Framtíðaröryggi þjóðarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Reglulega yfir vetrartímann kemur óveður á Íslandi með tilheyrandi vandræðum í samgöngum og samskiptum milli svæða. Fyrir nokkrum vikum gekk slíkt veður yfir vestanvert landið – langsamlega verst á Vestfjörðum – og afhjúpaði veikleika í samfélagi okkar. Þeir veikleikar áttu reyndar ekki að koma nokkrum á óvart. Það hefur verið umræða um það í langan tíma að raforkukerfið, fjarskiptakerfið og samgöngukerfið væru illa stödd á Vestfjörðum. Það sama má segja um Norðausturland, stóran hluta Austfjarða, um dreifbýlið frá Markarfljóti austur að Hornafirði og litlu skárra er ástandið á Snæfellsnesi, í Húnavatnssýslunum og öðru dreifbýli á Íslandi. Í kjölfar slíks óveðurs er gjarnan tekin umræða á Alþingi um bráðaúrlausnir. Í stað þeirrar umræðu, sem ævinlega skilar þeirri niðurstöðu um að allir eru sammála um nauðsyn úrbóta, ættum við kannski frekar að spyrja okkur af hverju það gerist aldrei neitt. Raforkuöryggi Þrátt fyrir afsakanir um erfitt efnahagsástand síðastliðin fjögur ár hefur í orði verið vilji stjórnvalda að tryggja grunnþjónustu um land allt. Þrátt fyrir það verður að segjast eins og er að ríkisstjórnin hefur ekki gert mikið til þess að laga þetta. Til að mynda hefur ekkert verið gert varðandi afhendingaröryggi raforku og smánarleg hænuskref tekin til jöfnunar raforkuverðs. Við stöndum í sömu sporum og við stóðum í fyrir fjórum árum. Við framsóknarmenn höfum lagt fram raunhæfar tillögur um fulla jöfnun, þær eru sambærilegar leiðir og farnar eru við jöfnun olíuverðs og síma. Á þær hefur ekki verið hlustað. Fjarskipti Varðandi fjarskiptakerfið hafa opnast möguleikar á að hægt sé að ljósleiðaravæða landið fyrir mun lægri upphæðir en áður þekktust. Annars vegar með ljósneti í bæjum og hins vegar með að tengja öll lögbýli landsins með ljósleiðara í jörðu. Kostnaður er áætlaður um 4,5-5 milljarðar. Ríkisstjórnin ætti að hafa frumkvæði að því að kalla saman fjarskiptafyrirtækin og leggja áherslur á að nýta Fjarskiptasjóð í slíkt verkefni. Fyrir þessu höfum við framsóknarmenn talað. Með samstarfi þessara aðila ásamt sveitarfélögunum væri hægt að ljósleiðaravæða landið á nokkrum árum. Hægt væri að forgangsraða verkefninu þannig að þau landsvæði sem erfiðast standa séu fyrst í röðinni. Samgöngur Verkefnin í samgöngumálum eru mörg hver þannig að stór hluti af þeim úrbótum sem nauðsynleg eru munu taka lengri tíma. En þá væri réttast að forgangsraða til að tryggja grunnþjónustu innan og milli svæða með þeim hætti að fólk geti nýtt sér t.a.m. heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og geti komist á stærri sjúkrahús sé þörf á því. Víða er pottur brotinn í þessum málaflokki. Þannig má nefna að t.d. Vestmannaeyingar hafa ekki sjúkraflugvél hjá sér þó vitað sé að oft er hægt að fljúga frá Eyjum þó ekki sé hægt að lenda. Þá er kostnaður fjögurra manna fjölskyldu við að ferðast með Herjólfi til Þorlákshafnar með bíl tæplega 40 þúsund krónur. Sambærilegan kostnað má finna vegna flugs fjölskyldna frá Vestfjörðum og Norður-Austurlandi. Ný byggðastefna Við framsóknarmenn vinnum nú að nýrri byggðastefnu sem m.a. sækir fyrirmyndir til Noregs. Þar er skattkerfið notað til að jafna aðstöðumun íbúa landsins gagnvart opinberri þjónustu. Við verðum að taka á flutningskostnaði sem og vaxandi kostnaði við ferðir. Almenningssamgöngur er nauðsynlegt að bæta en einnig þarf að viðurkenna að við búum í dreifbýlu landi þar sem einkabílinn er oft eina farartækið. Til að jafna þann mun má taka upp skattaívilnanir vegna ferða til og frá vinnu. Undirritaður lagði slíkt mál fram á dögunum á Alþingi – markmiðið er að styrkja atvinnusvæðin sem allir flokkar vilja stækka og jafna aðstöðumun íbúanna. Þá þarf í nýrri byggðastefnu að tryggja öllum aðgang að grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, öldrunarmála og menntamála. Um nýja byggðastefnu þarf að ríkja víðtæk sátt. Við erum fámenn þjóð í stóru landi. Snúum nú bökum saman – öll þjóðin – í að tryggja búsetujafnrétti og jafnræði allra þegna landsins gagnvart opinberri þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Reglulega yfir vetrartímann kemur óveður á Íslandi með tilheyrandi vandræðum í samgöngum og samskiptum milli svæða. Fyrir nokkrum vikum gekk slíkt veður yfir vestanvert landið – langsamlega verst á Vestfjörðum – og afhjúpaði veikleika í samfélagi okkar. Þeir veikleikar áttu reyndar ekki að koma nokkrum á óvart. Það hefur verið umræða um það í langan tíma að raforkukerfið, fjarskiptakerfið og samgöngukerfið væru illa stödd á Vestfjörðum. Það sama má segja um Norðausturland, stóran hluta Austfjarða, um dreifbýlið frá Markarfljóti austur að Hornafirði og litlu skárra er ástandið á Snæfellsnesi, í Húnavatnssýslunum og öðru dreifbýli á Íslandi. Í kjölfar slíks óveðurs er gjarnan tekin umræða á Alþingi um bráðaúrlausnir. Í stað þeirrar umræðu, sem ævinlega skilar þeirri niðurstöðu um að allir eru sammála um nauðsyn úrbóta, ættum við kannski frekar að spyrja okkur af hverju það gerist aldrei neitt. Raforkuöryggi Þrátt fyrir afsakanir um erfitt efnahagsástand síðastliðin fjögur ár hefur í orði verið vilji stjórnvalda að tryggja grunnþjónustu um land allt. Þrátt fyrir það verður að segjast eins og er að ríkisstjórnin hefur ekki gert mikið til þess að laga þetta. Til að mynda hefur ekkert verið gert varðandi afhendingaröryggi raforku og smánarleg hænuskref tekin til jöfnunar raforkuverðs. Við stöndum í sömu sporum og við stóðum í fyrir fjórum árum. Við framsóknarmenn höfum lagt fram raunhæfar tillögur um fulla jöfnun, þær eru sambærilegar leiðir og farnar eru við jöfnun olíuverðs og síma. Á þær hefur ekki verið hlustað. Fjarskipti Varðandi fjarskiptakerfið hafa opnast möguleikar á að hægt sé að ljósleiðaravæða landið fyrir mun lægri upphæðir en áður þekktust. Annars vegar með ljósneti í bæjum og hins vegar með að tengja öll lögbýli landsins með ljósleiðara í jörðu. Kostnaður er áætlaður um 4,5-5 milljarðar. Ríkisstjórnin ætti að hafa frumkvæði að því að kalla saman fjarskiptafyrirtækin og leggja áherslur á að nýta Fjarskiptasjóð í slíkt verkefni. Fyrir þessu höfum við framsóknarmenn talað. Með samstarfi þessara aðila ásamt sveitarfélögunum væri hægt að ljósleiðaravæða landið á nokkrum árum. Hægt væri að forgangsraða verkefninu þannig að þau landsvæði sem erfiðast standa séu fyrst í röðinni. Samgöngur Verkefnin í samgöngumálum eru mörg hver þannig að stór hluti af þeim úrbótum sem nauðsynleg eru munu taka lengri tíma. En þá væri réttast að forgangsraða til að tryggja grunnþjónustu innan og milli svæða með þeim hætti að fólk geti nýtt sér t.a.m. heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og geti komist á stærri sjúkrahús sé þörf á því. Víða er pottur brotinn í þessum málaflokki. Þannig má nefna að t.d. Vestmannaeyingar hafa ekki sjúkraflugvél hjá sér þó vitað sé að oft er hægt að fljúga frá Eyjum þó ekki sé hægt að lenda. Þá er kostnaður fjögurra manna fjölskyldu við að ferðast með Herjólfi til Þorlákshafnar með bíl tæplega 40 þúsund krónur. Sambærilegan kostnað má finna vegna flugs fjölskyldna frá Vestfjörðum og Norður-Austurlandi. Ný byggðastefna Við framsóknarmenn vinnum nú að nýrri byggðastefnu sem m.a. sækir fyrirmyndir til Noregs. Þar er skattkerfið notað til að jafna aðstöðumun íbúa landsins gagnvart opinberri þjónustu. Við verðum að taka á flutningskostnaði sem og vaxandi kostnaði við ferðir. Almenningssamgöngur er nauðsynlegt að bæta en einnig þarf að viðurkenna að við búum í dreifbýlu landi þar sem einkabílinn er oft eina farartækið. Til að jafna þann mun má taka upp skattaívilnanir vegna ferða til og frá vinnu. Undirritaður lagði slíkt mál fram á dögunum á Alþingi – markmiðið er að styrkja atvinnusvæðin sem allir flokkar vilja stækka og jafna aðstöðumun íbúanna. Þá þarf í nýrri byggðastefnu að tryggja öllum aðgang að grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, öldrunarmála og menntamála. Um nýja byggðastefnu þarf að ríkja víðtæk sátt. Við erum fámenn þjóð í stóru landi. Snúum nú bökum saman – öll þjóðin – í að tryggja búsetujafnrétti og jafnræði allra þegna landsins gagnvart opinberri þjónustu.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun