100 milljóna mengunarskattur 28. desember 2012 06:00 Steinull hf. fékk litlu úthlutað af heimildum þar sem verksmiðjan notar mikið rafmagn. „Í okkar tilfelli er íslenskt rafmagn talið losa jafn mikið CO eins og rafmagn í Evrópu,“ segir Einar Einarsson forstjóri.fréttablaðið/vilhelm Um áramótin fellur stóriðjan á Íslandi undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með losunarheimildir. Flugfélög hafa þurft að kaupa sér heimildir allt þetta ár en Alþingi samþykkti í desember breytingar á lögunum. Kerfið hefur verið starfrækt innan ESB síðan árið 2005, en það er meginstjórntæki sambandsins á sviði loftslagsmála. Því er ætlað að mynda hagræna hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Viðskiptakerfið byggist þannig upp að losun gróðurhúsalofttegunda er gerð háð losunarheimildum. Rekstraraðilum ber að standa skil á bókhaldinu og afhenda yfirvöldum losunarheimildir í samræmi við útblástur hvers árs. Hugi Ólafsson, sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, segir að heimildunum sé úthlutað að hluta til endurgjaldslaust og að hluta til séu þær boðnar upp. „Ef rekstraraðilar eiga fleiri losunarheimildir en þeir þurfa að nota geta þeir selt þær á markaði og að sama skapi geta þeir keypt losunarheimildir ef upp á vantar. Þannig myndar viðskiptakerfið hagrænan hvata til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, t.d. með því að fjárfesta í umhverfisvænni tækni eða hagræða með öðrum hætti í rekstri sínum.“Heimildir keyptar Evrópusambandið hefur gefið út viðmið sem nemur losun á 1,514 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á hvert framleitt tonn af áli. Kaupa þarf heimildir fyrir allt umfram það. Það er fundið út með því að taka saman frammistöðu þeirra tíu prósenta álvera í sambandinu sem minnst losa frá framleiðslu sinni. Á Íslandi voru framleidd 800 þúsund tonn af áli árið 2011. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleiðenda, segir að meðallosun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn af áli hafi verið 1,6 tonn á síðasta ári. Það þýðir að kaupa þarf heimildir fyrir losun tæplega hálfs kílós af gróðurhúsalofttegundum fyrir hvert tonn af áli.Á að draga úr mengun Þorsteinn segir að innan framkvæmdastjórnar ESB séu uppi hugmyndir um að minnka pottinn þannig að færri losunarheimildir séu í boði. Með því eigi að hækka verðið á heimildunum. „Meðalverðið í dag er um sjö evrur á hvert tonn, en það þykir allt of lágt. Framkvæmdastjórnin hefur jafnvel rætt það að setja gólf á verðið, en markmið hennar er að verðið á tonninu sé ekki undir 15 evrum.“ Það þýðir að kostnaður sem leggst á álfyrirtækin verður um 75 til 100 milljónir strax, en getur tvöfaldast hækki verðið eins og stefnt er að. „Endanlegur kostnaður veltur náttúrulega líka á því hvernig fyrirtækjunum tekst að draga úr losun,“ segir Þorsteinn. Hærra verð á því að auka hagræna hvata til minni mengunar þegar fyrirtæki standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að kaupa viðbótarlosunarheimildir, koma fyrir búnaði eða breyta aðferðum til að draga úr losun eða, ef nauðsyn þykir, draga úr framleiðslu. Loftslagsmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Um áramótin fellur stóriðjan á Íslandi undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með losunarheimildir. Flugfélög hafa þurft að kaupa sér heimildir allt þetta ár en Alþingi samþykkti í desember breytingar á lögunum. Kerfið hefur verið starfrækt innan ESB síðan árið 2005, en það er meginstjórntæki sambandsins á sviði loftslagsmála. Því er ætlað að mynda hagræna hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Viðskiptakerfið byggist þannig upp að losun gróðurhúsalofttegunda er gerð háð losunarheimildum. Rekstraraðilum ber að standa skil á bókhaldinu og afhenda yfirvöldum losunarheimildir í samræmi við útblástur hvers árs. Hugi Ólafsson, sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, segir að heimildunum sé úthlutað að hluta til endurgjaldslaust og að hluta til séu þær boðnar upp. „Ef rekstraraðilar eiga fleiri losunarheimildir en þeir þurfa að nota geta þeir selt þær á markaði og að sama skapi geta þeir keypt losunarheimildir ef upp á vantar. Þannig myndar viðskiptakerfið hagrænan hvata til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, t.d. með því að fjárfesta í umhverfisvænni tækni eða hagræða með öðrum hætti í rekstri sínum.“Heimildir keyptar Evrópusambandið hefur gefið út viðmið sem nemur losun á 1,514 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á hvert framleitt tonn af áli. Kaupa þarf heimildir fyrir allt umfram það. Það er fundið út með því að taka saman frammistöðu þeirra tíu prósenta álvera í sambandinu sem minnst losa frá framleiðslu sinni. Á Íslandi voru framleidd 800 þúsund tonn af áli árið 2011. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleiðenda, segir að meðallosun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn af áli hafi verið 1,6 tonn á síðasta ári. Það þýðir að kaupa þarf heimildir fyrir losun tæplega hálfs kílós af gróðurhúsalofttegundum fyrir hvert tonn af áli.Á að draga úr mengun Þorsteinn segir að innan framkvæmdastjórnar ESB séu uppi hugmyndir um að minnka pottinn þannig að færri losunarheimildir séu í boði. Með því eigi að hækka verðið á heimildunum. „Meðalverðið í dag er um sjö evrur á hvert tonn, en það þykir allt of lágt. Framkvæmdastjórnin hefur jafnvel rætt það að setja gólf á verðið, en markmið hennar er að verðið á tonninu sé ekki undir 15 evrum.“ Það þýðir að kostnaður sem leggst á álfyrirtækin verður um 75 til 100 milljónir strax, en getur tvöfaldast hækki verðið eins og stefnt er að. „Endanlegur kostnaður veltur náttúrulega líka á því hvernig fyrirtækjunum tekst að draga úr losun,“ segir Þorsteinn. Hærra verð á því að auka hagræna hvata til minni mengunar þegar fyrirtæki standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að kaupa viðbótarlosunarheimildir, koma fyrir búnaði eða breyta aðferðum til að draga úr losun eða, ef nauðsyn þykir, draga úr framleiðslu.
Loftslagsmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira