Nýtt Ísland þarfnast nýrra flokka Þórður Björn Sigurðsson skrifar 5. apríl 2013 09:15 Enginn bjóst við að íhaldið og framsóknaríhaldið myndi vilja breyta stjórnarskránni. Á hinn bóginn gáfu vinstri flokkarnir sig út fyrir að ætla sér að gera það á kjörtímabilinu. Björt framtíð hoppaði svo á þann vagn. Nú hefur komið í ljós, burtséð frá vilja einstakra þingmanna, að sem stjórnmálasamtök hafa vinstri flokkarnir ásamt Bjartri framtíð brugðist þjóðinni. Þjóðinni sem þeir kölluðu á vettvang þann 20. október 2012 til að safna pólitísku kapítali í sarpinn svo Alþingi mætti reka smiðshöggið á vinnu stjórnlagaráðs, stjórnlaganefndar og þjóðfundar. Í stað þess að klára málið og samþykkja nýja stjórnarskrá á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs, eins og 67% landsmanna vilja, lúffa þau fyrir íhaldinu og framsóknaríhaldinu og samþykkja að læsa nánast Gömlu gránu og henda lyklinum! Þessu getuleysi vinstri flokkanna og Bjartrar framtíðar er rétt að halda til haga. Framvegis skulum við reikna með að íhaldið og framsóknaríhaldið haldi áfram að berjast af harðfylgi gegn nýrri stjórnarskrá. Við skulum líka reikna með því að VG, Samfylkingunni og Bjartri framtíð sé fyrirmunað að hafa íhaldið og framsóknaríhaldið undir í þeirri glímu. En þó að þessi orrusta hafi tapast er stríðið ekki búið. Í vor munum við ganga til kosninga. Í því sambandi skora ég á fólk að setja fjórflokkinn og Bjarta framtíð á bekkinn og hleypa nýjum flokkum inn á. Nýjum flokkum sem þora að leiða fram þjóðarvilja í stjórnarskrármálinu og öðrum brýnum hagsmunamálum alþýðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enginn bjóst við að íhaldið og framsóknaríhaldið myndi vilja breyta stjórnarskránni. Á hinn bóginn gáfu vinstri flokkarnir sig út fyrir að ætla sér að gera það á kjörtímabilinu. Björt framtíð hoppaði svo á þann vagn. Nú hefur komið í ljós, burtséð frá vilja einstakra þingmanna, að sem stjórnmálasamtök hafa vinstri flokkarnir ásamt Bjartri framtíð brugðist þjóðinni. Þjóðinni sem þeir kölluðu á vettvang þann 20. október 2012 til að safna pólitísku kapítali í sarpinn svo Alþingi mætti reka smiðshöggið á vinnu stjórnlagaráðs, stjórnlaganefndar og þjóðfundar. Í stað þess að klára málið og samþykkja nýja stjórnarskrá á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs, eins og 67% landsmanna vilja, lúffa þau fyrir íhaldinu og framsóknaríhaldinu og samþykkja að læsa nánast Gömlu gránu og henda lyklinum! Þessu getuleysi vinstri flokkanna og Bjartrar framtíðar er rétt að halda til haga. Framvegis skulum við reikna með að íhaldið og framsóknaríhaldið haldi áfram að berjast af harðfylgi gegn nýrri stjórnarskrá. Við skulum líka reikna með því að VG, Samfylkingunni og Bjartri framtíð sé fyrirmunað að hafa íhaldið og framsóknaríhaldið undir í þeirri glímu. En þó að þessi orrusta hafi tapast er stríðið ekki búið. Í vor munum við ganga til kosninga. Í því sambandi skora ég á fólk að setja fjórflokkinn og Bjarta framtíð á bekkinn og hleypa nýjum flokkum inn á. Nýjum flokkum sem þora að leiða fram þjóðarvilja í stjórnarskrármálinu og öðrum brýnum hagsmunamálum alþýðu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar