Alexander enn í miklu basli með öxlina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. mars 2013 16:23 Mynd/Valli Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari segir að það hafi verið talsvert púsluspil að velja íslenska landsliðshópinn fyrir tvo mikilvæga leiki gegn Slóveníu í undankeppni EM 2014. Landsliðshópurinn, sem er talsvert breyttur frá hópnum sem fór á HM í Spáni í janúar, var valinn í dag og má lesa um það hér. Einn þeirra sem fór ekki til Spánar en er í hópnum nú er Alexander Petersson. Hann gaf ekki kost á sér í verkefnið vegna langvarandi meiðsla í öxl en hefur engu að síður spilað reglulega með félagsliði sínu, Rhein-Neckar Löwen. „Alexander er ekki enn heill heilsu og mun nota sumarið til að vinna í sínum málum. Hann hefur verið á vissum afslætti hjá sínu félagsliði og ekki æft jafn mikið og aðrir leikmenn," sagði Aron í samtali við Vísi í dag. „En á meðan hann er að spila með sínu félagsliði, eins og hann hefur gert, vill maður að hann spili líka með landsliðinu. Við erum með mjög færa sjúkraþjálfara og lækna í okkar teymi og ekkert því til fyrirstöðu að hann verði með okkur í tengslum við þessa leiki." Alexander hefur verið að glíma við þrálát meiðsli í öxl og hefur einnig verið óttast um að þau gætu jafnvel bundið enda á feril hans. Aron hefur skilning á því. „Meiðslin hafa ágerst talsvert síðastliðið ár enda mikið álag á handboltamönnum sem eru í fremstu röð með bæði landsliði sínu og félagsliði. Vonandi tekst honum að finna út úr þessu í sumar." Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Alexander aftur í landsliðið | Sex HM-farar ekki með Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið landsliðshópinn fyrir leikina tvo gegn Slóveníu í undankeppni EM 2014. Hann hefur gert talsverðar breytingar á liðinu. 27. mars 2013 15:47 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari segir að það hafi verið talsvert púsluspil að velja íslenska landsliðshópinn fyrir tvo mikilvæga leiki gegn Slóveníu í undankeppni EM 2014. Landsliðshópurinn, sem er talsvert breyttur frá hópnum sem fór á HM í Spáni í janúar, var valinn í dag og má lesa um það hér. Einn þeirra sem fór ekki til Spánar en er í hópnum nú er Alexander Petersson. Hann gaf ekki kost á sér í verkefnið vegna langvarandi meiðsla í öxl en hefur engu að síður spilað reglulega með félagsliði sínu, Rhein-Neckar Löwen. „Alexander er ekki enn heill heilsu og mun nota sumarið til að vinna í sínum málum. Hann hefur verið á vissum afslætti hjá sínu félagsliði og ekki æft jafn mikið og aðrir leikmenn," sagði Aron í samtali við Vísi í dag. „En á meðan hann er að spila með sínu félagsliði, eins og hann hefur gert, vill maður að hann spili líka með landsliðinu. Við erum með mjög færa sjúkraþjálfara og lækna í okkar teymi og ekkert því til fyrirstöðu að hann verði með okkur í tengslum við þessa leiki." Alexander hefur verið að glíma við þrálát meiðsli í öxl og hefur einnig verið óttast um að þau gætu jafnvel bundið enda á feril hans. Aron hefur skilning á því. „Meiðslin hafa ágerst talsvert síðastliðið ár enda mikið álag á handboltamönnum sem eru í fremstu röð með bæði landsliði sínu og félagsliði. Vonandi tekst honum að finna út úr þessu í sumar."
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Alexander aftur í landsliðið | Sex HM-farar ekki með Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið landsliðshópinn fyrir leikina tvo gegn Slóveníu í undankeppni EM 2014. Hann hefur gert talsverðar breytingar á liðinu. 27. mars 2013 15:47 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Alexander aftur í landsliðið | Sex HM-farar ekki með Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið landsliðshópinn fyrir leikina tvo gegn Slóveníu í undankeppni EM 2014. Hann hefur gert talsverðar breytingar á liðinu. 27. mars 2013 15:47