Andvíg fjölskylduvænna samfélagi Guðmundur D. Haraldsson skrifar 17. desember 2012 17:00 Fyrir skömmu kom fram fín tillaga á Alþingi. Ef tillagan yrði að lögum myndi það þýða að ef jóladag bæri upp um helgi myndi vinnandi fólk fá frídag næsta virka dag á eftir (sama gildir um annan í jólum, nýársdag, 17. júní og 1. maí). Tillagan er viðleitni til þess að gera fólki kleift að njóta t.d. jólanna betur, með því að eiga aðeins lengra frí. Tillagan er líka viðleitni til að gera landið okkar eilítið fjölskylduvænna, viðleitni til þess að fólk geti frekar notið lífsins. Það er gott og eðlilegt að eiga frí. Samtök atvinnulífsins, SA, eru ekki hrifin af tillögunni og því að almenningur fái þá frídaga sem ber upp á helgi. Nei segja samtökin! Slíkt myndi þýða „0,53% hækkun launakostnaðar" fyrir fyrirtæki, eins og segir í frétt Morgunblaðsins um málið og umsögn samtakanna um tillöguna. Og samtökin vilja ekki að þingið sé að skipta sér af málinu, þar sem frídagar séu hluti kjarasamninga. Skoðum það aðeins nánar. Alþingi er löggjafinn á Íslandi og getur gert hvaða dag sem er að frídegi. Flóknara er það ekki því lög Alþingis eru yfir alla samninga hafin. Frídagar sem samið er um í kjarasamningum eru viðbót við þá frídaga sem Alþingi skilgreinir. Vinnum að meðaltali lengur Svo er það hitt með hækkun launakostnaðar. Fyrst staðreyndir: Ísland er eitt vinnusamasta samfélag á Norðurlöndum. Við á Íslandi unnum árið 2008 að meðaltali átta stundum meira á viku en fólk gerði í Noregi, fjórum stundum meira en í Svíþjóð og sex stundum meira en í Danmörku. Þessum langa vinnutíma fylgja ýmis neikvæð áhrif. Í alþjóðlegri rannsókn sem var gerð fyrir nokkrum árum kom í ljós að í engu öðru þátttökulandi rannsóknarinnar voru fleiri sem sögðust koma of þreyttir úr vinnu nokkrum sinnum í mánuði (eða oftar) til að sinna heimilinu. Þátttökulöndin voru fjölmörg; öll Norðurlandaríkin, mörg önnur Evrópulönd, Bandaríkin, Ástralía, Nýja-Sjáland og fleiri til. Langar vinnustundir hafa án efa mikið um þetta að segja. Samtök atvinnulífsins eru mótfallin því að gera samfélagið örlítið fjölskylduvænna með því að veita örlítið fleiri frídaga – og það vegna þess að það myndi hækka launakostnað um 0,53%. Einn tvöhundraðasta! Raunar væri upplagt að ganga miklu lengra en tillagan leggur til. Það væri tilvalið að stytta vinnuvikuna rækilega, til dæmis með styttingu niður í 30-32 stundir. Með því yrði Ísland eitt fjölskylduvænsta samfélag í vestrænum heimi. Samtök atvinnulífsins hafa greinilega ekki hagsmuni fjölskyldnanna né fólksins í landinu í huga – þvert á móti styðja samtökin hvers kyns stöðnun í þeim efnum. Hunsum skilaboð Samtaka atvinnulífsins og fjölgum óhrædd frídögum. Við getum vel unnið minna. Og raunar miklu minna en ágæt tillaga Róberts Marshall felur í sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu kom fram fín tillaga á Alþingi. Ef tillagan yrði að lögum myndi það þýða að ef jóladag bæri upp um helgi myndi vinnandi fólk fá frídag næsta virka dag á eftir (sama gildir um annan í jólum, nýársdag, 17. júní og 1. maí). Tillagan er viðleitni til þess að gera fólki kleift að njóta t.d. jólanna betur, með því að eiga aðeins lengra frí. Tillagan er líka viðleitni til að gera landið okkar eilítið fjölskylduvænna, viðleitni til þess að fólk geti frekar notið lífsins. Það er gott og eðlilegt að eiga frí. Samtök atvinnulífsins, SA, eru ekki hrifin af tillögunni og því að almenningur fái þá frídaga sem ber upp á helgi. Nei segja samtökin! Slíkt myndi þýða „0,53% hækkun launakostnaðar" fyrir fyrirtæki, eins og segir í frétt Morgunblaðsins um málið og umsögn samtakanna um tillöguna. Og samtökin vilja ekki að þingið sé að skipta sér af málinu, þar sem frídagar séu hluti kjarasamninga. Skoðum það aðeins nánar. Alþingi er löggjafinn á Íslandi og getur gert hvaða dag sem er að frídegi. Flóknara er það ekki því lög Alþingis eru yfir alla samninga hafin. Frídagar sem samið er um í kjarasamningum eru viðbót við þá frídaga sem Alþingi skilgreinir. Vinnum að meðaltali lengur Svo er það hitt með hækkun launakostnaðar. Fyrst staðreyndir: Ísland er eitt vinnusamasta samfélag á Norðurlöndum. Við á Íslandi unnum árið 2008 að meðaltali átta stundum meira á viku en fólk gerði í Noregi, fjórum stundum meira en í Svíþjóð og sex stundum meira en í Danmörku. Þessum langa vinnutíma fylgja ýmis neikvæð áhrif. Í alþjóðlegri rannsókn sem var gerð fyrir nokkrum árum kom í ljós að í engu öðru þátttökulandi rannsóknarinnar voru fleiri sem sögðust koma of þreyttir úr vinnu nokkrum sinnum í mánuði (eða oftar) til að sinna heimilinu. Þátttökulöndin voru fjölmörg; öll Norðurlandaríkin, mörg önnur Evrópulönd, Bandaríkin, Ástralía, Nýja-Sjáland og fleiri til. Langar vinnustundir hafa án efa mikið um þetta að segja. Samtök atvinnulífsins eru mótfallin því að gera samfélagið örlítið fjölskylduvænna með því að veita örlítið fleiri frídaga – og það vegna þess að það myndi hækka launakostnað um 0,53%. Einn tvöhundraðasta! Raunar væri upplagt að ganga miklu lengra en tillagan leggur til. Það væri tilvalið að stytta vinnuvikuna rækilega, til dæmis með styttingu niður í 30-32 stundir. Með því yrði Ísland eitt fjölskylduvænsta samfélag í vestrænum heimi. Samtök atvinnulífsins hafa greinilega ekki hagsmuni fjölskyldnanna né fólksins í landinu í huga – þvert á móti styðja samtökin hvers kyns stöðnun í þeim efnum. Hunsum skilaboð Samtaka atvinnulífsins og fjölgum óhrædd frídögum. Við getum vel unnið minna. Og raunar miklu minna en ágæt tillaga Róberts Marshall felur í sér.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar