Umfjöllun og viðtöl: Haukar - OCI Lions 30-18 | Öruggt hjá Haukum Sigmar Sigfússon í Schenker-höllinni skrifar 14. september 2013 16:43 Haukar unnu þriggja marka sigur í gær. Mynd/Daníel Haukar tóku OCI Lions frá Hollandi í kennslustund í síðari leik liðanna í forkeppni EHF-bikarsins í Hafnarfirði í dag. Haukar unnu tólf marka sigur og samanlagt með fimmtán mörkum í leikjunum tveimur. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu ágætis forystu fljótt í leiknum. Vörnin var góð og þá var markmaður Hauka, Giedrius Morkunas, að verja eins og berserkur í markinu. Haukamenn komust í sex marka forystu á 16. mínútu þegar staðan var 10-4. Þjálfara OCI Lions var nóg bóðið á þeim tímapunkti og tók leikhlé. Eftir það lagaðist leikur gestanna og Luuk Hoiting, markmaður OCI Lions, varði vel á þeim kafla. Helst ber að nefna þegar Sigurbergur Sveinsson tók vítakast sem hann varði. Sigurbergur náði frákastinu sjálfur og skaut strax á markið en Luuk varði aftur. Haukar stöðvuðu góða kaflann hjá gestunum undir lok hálfleiksins og staðan í leikhlé var 15-11. Leikmenn Hauka voru áberandi grimmir í leik sínum í dag. Vörnin var góð, markvarslan frábær og þá skoruðu þeir hvert hraðaupphlaupsmarkið á eftir öðru. Ef fyrri hálfleikur var eign Hauka að þá áttu þeir seinni hálfleikinn skuldlausan. Hollenskaliðið sá ekki til sólar í hálfleiknum og Giedrius Morkunas gjörsamlega lokaði markinu á tímabili. Hann varði alls 24 bolta í leiknum og var maður leiksins að margra mata. Haukar skoruðu níu mörk í röð frá 40. mínútu að 55. mínútu og Ljónin skoruðu ekki eitt einasta mark í heilt korter. Haukar unnu, 30-18, nokkuð þægilegan tólf marka sigur og eru komnir áfram í Evrópukeppninni. Adam Haukur Baumruk og Sigurbergur Sveinsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir sitt lið í dag. Patrekur: Vorum með mikla orku í dagPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var í skýjunum yfir frammistöðu sinna manna í leiknum. „Verkefnið var vel leyst í dag. Varnarleikurinn var ekki nægilega góður hjá okkur í gær og okkur tókst að laga hann í dag. Þetta hefur verið eitthvað andlegt hjá leikmönnum í gær því við vorum með mikla orku í dag . Menn læra af þessu upp á framhaldið,“ sagði Patrekur. Markmannsstaðan hjá Haukum hefur verið í umræðunni eftir að Aron Rafn hvarf á braut. Þið sofið væntanlega rólegir á nóttinni yfir henni núna? „Já, Giedrius er virkilega góður markmaður og Einar Ólafur líka. Auðvitað hangir markvarslan dálítið á vörninni sem var frábær í dag. Ég hef engar áhyggjur af markvörslunni hjá okkur í vetur. Auðvitað er Aron Rafn okkar landsliðsmaður en þessir strákar eru mjög góðir,“ „Ég er mjög ánægður að við séum í þessari Evrópukeppni og vonast eftir að komast sem lengst í henni auðvitað. Vonandi hjálpar það okkur í deildinni að hafa fengið svona alvöru leiki rétt fyrir mótið,“ sagði Patrekur að lokum og glotti við tönn. Sigurbergur: Markvarslan var frábær í leiknum„Þessi leikur var mikil bæting frá því í gær, sérstaklega varnarlega. Við vorum að spila línuna betur inn í þetta hjá okkur í dag. Það var góður talandi innan liðsins og menn voru að finna hvorn annan,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskyttan í liði Hauka, eftir leikinn. „Svona korteri fyrir mót er gott að fá svona leiki og koma okkur í gírinn,“ „Markvarslan var frábær í leiknum og vörnin ekkert síðri. Við vorum alveg staðráðnir að bæta okkar leik frá því í leiknum í gær og það tókst,“ sagði Sigurbergur að lokum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Haukar tóku OCI Lions frá Hollandi í kennslustund í síðari leik liðanna í forkeppni EHF-bikarsins í Hafnarfirði í dag. Haukar unnu tólf marka sigur og samanlagt með fimmtán mörkum í leikjunum tveimur. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu ágætis forystu fljótt í leiknum. Vörnin var góð og þá var markmaður Hauka, Giedrius Morkunas, að verja eins og berserkur í markinu. Haukamenn komust í sex marka forystu á 16. mínútu þegar staðan var 10-4. Þjálfara OCI Lions var nóg bóðið á þeim tímapunkti og tók leikhlé. Eftir það lagaðist leikur gestanna og Luuk Hoiting, markmaður OCI Lions, varði vel á þeim kafla. Helst ber að nefna þegar Sigurbergur Sveinsson tók vítakast sem hann varði. Sigurbergur náði frákastinu sjálfur og skaut strax á markið en Luuk varði aftur. Haukar stöðvuðu góða kaflann hjá gestunum undir lok hálfleiksins og staðan í leikhlé var 15-11. Leikmenn Hauka voru áberandi grimmir í leik sínum í dag. Vörnin var góð, markvarslan frábær og þá skoruðu þeir hvert hraðaupphlaupsmarkið á eftir öðru. Ef fyrri hálfleikur var eign Hauka að þá áttu þeir seinni hálfleikinn skuldlausan. Hollenskaliðið sá ekki til sólar í hálfleiknum og Giedrius Morkunas gjörsamlega lokaði markinu á tímabili. Hann varði alls 24 bolta í leiknum og var maður leiksins að margra mata. Haukar skoruðu níu mörk í röð frá 40. mínútu að 55. mínútu og Ljónin skoruðu ekki eitt einasta mark í heilt korter. Haukar unnu, 30-18, nokkuð þægilegan tólf marka sigur og eru komnir áfram í Evrópukeppninni. Adam Haukur Baumruk og Sigurbergur Sveinsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir sitt lið í dag. Patrekur: Vorum með mikla orku í dagPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var í skýjunum yfir frammistöðu sinna manna í leiknum. „Verkefnið var vel leyst í dag. Varnarleikurinn var ekki nægilega góður hjá okkur í gær og okkur tókst að laga hann í dag. Þetta hefur verið eitthvað andlegt hjá leikmönnum í gær því við vorum með mikla orku í dag . Menn læra af þessu upp á framhaldið,“ sagði Patrekur. Markmannsstaðan hjá Haukum hefur verið í umræðunni eftir að Aron Rafn hvarf á braut. Þið sofið væntanlega rólegir á nóttinni yfir henni núna? „Já, Giedrius er virkilega góður markmaður og Einar Ólafur líka. Auðvitað hangir markvarslan dálítið á vörninni sem var frábær í dag. Ég hef engar áhyggjur af markvörslunni hjá okkur í vetur. Auðvitað er Aron Rafn okkar landsliðsmaður en þessir strákar eru mjög góðir,“ „Ég er mjög ánægður að við séum í þessari Evrópukeppni og vonast eftir að komast sem lengst í henni auðvitað. Vonandi hjálpar það okkur í deildinni að hafa fengið svona alvöru leiki rétt fyrir mótið,“ sagði Patrekur að lokum og glotti við tönn. Sigurbergur: Markvarslan var frábær í leiknum„Þessi leikur var mikil bæting frá því í gær, sérstaklega varnarlega. Við vorum að spila línuna betur inn í þetta hjá okkur í dag. Það var góður talandi innan liðsins og menn voru að finna hvorn annan,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskyttan í liði Hauka, eftir leikinn. „Svona korteri fyrir mót er gott að fá svona leiki og koma okkur í gírinn,“ „Markvarslan var frábær í leiknum og vörnin ekkert síðri. Við vorum alveg staðráðnir að bæta okkar leik frá því í leiknum í gær og það tókst,“ sagði Sigurbergur að lokum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira