Skattafleipur Smári McCarthy skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Í grein sinni á Vísi 6. febrúar sl. fór Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, með heilmikið fleipur um skattamál. Hún fullyrðir þar að þegar lífeyrissjóðsiðgjöld eru tekin með sé efsta tekjuskattsþrepið á Íslandi 58% og að í öðrum norrænum ríkjum séu skattar lægri. Það ætti nú að vera flestum fullljóst að lífeyrissjóðsiðgjöld eru ekki tekjuskattur og því frekar einkennilegt að telja þau með. En ef ætlunin væri að fara út í þannig æfingar mætti benda á að á Íslandi greiðir vinnuveitandi 8% tryggingagjald en víða á Norðurlöndunum greiðir launþeginn tryggingagjaldið sjálfur. En hvað tekjuskatt varðar er Þórey greinilega ekki með neitt á hreinu. Ísland er meðal þeirra landa í Evrópu sem eru með lægstu skattana. Lægsta tekjuskattsþrepið hér er 37,34%, það efsta er 46,24%, sem gildir bara um upphæðir umfram 704.367 kr. Til samanburðar er efsta skattþrepið í Danmörku 51,7%, í Noregi er það 47,8%, í Finnlandi fer það í 46% þegar mest er og í þeim sveitarfélögum Svíþjóðar þar sem útsvarið er hæst fer tekjuskattur alveg upp í 59%. Þó ber að nefna að ekkert af Norðurlöndunum er með jafn háa skatta og Frakkland, þar sem borguð eru 75% launa í skatt í efsta skattþrepinu. Ástæðan fyrir því að það var ódýrara fyrir manninn sem Þórey talar um í grein sinni að borga skatta í Svíþjóð er vegna þess að þeir eru með sérstakan tekjuskatt, svokallað SINK, upp á 25% fyrir fólk sem býr utan Svíþjóðar. En „skattlandið“ Ísland er með fleira en tekjuskatt. Ýmsir hjáskattar og gjöld eru lagðir á varning af ýmsu tagi. En vitið þið hvað? Þeir eru mun lægri á Íslandi en víðast í Evrópu! Til dæmis er það aðeins í Póllandi þar sem lægri skattar á eldsneyti finnast en á Íslandi, samkvæmt tölum frá OECD. Ef ætlunin væri virkilega að bæta hag meðaltekjufólks væri stærsta búbótin fólgin í því að lækka virðisaukaskatt. Neytendur hugsa sjaldnar um virðisaukaskattinn en tekjuskattinn, því tekjuskatturinn er sundurliðaður fyrir okkur einu sinni í mánuði en virðisaukinn hverfur ofan í hyldýpi kortafærslna. En munurinn er mikill: Tekjuskattur er prógressífur skattur, þar sem fólk sem á meira borgar meira. Virðisaukaskattur er hins vegar regressífur: Stærra hlutfall af launum tekjuminna fólks fer í virðisaukaskatt en af launum tekjuhærra fólks. Hann hefur því í rauninni ósanngjarnari áhrif á tekjuminna fólk en tekjuskatturinn. Það er alveg í lagi að tala um að lækka skatta og gera skattkerfið réttlátara. Það er líka í lagi að tala um hversu fínt það er að búa á Norðurlöndunum. Það er hins vegar ekki í lagi að bulla, líkt og Þórey hefur gert. Ég spái því að fyrir þessar kosningar eigi Sjálfstæðisflokkurinn eftir að reyna að hamra á nákvæmlega þessari tegund af bulli, og reyna að sannfæra alla um að það eina sem þurfi að gera á Íslandi sé að lækka skatta, og þá sérstaklega á hátekjufólk, og að enginn sé betur til þess fallinn en flokkurinn sem kostaði skattborgara rúmlega 202 milljarða í síðustu atrennu. Slíkur málflutningur er afskaplega villandi og á ekki að líðast. Bullið sem fólk þarf að þola er nógu gríðarlegt þótt ekki sé lagt upp í skæruhernað með ósannindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í grein sinni á Vísi 6. febrúar sl. fór Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, með heilmikið fleipur um skattamál. Hún fullyrðir þar að þegar lífeyrissjóðsiðgjöld eru tekin með sé efsta tekjuskattsþrepið á Íslandi 58% og að í öðrum norrænum ríkjum séu skattar lægri. Það ætti nú að vera flestum fullljóst að lífeyrissjóðsiðgjöld eru ekki tekjuskattur og því frekar einkennilegt að telja þau með. En ef ætlunin væri að fara út í þannig æfingar mætti benda á að á Íslandi greiðir vinnuveitandi 8% tryggingagjald en víða á Norðurlöndunum greiðir launþeginn tryggingagjaldið sjálfur. En hvað tekjuskatt varðar er Þórey greinilega ekki með neitt á hreinu. Ísland er meðal þeirra landa í Evrópu sem eru með lægstu skattana. Lægsta tekjuskattsþrepið hér er 37,34%, það efsta er 46,24%, sem gildir bara um upphæðir umfram 704.367 kr. Til samanburðar er efsta skattþrepið í Danmörku 51,7%, í Noregi er það 47,8%, í Finnlandi fer það í 46% þegar mest er og í þeim sveitarfélögum Svíþjóðar þar sem útsvarið er hæst fer tekjuskattur alveg upp í 59%. Þó ber að nefna að ekkert af Norðurlöndunum er með jafn háa skatta og Frakkland, þar sem borguð eru 75% launa í skatt í efsta skattþrepinu. Ástæðan fyrir því að það var ódýrara fyrir manninn sem Þórey talar um í grein sinni að borga skatta í Svíþjóð er vegna þess að þeir eru með sérstakan tekjuskatt, svokallað SINK, upp á 25% fyrir fólk sem býr utan Svíþjóðar. En „skattlandið“ Ísland er með fleira en tekjuskatt. Ýmsir hjáskattar og gjöld eru lagðir á varning af ýmsu tagi. En vitið þið hvað? Þeir eru mun lægri á Íslandi en víðast í Evrópu! Til dæmis er það aðeins í Póllandi þar sem lægri skattar á eldsneyti finnast en á Íslandi, samkvæmt tölum frá OECD. Ef ætlunin væri virkilega að bæta hag meðaltekjufólks væri stærsta búbótin fólgin í því að lækka virðisaukaskatt. Neytendur hugsa sjaldnar um virðisaukaskattinn en tekjuskattinn, því tekjuskatturinn er sundurliðaður fyrir okkur einu sinni í mánuði en virðisaukinn hverfur ofan í hyldýpi kortafærslna. En munurinn er mikill: Tekjuskattur er prógressífur skattur, þar sem fólk sem á meira borgar meira. Virðisaukaskattur er hins vegar regressífur: Stærra hlutfall af launum tekjuminna fólks fer í virðisaukaskatt en af launum tekjuhærra fólks. Hann hefur því í rauninni ósanngjarnari áhrif á tekjuminna fólk en tekjuskatturinn. Það er alveg í lagi að tala um að lækka skatta og gera skattkerfið réttlátara. Það er líka í lagi að tala um hversu fínt það er að búa á Norðurlöndunum. Það er hins vegar ekki í lagi að bulla, líkt og Þórey hefur gert. Ég spái því að fyrir þessar kosningar eigi Sjálfstæðisflokkurinn eftir að reyna að hamra á nákvæmlega þessari tegund af bulli, og reyna að sannfæra alla um að það eina sem þurfi að gera á Íslandi sé að lækka skatta, og þá sérstaklega á hátekjufólk, og að enginn sé betur til þess fallinn en flokkurinn sem kostaði skattborgara rúmlega 202 milljarða í síðustu atrennu. Slíkur málflutningur er afskaplega villandi og á ekki að líðast. Bullið sem fólk þarf að þola er nógu gríðarlegt þótt ekki sé lagt upp í skæruhernað með ósannindum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun