Hvers vegna er þetta myrkur í Borgarfirði? Þórir Garðarsson skrifar 15. mars 2013 06:00 Þegar farið er út úr borginni yfir veturinn, stefnan tekin til hægri og ekið um Suðurland, blasir við fjöldinn af ferðamönnum, allt er uppljómað. Ef stefnan er tekin til vinstri í Borgarfjörðinn hvílir yfir myrkur og fáir ferðamenn sjást á ferli. Hvers vegna dreifast ferðamenn svona ójafnt? Hvers vegna sækjast þeir ekki eftir að njóta alls þess sem Borgarfjörðurinn hefur upp á að bjóða? Skýringarinnar er að leita í röngum áherslum í kynningarmálum ferðaþjónustunnar. Þetta á ekki bara við um Borgarfjörð, heldur þau fjölmörgu svæði sem ekki njóta fjölgunar erlendra ferðamenna sem skyldi. Stofnaðar hafa verið markaðsskrifstofur ferðaþjónustunnar víðsvegar um landið. Þetta eru samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila, sveitarfélaga og opinberra aðila um að fjölga ferðamönnum. Fókusinn í þessu markaðsstarfi er hins vegar rangur. Áhersla er lögð á að kynna ferðaþjónustufyrirtækin, falleg hótelherbergi, veitingahús, afþreyingu og skoðunarferðir á svæðinu. Meinið er það að ferðamaðurinn þarf fyrst að fá áhuga á viðkomandi landshluta. Náttúran, sagan, fjölbreytnin, menningin, upplifunin – þetta er hráefnið sem skapar löngun ferðamannsins til að heimsækja viðkomandi landssvæði. Bæklingur um flott veitingahús segir honum lítið. Sjóþotuleiga fær hann ekki ein og sér til að leggja land undir fót. Til að fleiri ferðamenn komi í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes, til Vestfjarða eða austur á land þurfa þeir að vita hvernig þessi landsvæði uppfylla óskir þeirra um að fá sem mest út úr ferðalaginu. Þess vegna þurfa hagsmunaaðilar, sveitarstjórnir og ríkisvaldið að taka sig saman og leggja ofuráherslu á að kynna þetta hráefni sem vekur löngun ferðamannsins. Hjá markaðsskrifstofum landshlutanna er þekking, áhugi og sköpunarkraftur til að sinna þessu verkefni mjög vel. En þá þurfa þær líka að hafa stuðning til þess. Slík kynning er langhlaup og til þess þurfa allir aðilar að leggja fram fjármagn. Mikill kraftur þarf að fara í slíkar aðgerðir fyrstu árin. Þegar á líður og ferðamönnum fjölgar á hverju svæði tekur orðsporið við, bloggið og frásagnir ferðamanna á samskiptamiðlum um frábæra upplifun á viðkomandi svæði. Það styrkir áfangastaðinn og er eldsneytið sem nærir frekari eftirspurn. Sem dæmi má nefna að Reykjavíkurborg hefur tekið öflugan þátt í verkefninu „Ísland allt árið“ og fylgt því vel eftir með kynningu á þeim möguleikum sem til staðar eru innan borgarinnar. Þessi kynning skapar grunninn – hráefnið – fyrir ferðaþjónustuna. Hún nýtir sér þetta hráefni til að bjóða vöru sem mætir þeirri eftirspurn sem kynningin skapar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Þegar farið er út úr borginni yfir veturinn, stefnan tekin til hægri og ekið um Suðurland, blasir við fjöldinn af ferðamönnum, allt er uppljómað. Ef stefnan er tekin til vinstri í Borgarfjörðinn hvílir yfir myrkur og fáir ferðamenn sjást á ferli. Hvers vegna dreifast ferðamenn svona ójafnt? Hvers vegna sækjast þeir ekki eftir að njóta alls þess sem Borgarfjörðurinn hefur upp á að bjóða? Skýringarinnar er að leita í röngum áherslum í kynningarmálum ferðaþjónustunnar. Þetta á ekki bara við um Borgarfjörð, heldur þau fjölmörgu svæði sem ekki njóta fjölgunar erlendra ferðamenna sem skyldi. Stofnaðar hafa verið markaðsskrifstofur ferðaþjónustunnar víðsvegar um landið. Þetta eru samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila, sveitarfélaga og opinberra aðila um að fjölga ferðamönnum. Fókusinn í þessu markaðsstarfi er hins vegar rangur. Áhersla er lögð á að kynna ferðaþjónustufyrirtækin, falleg hótelherbergi, veitingahús, afþreyingu og skoðunarferðir á svæðinu. Meinið er það að ferðamaðurinn þarf fyrst að fá áhuga á viðkomandi landshluta. Náttúran, sagan, fjölbreytnin, menningin, upplifunin – þetta er hráefnið sem skapar löngun ferðamannsins til að heimsækja viðkomandi landssvæði. Bæklingur um flott veitingahús segir honum lítið. Sjóþotuleiga fær hann ekki ein og sér til að leggja land undir fót. Til að fleiri ferðamenn komi í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes, til Vestfjarða eða austur á land þurfa þeir að vita hvernig þessi landsvæði uppfylla óskir þeirra um að fá sem mest út úr ferðalaginu. Þess vegna þurfa hagsmunaaðilar, sveitarstjórnir og ríkisvaldið að taka sig saman og leggja ofuráherslu á að kynna þetta hráefni sem vekur löngun ferðamannsins. Hjá markaðsskrifstofum landshlutanna er þekking, áhugi og sköpunarkraftur til að sinna þessu verkefni mjög vel. En þá þurfa þær líka að hafa stuðning til þess. Slík kynning er langhlaup og til þess þurfa allir aðilar að leggja fram fjármagn. Mikill kraftur þarf að fara í slíkar aðgerðir fyrstu árin. Þegar á líður og ferðamönnum fjölgar á hverju svæði tekur orðsporið við, bloggið og frásagnir ferðamanna á samskiptamiðlum um frábæra upplifun á viðkomandi svæði. Það styrkir áfangastaðinn og er eldsneytið sem nærir frekari eftirspurn. Sem dæmi má nefna að Reykjavíkurborg hefur tekið öflugan þátt í verkefninu „Ísland allt árið“ og fylgt því vel eftir með kynningu á þeim möguleikum sem til staðar eru innan borgarinnar. Þessi kynning skapar grunninn – hráefnið – fyrir ferðaþjónustuna. Hún nýtir sér þetta hráefni til að bjóða vöru sem mætir þeirri eftirspurn sem kynningin skapar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar