Persónuvernd nær ekki að sinna hlutverki sínu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. desember 2013 16:45 Hörður Helgi Helgason, forstjóri Persónuverndar, segir stofnunina ekki ná að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Lekinn hjá Vodafone vekja upp spurningar um öryggi persónuupplýsinga hér á landi. Hörður Helgi Helgason, forstjóri Persónuverndar, segir að stofnunin nái ekki einu sinni að sinna öllum þeim verkefnum sem þeim ber samkvæmt lögum.Örfáir starfsmenn „Allt okkar fólk er að vinna eins og starfshlutfall þeirra segir til og gott betur en það. Við greiðum hins vegar ekki fyrir yfirvinnu. Lögfræðingum stofnunarinnar hefur fækkað um helming bara á þessu ári. Þar áður hafði þeim farið fækkandi“ segir Hörður. Nú starfa fimm manns hjá Persónuvernd, aðeins tveir þeirra eru í fullu starfi og forstjórinn sjálfur er aðeins í 60% starfi, þó að vinnuframlag allra sé að sögn talsvert meira en starfshlutfall þeirra segir til um. Hann segir stofnunina aðeins ná að sinna því sem lítur að því að bregðast við innkomnum erindum og hafa forgangsraðað þannig til að gera sitt besta varðandi málshraða við afgreiðslu á innkomnum erindum. „Við höfum meðal annars þurft að láta af því að taka þátt í opinberri umræðu um meðferð persónuupplýsinga og öryggi við meðferð þeirra,“ segir Hörður.Ná ekki að sinna eftirlitshlutverkinu Hann segir að eftirlitshlutverk Persónuverndar felist meðal annars í því að kanna hjá þeim sem hafa með vinnslu persónuupplýsinga að gera og bera ábyrgð á henni hvort þeir séu örugglega að fara að þeim lagaákvæðum og reglum sem gilda um þessa vinnslu. „Okkur ber að gera slíkar úttektir á öryggi reglulega en við höfum núna um nokkurra missera skeið ekki getað gert það,“ segir hann.Persónuvernd fylgist með allri skráningu persónuupplýsinga.Mynd/VilhelmEngin úttekt á vinnslu sjúkragagna Aðspurður um hvaða meðferð persónuupplýsinga þetta er sem Persónuvernd hefur umsjón með segir Hörður: „Þetta er til dæmis vinnsla sjúkraskráa, sem og mjög margra annarra tegunda af heilsufarsupplýsingum. Það er stöðugt verið að vinna með slíkar upplýsingar með öðrum hætti en upphaflegur tilgangur með söfnun upplýsinganna gerði ráð fyrir. Til dæmis með vísindarannsóknum á heilbrigðissviði. Það er okkar hlutverk að gæta að því að sú vinnsla sé örugglega í samræmi við þann tilgang sem titekinn var, farið sé eftir lögum og að öryggis sé gætt með vinnslunni. Við höfum til dæmis ekki getað farið í neina úttekt á því hvort farið sé eftir þeim skilmálum sem við setjum fyrir leyfi til vinnslu slíkra upplýsinga á undanförnum árum,“ segir Hörður. Hann segir hlutverk Persónuverndar vera að fylgjast með allri skráningu persónuupplýsinga.Upplýsingar um allt okkar líf „Þetta eru upplýsingar um okkur, um fjölskylduna okkar, um tengsl okkar, um fjármál okkar og um lífshlaup okkar allt. Hvað við gerum, hvað við stundum utan vinnu, við hverja við eigum samskipti og svo framvegis. Þetta er allt saman orðið að upplýsingum sem eru meira og minna kerfisbundið skráðar í samfélaginu. Og það er mjög víða farið að vinna með þessar upplýsingar og samkeyra þær ýmist til að ná einhverjum tilgangi sem stjórnvöld hafa sett sér eða í einhverjum fjárhagslegum tilgangi sem fyrirtæki stunda. Til dæmis að bjóða upp á einhverja nýja tegund þjónustu. Þetta er allt saman eitthvað sem fellur undir Persónuvernd og okkur ber að fylgjast með og vekja athygli á rétti hins skráða,“ segir Hörður.Vodafone-lekinn veki fólk til umhugsunar Hörður segir atburður eins og varð um helgina hjá Vodafone eigi að vekja fólk til umhugsunar um vernd einkalífsins. „Mörgum okkar finnst oft eins og við höfum ekki neitt að fela. En svo koma upp svona atvik eins og um helgina og þá átta allir sig á því að þrátt fyrir að þeir hafi ekkert að fela að þá er sumt einfaldlega einkalíf fólks, hluti af prívat svæði okkar og við meiðumst við það að aðrir komist þangað án þess að við höfum leyft þeim það. Þar liggja meiðslin,“ segir Hörður að lokum. Vodafone-innbrotið Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Lekinn hjá Vodafone vekja upp spurningar um öryggi persónuupplýsinga hér á landi. Hörður Helgi Helgason, forstjóri Persónuverndar, segir að stofnunin nái ekki einu sinni að sinna öllum þeim verkefnum sem þeim ber samkvæmt lögum.Örfáir starfsmenn „Allt okkar fólk er að vinna eins og starfshlutfall þeirra segir til og gott betur en það. Við greiðum hins vegar ekki fyrir yfirvinnu. Lögfræðingum stofnunarinnar hefur fækkað um helming bara á þessu ári. Þar áður hafði þeim farið fækkandi“ segir Hörður. Nú starfa fimm manns hjá Persónuvernd, aðeins tveir þeirra eru í fullu starfi og forstjórinn sjálfur er aðeins í 60% starfi, þó að vinnuframlag allra sé að sögn talsvert meira en starfshlutfall þeirra segir til um. Hann segir stofnunina aðeins ná að sinna því sem lítur að því að bregðast við innkomnum erindum og hafa forgangsraðað þannig til að gera sitt besta varðandi málshraða við afgreiðslu á innkomnum erindum. „Við höfum meðal annars þurft að láta af því að taka þátt í opinberri umræðu um meðferð persónuupplýsinga og öryggi við meðferð þeirra,“ segir Hörður.Ná ekki að sinna eftirlitshlutverkinu Hann segir að eftirlitshlutverk Persónuverndar felist meðal annars í því að kanna hjá þeim sem hafa með vinnslu persónuupplýsinga að gera og bera ábyrgð á henni hvort þeir séu örugglega að fara að þeim lagaákvæðum og reglum sem gilda um þessa vinnslu. „Okkur ber að gera slíkar úttektir á öryggi reglulega en við höfum núna um nokkurra missera skeið ekki getað gert það,“ segir hann.Persónuvernd fylgist með allri skráningu persónuupplýsinga.Mynd/VilhelmEngin úttekt á vinnslu sjúkragagna Aðspurður um hvaða meðferð persónuupplýsinga þetta er sem Persónuvernd hefur umsjón með segir Hörður: „Þetta er til dæmis vinnsla sjúkraskráa, sem og mjög margra annarra tegunda af heilsufarsupplýsingum. Það er stöðugt verið að vinna með slíkar upplýsingar með öðrum hætti en upphaflegur tilgangur með söfnun upplýsinganna gerði ráð fyrir. Til dæmis með vísindarannsóknum á heilbrigðissviði. Það er okkar hlutverk að gæta að því að sú vinnsla sé örugglega í samræmi við þann tilgang sem titekinn var, farið sé eftir lögum og að öryggis sé gætt með vinnslunni. Við höfum til dæmis ekki getað farið í neina úttekt á því hvort farið sé eftir þeim skilmálum sem við setjum fyrir leyfi til vinnslu slíkra upplýsinga á undanförnum árum,“ segir Hörður. Hann segir hlutverk Persónuverndar vera að fylgjast með allri skráningu persónuupplýsinga.Upplýsingar um allt okkar líf „Þetta eru upplýsingar um okkur, um fjölskylduna okkar, um tengsl okkar, um fjármál okkar og um lífshlaup okkar allt. Hvað við gerum, hvað við stundum utan vinnu, við hverja við eigum samskipti og svo framvegis. Þetta er allt saman orðið að upplýsingum sem eru meira og minna kerfisbundið skráðar í samfélaginu. Og það er mjög víða farið að vinna með þessar upplýsingar og samkeyra þær ýmist til að ná einhverjum tilgangi sem stjórnvöld hafa sett sér eða í einhverjum fjárhagslegum tilgangi sem fyrirtæki stunda. Til dæmis að bjóða upp á einhverja nýja tegund þjónustu. Þetta er allt saman eitthvað sem fellur undir Persónuvernd og okkur ber að fylgjast með og vekja athygli á rétti hins skráða,“ segir Hörður.Vodafone-lekinn veki fólk til umhugsunar Hörður segir atburður eins og varð um helgina hjá Vodafone eigi að vekja fólk til umhugsunar um vernd einkalífsins. „Mörgum okkar finnst oft eins og við höfum ekki neitt að fela. En svo koma upp svona atvik eins og um helgina og þá átta allir sig á því að þrátt fyrir að þeir hafi ekkert að fela að þá er sumt einfaldlega einkalíf fólks, hluti af prívat svæði okkar og við meiðumst við það að aðrir komist þangað án þess að við höfum leyft þeim það. Þar liggja meiðslin,“ segir Hörður að lokum.
Vodafone-innbrotið Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira