Lýðræðisáætlun í stað stjórnar- skrárbreytingar Haukur Arnþórsson skrifar 30. janúar 2013 06:00 Hér er lagt til að ríkisvaldið og Alþingi geri lýðræðisáætlun til nokkurra ára sem feli í sér að auka þátttöku almennings í lausn sameiginlegra mála samfélagsins með hagnýtingu netsins og félagsmiðla. Meginmarkmið áætlunarinnar verði að styrkja lýðræðið með vandaðri og opnari undirbúningi framkvæmdarvaldsins. Fagaðilar verði hafðir til ráðgjafar við gerð áætlunarinnar og mat á árangri og tekið mið af lýðræðisúrræðum sem hafa reynst vel erlendis. Litið verði á verkefnið sem undanfara lagabreytinga um framkvæmd lýðræðisins og stjórnskipunina, sem verði gerðar við lok þess, en frestist í bili. Tillögur stjórnlagaráðs virðast hafa endaskipti á hlutunum, byrja á aðkomu almennings að ákvarðanatökunni meðan margir erlendir fræðimenn benda á að heppilegra væri og meira gefandi fyrir lýðræðið að opna dagskrá mála í samfélaginu og opna leið hans að undirbúningi þeirra. Þannig er hætta á því að tillögur stjórnlagaráðs vinni gegn markmiðum sínum, sem meðal annars eru þau að almenningur komi í auknum mæli að samfélagslegri stefnumótun. Það má rökstyðja með kenningum um ásökunarfælni stjórnkerfisins, en hugsanlegt er að sterk aðkoma almennings að ákvörðun sameiginlegra mála leiði til lokaðra stjórnkerfis en áður var og að erfitt verði að koma af stað samræðu og samráði milli stjórnvalda og almennings undir hótunum um undirskriftarsafnanir ef út af bregður. Sjónarmið umræðulýðræðis Mikilvægt er að byggja fræðilega nálgun áætlunarinnar á sjónarmiðum umræðulýðræðis og að hún verði lærdómsferli fyrir alla þátttakendur þess, jafnt almenning, stjórnmálamenn og starfsfólk Stjórnarráðsins. Hafa verður í huga að Ísland er orðið á eftir í hagnýtingu tölvutækninnar í lýðræðinu og þarf að ávinna sér reynslu af nýjum starfsaðferðum og að Stjórnarráðið hefur til þessa gegnt fremur óbeinu lýðræðishlutverki en beinu. Áætlunin kallar því á að Stjórnarráðið taki sér stöðu sem lýðræðisstofnun, svipað og í nágrannaríkjunum, og bæði gæti þurft skipulagsbreytingar og nýja hugbúnaðargerð. Mikilvægt er að áætlunin sé gerð af alvöru og til þess að prófa úrræði sem ganga mislangt og meta áhrif þeirra, en sé ekki yfirborðsleg og eins og til þess að sýnast. Almenningur er áhugasamur og mjög tölvuvanur og getur vafalítið tekið þátt í úrræðum sem ganga langt í hagnýtingu tækninnar. Verkefnið taki til eftirtalinna atriða: a) Til aukinnar birtingar gagna. Fram komi hvaða mál eru á dagskrá stjórnvalda, hver staða þeirra er og hvernig almenningur hefur áhrif á hana. Þá verði gerðar vandaðar tengingar í efni sem tengjast máli, nýtt og gamalt, þær fylgi máli til Alþingis og öll álit birt. b) Til undirbúnings mála. Hann verði vandaðri en verið hefur þannig að skýr stefnumörkun liggi fyrir, rannsóknir, áætlanir og útreikningar og að mál hafi verið rætt við hagsmunaaðila og almenning á netinu áður en það kemur til kasta Alþingis. c) Til samráðs við almenning og hagsmunaaðila á netinu sem gæti tekið til dagskrár mála, stefnumótunar, rannsóknar og útfærslu þeirra og yrðu leiðir í því efni valdar með tilliti til þess sem reynst hefur vel erlendis og með hliðsjón af eðli máls. d) Til ákvörðunar, en fyrir liggi hvernig skrifleg sjónarmið almennings, erindi og innlegg í umræðum hafi áhrif á ákvarðanatöku á lægri og hærri stjórnstigum og hvernig þau verða órjúfanlegur hluti af gögnum málsins á hvaða stigi þess sem að því er unnið. e) Öðrum aðgerðum, svo sem að uppfylla skilyrði Stjórnsýslustofnunar Sþ (UNPAN) um rafræna þátttöku og að Ísland nái leiðandi sæti í mati á henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Hér er lagt til að ríkisvaldið og Alþingi geri lýðræðisáætlun til nokkurra ára sem feli í sér að auka þátttöku almennings í lausn sameiginlegra mála samfélagsins með hagnýtingu netsins og félagsmiðla. Meginmarkmið áætlunarinnar verði að styrkja lýðræðið með vandaðri og opnari undirbúningi framkvæmdarvaldsins. Fagaðilar verði hafðir til ráðgjafar við gerð áætlunarinnar og mat á árangri og tekið mið af lýðræðisúrræðum sem hafa reynst vel erlendis. Litið verði á verkefnið sem undanfara lagabreytinga um framkvæmd lýðræðisins og stjórnskipunina, sem verði gerðar við lok þess, en frestist í bili. Tillögur stjórnlagaráðs virðast hafa endaskipti á hlutunum, byrja á aðkomu almennings að ákvarðanatökunni meðan margir erlendir fræðimenn benda á að heppilegra væri og meira gefandi fyrir lýðræðið að opna dagskrá mála í samfélaginu og opna leið hans að undirbúningi þeirra. Þannig er hætta á því að tillögur stjórnlagaráðs vinni gegn markmiðum sínum, sem meðal annars eru þau að almenningur komi í auknum mæli að samfélagslegri stefnumótun. Það má rökstyðja með kenningum um ásökunarfælni stjórnkerfisins, en hugsanlegt er að sterk aðkoma almennings að ákvörðun sameiginlegra mála leiði til lokaðra stjórnkerfis en áður var og að erfitt verði að koma af stað samræðu og samráði milli stjórnvalda og almennings undir hótunum um undirskriftarsafnanir ef út af bregður. Sjónarmið umræðulýðræðis Mikilvægt er að byggja fræðilega nálgun áætlunarinnar á sjónarmiðum umræðulýðræðis og að hún verði lærdómsferli fyrir alla þátttakendur þess, jafnt almenning, stjórnmálamenn og starfsfólk Stjórnarráðsins. Hafa verður í huga að Ísland er orðið á eftir í hagnýtingu tölvutækninnar í lýðræðinu og þarf að ávinna sér reynslu af nýjum starfsaðferðum og að Stjórnarráðið hefur til þessa gegnt fremur óbeinu lýðræðishlutverki en beinu. Áætlunin kallar því á að Stjórnarráðið taki sér stöðu sem lýðræðisstofnun, svipað og í nágrannaríkjunum, og bæði gæti þurft skipulagsbreytingar og nýja hugbúnaðargerð. Mikilvægt er að áætlunin sé gerð af alvöru og til þess að prófa úrræði sem ganga mislangt og meta áhrif þeirra, en sé ekki yfirborðsleg og eins og til þess að sýnast. Almenningur er áhugasamur og mjög tölvuvanur og getur vafalítið tekið þátt í úrræðum sem ganga langt í hagnýtingu tækninnar. Verkefnið taki til eftirtalinna atriða: a) Til aukinnar birtingar gagna. Fram komi hvaða mál eru á dagskrá stjórnvalda, hver staða þeirra er og hvernig almenningur hefur áhrif á hana. Þá verði gerðar vandaðar tengingar í efni sem tengjast máli, nýtt og gamalt, þær fylgi máli til Alþingis og öll álit birt. b) Til undirbúnings mála. Hann verði vandaðri en verið hefur þannig að skýr stefnumörkun liggi fyrir, rannsóknir, áætlanir og útreikningar og að mál hafi verið rætt við hagsmunaaðila og almenning á netinu áður en það kemur til kasta Alþingis. c) Til samráðs við almenning og hagsmunaaðila á netinu sem gæti tekið til dagskrár mála, stefnumótunar, rannsóknar og útfærslu þeirra og yrðu leiðir í því efni valdar með tilliti til þess sem reynst hefur vel erlendis og með hliðsjón af eðli máls. d) Til ákvörðunar, en fyrir liggi hvernig skrifleg sjónarmið almennings, erindi og innlegg í umræðum hafi áhrif á ákvarðanatöku á lægri og hærri stjórnstigum og hvernig þau verða órjúfanlegur hluti af gögnum málsins á hvaða stigi þess sem að því er unnið. e) Öðrum aðgerðum, svo sem að uppfylla skilyrði Stjórnsýslustofnunar Sþ (UNPAN) um rafræna þátttöku og að Ísland nái leiðandi sæti í mati á henni.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar