það að verkum að hækkun bóta almannatrygginga hefur ekki skilað sér til allra.Skortur á aðgerðaáætlun Í 28. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirritaði 2007, viðurkenna aðildarríkin rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi lífskjara og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Þegar efnahagserfiðleikar steðja að hefur eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna, með samningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, lýst því yfir að stjórnvöld þurfi að setja upp áætlun um hvernig lágmarka megi mögulegan skaða og nákvæm markmið um hvenær og hvernig skerðingin skuli ganga til baka. Alþingi fullgilti þann samning árið 1979. Þrátt fyrir það hafa lífeyrisþegar orðið fyrir umtalsverðri skerðingu frá bankahruni sem ekki er séð fyrir endann á. Er það ámælisvert að stjórnvöld hafi ekki sett fram áætlun um hvernig niðurskurður hjá lífeyrisþegum skuli ganga til baka. ÖBÍ heldur opinn fund um kjör öryrkja með framboðum sem bjóða fram á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Fundurinn verður laugardaginn 13. apríl, kl. 14.00-16.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Kjarahópur ÖBÍ bindur vonir við að fá svör frambjóðenda við sínum spurningum. Almenningur hefur einnig haft tækifæri til að senda inn spurningar fyrir fundinn í gegnum heimasíðu ÖBÍ. Þær spurningar sem brenna mest á fólki verða lagðar fyrir frambjóðendur á fundinum. Svör framboða verða birt eftir fundinn á heimasíðu ÖBÍ til þess að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun á kjördag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Mikil spenna ríkir meðal kjósenda í aðdraganda alþingiskosninga. Fólk vill sjá breytingar á stefnu í stjórnmálum á næsta kjörtímabili. Fjölmörg ný framboð hafa litið dagsins ljós sem ekki sér fyrir endann á. Þessi atburðarás er mjög merkileg þróun í íslenskri stjórnmálasögu en skiljanleg í ljósi þess sem á undan hefur gengið. Öryrkjar og eldri borgarar hafa orðið fyrir umtalsverði skerðingu á tekjum ásamt réttindaskerðingu síðan kreppan skall á og krefjast svara um hvort framboðin ætli að rétta hlut þeirra ef þau komast í ríkisstjórn. Til að fá svör við því sendi kjarahópur Öryrkjabandalagsins þeim framboðum, sem bjóða fram á landsvísu, spurningar um þau kjaramál sem brenna helst á lífeyrisþegum. Sú spurning sem brennur einna mest á er sú hvort framboðin ætli sér að afturkalla og leiðrétta afturvirkt þá kjara- og réttindaskerðingu lífeyrisþega, sem innleidd var fyrst á árinu 2009 og hefur haldið áfram til dagsins í dag. Þau framboð sem svara því játandi eru spurð hvernig og hvenær það verði að veruleika. Ástæðan fyrir þeirri spurningu er að þann 1. janúar 2009 var 69. grein almannatryggingalaga tekin úr sambandi með fjárlögum þannig að bætur hækkuðu minna en þær hefðu átt að gera. Öryrkjar urðu þannig fyrstir fyrir kjaraskerðingu vegna efnahagshrunsins og hefur hún haldið áfram, nú síðast í janúar 2013, þrátt fyrir að um tímabundnar aðgerðir hafi verið ræða í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu og stjórnvöld hafi lýst því yfir að hagur ríkisins væri að vænkast.Meðaltekjur hafa lækkað Lífeyrisgreiðslur síðustu ára hafa hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun, né hækkun lægstu launa (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og er munurinn allverulegur. Þessi þróun hefur leitt til þess að á síðustu fjórum árum hafa meðaltekjur öryrkja einungis hækkað um 4,7% en launavísitala um 23,5%. Á sama tíma hefur neysluvísitalan hækkað um 20,5% sem hefur, eins og gefur að skilja, leitt til umtalsverðrar kjararýrnunar hjá öryrkjum. Þessu til viðbótar hefur kostnaður í heilbrigðiskerfinu hækkað mikið frá bankahruni sem hefur bitnað sérstaklega harkalega á sjúklingum og fólki með fötlun. Þrátt fyrir þessa staðreynd hafa stjórnvöld ekki leiðrétt kjör lífeyrisþega á meðan launaleiðréttingar hafa átt sér stað afturvirkt, m.a. hjá alþingismönnum, ráðherrum og fleiri aðilum sem heyra undir Kjararáð.Skerðing á öðrum sviðum Til viðbótar því sem að ofan greinir voru ýmis réttindi öryrkja og ellilífeyrisþega skert verulega þann 1. júlí 2009 ásamt því að tekjutenging jókst til muna. Sem dæmi hækkaði skerðingarhlutfall tekjutryggingar og lífeyrissjóðsgreiðslur skertu grunnlífeyri almannatrygginga í fyrsta skipti í sögunni. Þá hafa ýmis frítekjumörk og tekjuviðmið verið fryst, sem hefur gert það að verkum að hækkun bóta almannatrygginga hefur ekki skilað sér til allra.Skortur á aðgerðaáætlun Í 28. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirritaði 2007, viðurkenna aðildarríkin rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi lífskjara og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Þegar efnahagserfiðleikar steðja að hefur eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna, með samningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, lýst því yfir að stjórnvöld þurfi að setja upp áætlun um hvernig lágmarka megi mögulegan skaða og nákvæm markmið um hvenær og hvernig skerðingin skuli ganga til baka. Alþingi fullgilti þann samning árið 1979. Þrátt fyrir það hafa lífeyrisþegar orðið fyrir umtalsverðri skerðingu frá bankahruni sem ekki er séð fyrir endann á. Er það ámælisvert að stjórnvöld hafi ekki sett fram áætlun um hvernig niðurskurður hjá lífeyrisþegum skuli ganga til baka. ÖBÍ heldur opinn fund um kjör öryrkja með framboðum sem bjóða fram á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Fundurinn verður laugardaginn 13. apríl, kl. 14.00-16.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Kjarahópur ÖBÍ bindur vonir við að fá svör frambjóðenda við sínum spurningum. Almenningur hefur einnig haft tækifæri til að senda inn spurningar fyrir fundinn í gegnum heimasíðu ÖBÍ. Þær spurningar sem brenna mest á fólki verða lagðar fyrir frambjóðendur á fundinum. Svör framboða verða birt eftir fundinn á heimasíðu ÖBÍ til þess að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun á kjördag.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar