Hækkið laun táknmálstúlka Magnús Sverrisson skrifar 28. desember 2012 08:00 Ég er heyrnarlaus, fyrsta mál mitt er táknmál. Ég tala táknmál dagsdaglega. Táknmál var viðurkennt sem jafnrétthátt íslenskunni í lok maí 2011 eftir langa baráttu. Ég nota táknmálstúlk oft við daglegt líf mitt. Ef táknmálstúlks nyti ekki við þá veit ég ekki hvað ég myndi gera. Starf táknmálstúlka er því mjög mikilvægt í mínu lífi og sjálfsagt margra annarra sem nota táknmál. Það er ekki okkar val að nota táknmál. Það er bara svona sem við fæddumst eða urðum heyrnarlaus/skert með einhverjum hætti. Starf táknmálstúlka hefur ekki verið metið að verðleikum og nú hyggjast margir táknmálstúlkar hætta störfum og snúa sér mögulega að öðru sem gefur meira í vasann. Það kom vel fram í grein (18.12.12 visir.is) Árnýjar Guðmundsdóttur fyrir jól þar sem fór hún yfir launamálin, stöðu túlka og rakti afstöðu stjórnvalda hvað varðar laun táknmálstúlka. Afstaða stjórnvalda til starfa þeirra vakti með mér ugg. Það er ekki langt síðan stjórnvöld samþykktu að borga svokallaðar sanngirnisbætur til mín og annarra heyrnarlausra á forsendum þess að meðal annars sé viðurkennt að samskiptalega vorum við heft í allri skólagöngu okkar. Nú þegar við erum svo sannarlega nútímavædd og reynslunni ríkari um afleiðingar þess að vera svipt táknmálinu virðist mér svo að sama sagan gæti gerst aftur. Ég spyr því: Á aftur að borga út sanngirnisbætur? Ég myndi krefjast bóta ef líf mitt yrði aftur sett í kassa og ég sviptur mínu máli. Ég get lofað ykkur að þá verða þær dýrari vegna þess að öll þekking var til staðar og nauðsyn fyrir táknmálstúlk var vitað mál. Þið skapið sjálf forsendurnar fyrir bótum framtíðarinnar ef þið hækkið ekki laun táknmálstúlka og veitið starfi þeirra þá virðingu sem það á skilið. Hvaða forsendur eru það að laun táknmálstúlka eigi að vera lág? Er það vegna þess að túlkarnir eru konur? Eða vegna þess að þær eru góðar konur samkvæmt skilgreiningu gamallar frænku Árnýjar greinarhöfundar? Ég ætla ekki að útlista frekar þörfina fyrir táknmálstúlka, þið stjórnvöld vitið það alveg. En hætti táknmálstúlkar hins vegar vegna skilningsleysis ykkar þá verð ég mjög reiður og eflaust margir aðrir líka. Ég verð svo reiður að þið munið aldrei fá að vita hvað ég segi af þeirri ástæðu að það er einfaldlega ekki til táknmálstúlkur. Ég borga skatta og lít svo á að táknmálstúlkur sé hluti af sameiginlegum lífsgæðum allra landsmanna. Það er allra hagur að táknmálstúlkur sé til. Hækkið laun táknmálstúlka og sleppið því að breyta daglegu lífi okkar táknmálsnotenda í martröð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ég er heyrnarlaus, fyrsta mál mitt er táknmál. Ég tala táknmál dagsdaglega. Táknmál var viðurkennt sem jafnrétthátt íslenskunni í lok maí 2011 eftir langa baráttu. Ég nota táknmálstúlk oft við daglegt líf mitt. Ef táknmálstúlks nyti ekki við þá veit ég ekki hvað ég myndi gera. Starf táknmálstúlka er því mjög mikilvægt í mínu lífi og sjálfsagt margra annarra sem nota táknmál. Það er ekki okkar val að nota táknmál. Það er bara svona sem við fæddumst eða urðum heyrnarlaus/skert með einhverjum hætti. Starf táknmálstúlka hefur ekki verið metið að verðleikum og nú hyggjast margir táknmálstúlkar hætta störfum og snúa sér mögulega að öðru sem gefur meira í vasann. Það kom vel fram í grein (18.12.12 visir.is) Árnýjar Guðmundsdóttur fyrir jól þar sem fór hún yfir launamálin, stöðu túlka og rakti afstöðu stjórnvalda hvað varðar laun táknmálstúlka. Afstaða stjórnvalda til starfa þeirra vakti með mér ugg. Það er ekki langt síðan stjórnvöld samþykktu að borga svokallaðar sanngirnisbætur til mín og annarra heyrnarlausra á forsendum þess að meðal annars sé viðurkennt að samskiptalega vorum við heft í allri skólagöngu okkar. Nú þegar við erum svo sannarlega nútímavædd og reynslunni ríkari um afleiðingar þess að vera svipt táknmálinu virðist mér svo að sama sagan gæti gerst aftur. Ég spyr því: Á aftur að borga út sanngirnisbætur? Ég myndi krefjast bóta ef líf mitt yrði aftur sett í kassa og ég sviptur mínu máli. Ég get lofað ykkur að þá verða þær dýrari vegna þess að öll þekking var til staðar og nauðsyn fyrir táknmálstúlk var vitað mál. Þið skapið sjálf forsendurnar fyrir bótum framtíðarinnar ef þið hækkið ekki laun táknmálstúlka og veitið starfi þeirra þá virðingu sem það á skilið. Hvaða forsendur eru það að laun táknmálstúlka eigi að vera lág? Er það vegna þess að túlkarnir eru konur? Eða vegna þess að þær eru góðar konur samkvæmt skilgreiningu gamallar frænku Árnýjar greinarhöfundar? Ég ætla ekki að útlista frekar þörfina fyrir táknmálstúlka, þið stjórnvöld vitið það alveg. En hætti táknmálstúlkar hins vegar vegna skilningsleysis ykkar þá verð ég mjög reiður og eflaust margir aðrir líka. Ég verð svo reiður að þið munið aldrei fá að vita hvað ég segi af þeirri ástæðu að það er einfaldlega ekki til táknmálstúlkur. Ég borga skatta og lít svo á að táknmálstúlkur sé hluti af sameiginlegum lífsgæðum allra landsmanna. Það er allra hagur að táknmálstúlkur sé til. Hækkið laun táknmálstúlka og sleppið því að breyta daglegu lífi okkar táknmálsnotenda í martröð.