Fjárfestingar á Íslandi Arna Mathiesen skrifar 18. desember 2012 06:00 Fjöldi Íslendinga sem lengi hafa búið í útlöndum hefur keypt sér íbúðir á Íslandi á hagstæðum kjörum eftir hrunið. Þetta gerir fólk með íslenskum krónum sem það fær á enn lægra gengi en gengur og gerist hjá Seðlabankanum, sem með þessu trixi auðveldar erlenda fjárfestingu. Ódýru krónurnar kaupir fólkið fyrir peninga sem það fær einatt á óverðtryggðum lánum á lágum vöxtum í erlendum bönkum. Borðleggjandi hagnaður þar sem íbúðin borgar sig niður sjálf með leigu til annarra Íslendinga sem verða að skaffa sér þak yfir höfuðið á Íslandi hér og nú. Ég hef fylgst með úr fjarlægð og hugsað að ég væri sennilega dáldið fífl að gera þetta ekki. Þarna gæti ég fyrirhafnarlítið skaffað mér íbúð fyrir áhyggjulaust ævikvöld á Íslandi. Eymd landa minna En ég hef líka spáð í að það sé óhuggulegt að vera að græða á eymd landa minna sem missa húsnæði sitt og ímynda mér líka að eftirspurnin (sem ég myndi þá stuðla að sjálf) eigi þátt í að halda uppi verðinu, sem er allt of hátt miðað við byggingarkostnað þar sem skynsamlega er staðið að verki. Hátt húsnæðisverðið stendur ungu fólki fyrir þrifum. Það getur ekki keypt sér neitt og hefur varla pening til að leigja. Ég hef líka velt fyrir mér að erfitt sé að standa í viðhaldi á húsnæði fyrir eiganda sem býr í útlöndum. Varla væri gott að vera ábyrgur fyrir að íbúðarhúsnæði á Íslandi lægi undir skemmdum af viðhaldsleysi eftir nokkur ár? Vangaveltur af þessu tagi hafa hindrað að ég hafi hafi haft mig út í svona viðskipti. En nú er Seðlabankastjóri að hvetja mig til að slá til, því það hjálpi Íslandi! Ef allir Íslendingar í útlöndum geta fengið eins mikla peninga í útlendum banka til fjárfestinga á Íslandi og ég, gæti svona lagað verið ákveðin leið til að fá inn erlent fjármagn án þess að eignir Íslands og Íslendinga safnist bara í hendur hrunvalda og erlendra fjárfesta sem engar taugar bera til staðarins. En spurningin er hvort við viljum standa í þess háttar vafstri við hlið einhverra afla sem við vitum ekkert hvert beri Ísland. Ef það er eins rakinn gróðavegur að fara í svona fjárfestingu þegar maður á ekki einu sinni pening (bara vinnu í útlöndum sem auðveldar lántöku þar) má ímynda sér hve rakið þetta er fyrir fólk sem á fé á lausu og hefur að meginmarkmiði að ávaxta það. Umsvif þeirra sem braska með húsnæði innanlands hafa þó ekki þann „kostinn" að gjaldeyrir streymi inn í landið, aðeins fjárfestarnir hagnast. Klárir á uppskriftinni Nú veit ég ekki hvort útlendingar sjá fjárfestingarmöguleika í íslenskum húsnæðismarkaði líka, en hitt veit ég að útlendingar keyptu fjölmargar íbúðir í Austur-Evrópu rétt eftir fall járntjaldsins, í gróðavon. Verðið var lágt (fyrir þá) og virtist bara geta hækkað. Þetta er hægt hér líka ef útlendingar eru klárir á uppskriftinni og hægt er að telja þeim trú um að húsnæðisverðið hækki eftir kaupin. Ef húsnæðisverð væri lægra væri freistingin enn meiri til fjárfestinga í geiranum fyrir einhverja eða alla þessa hópa, nema þetta væri hreinlega bannað. Það er eins og það sé sama hvers konar fjárfestingu sé verið að kalla eftir, bara hún sé erlend. Frá sjónarmiði fjárfestisins vill hann aðeins fjárfesta þar sem gróðavænlegt er. Ég fór fyrir forvitni sakir á fund í Noregi þar sem „lokka" átti erlenda fjárfestingu til Íslands. Þarna voru norskir fjölmiðlar. Þáverandi viðskiptaráðherra Íslands (Árni Páll) talaði um hvað allt væri á uppleið og hvað allt myndi vera gert til að létta ferlið fyrir erlenda fjárfestingu á Íslandi og bankastjóri Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, talaði um hvað bankinn væri fullur af peningum! Við hlið mér sat glaðbeittur maður sem hugði að fjárfestingu á Íslandi fyrir hönd fyrirtækis síns sem framleiddi og seldi hjól. Ég sagði honum að það væri gott að fá fleiri hjól til Íslands og fólk væri svo blankt að margir væru farnir að leggja bílnum. Bjóst ég við að maðurinn yrði feginn að fyrirtæki hans myndi geta sinnt þjóðþrifaverki hjá íslenskri frændþjóð í vanda. Hið gagnstæða gerðist: Maðurinn missti allan áhuga. Hann vildi bara græða á fyrirtækinu og eftirspurn lítið efnaðra Íslendinga hafði lítið gildi fyrir hann. Gott að losna við þessa blóðsugu hugsaði ég, en bið íslensk stjórnvöld forláts að hafa eyðilagt „tækifærið". En því ættu Íslendingar að láta græða á sér þegar þeir hafa bara þörf fyrir að lifa mannsæmandi lífi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Sjá meira
Fjöldi Íslendinga sem lengi hafa búið í útlöndum hefur keypt sér íbúðir á Íslandi á hagstæðum kjörum eftir hrunið. Þetta gerir fólk með íslenskum krónum sem það fær á enn lægra gengi en gengur og gerist hjá Seðlabankanum, sem með þessu trixi auðveldar erlenda fjárfestingu. Ódýru krónurnar kaupir fólkið fyrir peninga sem það fær einatt á óverðtryggðum lánum á lágum vöxtum í erlendum bönkum. Borðleggjandi hagnaður þar sem íbúðin borgar sig niður sjálf með leigu til annarra Íslendinga sem verða að skaffa sér þak yfir höfuðið á Íslandi hér og nú. Ég hef fylgst með úr fjarlægð og hugsað að ég væri sennilega dáldið fífl að gera þetta ekki. Þarna gæti ég fyrirhafnarlítið skaffað mér íbúð fyrir áhyggjulaust ævikvöld á Íslandi. Eymd landa minna En ég hef líka spáð í að það sé óhuggulegt að vera að græða á eymd landa minna sem missa húsnæði sitt og ímynda mér líka að eftirspurnin (sem ég myndi þá stuðla að sjálf) eigi þátt í að halda uppi verðinu, sem er allt of hátt miðað við byggingarkostnað þar sem skynsamlega er staðið að verki. Hátt húsnæðisverðið stendur ungu fólki fyrir þrifum. Það getur ekki keypt sér neitt og hefur varla pening til að leigja. Ég hef líka velt fyrir mér að erfitt sé að standa í viðhaldi á húsnæði fyrir eiganda sem býr í útlöndum. Varla væri gott að vera ábyrgur fyrir að íbúðarhúsnæði á Íslandi lægi undir skemmdum af viðhaldsleysi eftir nokkur ár? Vangaveltur af þessu tagi hafa hindrað að ég hafi hafi haft mig út í svona viðskipti. En nú er Seðlabankastjóri að hvetja mig til að slá til, því það hjálpi Íslandi! Ef allir Íslendingar í útlöndum geta fengið eins mikla peninga í útlendum banka til fjárfestinga á Íslandi og ég, gæti svona lagað verið ákveðin leið til að fá inn erlent fjármagn án þess að eignir Íslands og Íslendinga safnist bara í hendur hrunvalda og erlendra fjárfesta sem engar taugar bera til staðarins. En spurningin er hvort við viljum standa í þess háttar vafstri við hlið einhverra afla sem við vitum ekkert hvert beri Ísland. Ef það er eins rakinn gróðavegur að fara í svona fjárfestingu þegar maður á ekki einu sinni pening (bara vinnu í útlöndum sem auðveldar lántöku þar) má ímynda sér hve rakið þetta er fyrir fólk sem á fé á lausu og hefur að meginmarkmiði að ávaxta það. Umsvif þeirra sem braska með húsnæði innanlands hafa þó ekki þann „kostinn" að gjaldeyrir streymi inn í landið, aðeins fjárfestarnir hagnast. Klárir á uppskriftinni Nú veit ég ekki hvort útlendingar sjá fjárfestingarmöguleika í íslenskum húsnæðismarkaði líka, en hitt veit ég að útlendingar keyptu fjölmargar íbúðir í Austur-Evrópu rétt eftir fall járntjaldsins, í gróðavon. Verðið var lágt (fyrir þá) og virtist bara geta hækkað. Þetta er hægt hér líka ef útlendingar eru klárir á uppskriftinni og hægt er að telja þeim trú um að húsnæðisverðið hækki eftir kaupin. Ef húsnæðisverð væri lægra væri freistingin enn meiri til fjárfestinga í geiranum fyrir einhverja eða alla þessa hópa, nema þetta væri hreinlega bannað. Það er eins og það sé sama hvers konar fjárfestingu sé verið að kalla eftir, bara hún sé erlend. Frá sjónarmiði fjárfestisins vill hann aðeins fjárfesta þar sem gróðavænlegt er. Ég fór fyrir forvitni sakir á fund í Noregi þar sem „lokka" átti erlenda fjárfestingu til Íslands. Þarna voru norskir fjölmiðlar. Þáverandi viðskiptaráðherra Íslands (Árni Páll) talaði um hvað allt væri á uppleið og hvað allt myndi vera gert til að létta ferlið fyrir erlenda fjárfestingu á Íslandi og bankastjóri Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, talaði um hvað bankinn væri fullur af peningum! Við hlið mér sat glaðbeittur maður sem hugði að fjárfestingu á Íslandi fyrir hönd fyrirtækis síns sem framleiddi og seldi hjól. Ég sagði honum að það væri gott að fá fleiri hjól til Íslands og fólk væri svo blankt að margir væru farnir að leggja bílnum. Bjóst ég við að maðurinn yrði feginn að fyrirtæki hans myndi geta sinnt þjóðþrifaverki hjá íslenskri frændþjóð í vanda. Hið gagnstæða gerðist: Maðurinn missti allan áhuga. Hann vildi bara græða á fyrirtækinu og eftirspurn lítið efnaðra Íslendinga hafði lítið gildi fyrir hann. Gott að losna við þessa blóðsugu hugsaði ég, en bið íslensk stjórnvöld forláts að hafa eyðilagt „tækifærið". En því ættu Íslendingar að láta græða á sér þegar þeir hafa bara þörf fyrir að lifa mannsæmandi lífi?
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar