Sykurhamfarir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Borgarstjóri New York-borgar hefur í nógu að snúast. Dag og nótt leitar hann lausna fyrir þá sem hafa misst heimili sín eða eru án rafmagns eftir storminn Sandy. Eyðileggingin er mikil og áríðandi að allir leggist á eitt við að byggja upp. En það liggja fleiri erfið mál á borgarstjóranum sem eru ekki eins áríðandi en ekki síður mikilvæg. Íbúar borgarinnar, líkt og á öðrum vestrænum slóðum, hafa nefnilega fitnað úr hófi fram og enginn sér fyrir endann á þeim fjölmörgu vandamálum sem offitan skapar. Margt bendir til þess að óhófleg sykurneysla sé mikilvægur orsakavaldur offitu, sérstaklega þegar kemur að börnum. Bloomberg borgarstjóri er meðvitaður um þetta og segir gosdrykki einn stærsta óvininn. Hann hefur nú þegar staðið fyrir birtingu á orkuinnihaldi á matseðlum og takmörkun á transfitusýru- og saltinnihaldi matvæla. Í mars 2013 verður innleitt nýtt bann þegar veitingastöðum í borginni verður óheimilt að selja gos og sæta drykki stærri en 500 ml. Börn sem mælast of þung eða of feit eru mjög líkleg til að verða of þung á fullorðinsaldri. Í Bandaríkjunum er talað um að 77% barna sem eru of feit verði of feit sem fullorðnir einstaklingar. Offita getur valdið alvarlegum sjúkdómum á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og krabbamein og aukið áhættu á þunglyndi, kvíða og félagslegum vandamálum. Vandamálið hefur fest sig í sessi og við sjáum beinan og óbeinan kostnað stóraukast og margir tala um offitufaraldur. Rannsóknir hafa sýnt fram á að sykur sé ávanabindandi. Sumir fullyrða að um svipaða fíkn sé að ræða og þá sem leiðir til áfengis- og vímuefnavanda. Flestum er ljóst að sykur, líkt og transfitusýrur, er vara sem í flestum tilfellum er komin langan veg frá því að vera náttúruleg. Saga sykurframleiðslu er í raun lyginni líkust. Okkar elstu íbúar muna eftir miklum skorti á sykri og einstökum viðburði ef hægt var að lauma kandísmola til barns. Kornsíróp leysti hefðbundinn sykur að miklu leyti af hólmi í kringum 1980 í matvæla- og gosframleiðslu en þetta sætuefni kostar einungis brot af því sem hefðbundinn sykur kostar. Það fer illa saman að sykur hafi svona slæm áhrif á líkama barna okkar, sé ávanabindandi og kosti nánast ekki neitt. Einfaldar lausnir eins og að segja fólki að borða minna eða að hætta að borða ákveðnar matartegundir hafa ekki virkað vel. Hellt hefur verið yfir okkur skilaboðum um að t.d. brauðát, fitumagn, transfitusýrur eða okkar eigin gen séu vandinn. Það sem er hins vegar bölvanlegt er að nú snýst þetta ekki um okkur fullorðna fólkið, okkur sem getum ákveðið að gera eitthvað í málinu. Þetta snýst um börnin og hvort þau haldi áfram að fitna eða ekki. Boð og bönn frá hinu opinbera geta verið óþolandi og ákvörðun Bloombergs er óvinsæl. Margar spurningar vakna þegar bönn eru sett. Hvers vegna má kaupa lítra af ís en ekki lítra af gosi? Hvernig ætla þeir að fylgja þessu eftir? Er yfir höfuð raunhæft að setja löggjöf um sykurneyslu? Hverjum og einum ber að taka ábyrgð á heilsu sinni og sinna nánustu. En er það að gerast? Eru íslensk börn hætt að fitna í kjölfar þeirrar umræðu sem sannarlega hefur farið fram af hendi fagfólks? Þurfa stjórnmálamenn ekki að hefjast handa? Íslensk börn eru með þeim þyngstu í Evrópu. Þau borða mestan sykur barna á Norðurlöndum og er talið að íslenskt leikskólabarn innbyrði að meðaltali um 50 gr. af sykri á dag. Vísindin segja okkur að þetta geti skapað gífurleg vandamál til framtíðar. Einhvers staðar þarf að byrja og umræðan er tilviljanakennd. Stærsta sveitarfélag landsins, Reykjavíkurborg, er ekki einu sinni með þetta stóra vandamál til umræðu. Það er ekki nóg að byggja upp þjónustu fyrir þá sem þegar kljást við vandann, heldur þarf að koma í veg fyrir hann með forvörnum. Sveitarfélög eiga að vera í fararbroddi með virkri lýðheilsustefnu og markmiðum til að fylgja henni eftir sem tekur til margra þátta; menntakerfis, fjölskyldna, íþróttafélaga, heilsugæslu og vísindamanna. Sveitarfélög hafa beinan aðgang að fjölskyldum í gegnum skóla og heilsugæslu þar sem hægt er að veita stuðning og fræðslu með aðkomu heilbrigðisyfirvalda. Fjölskyldan getur tekið höndum saman um að minnka sykurát, verslunareigendur geta dregið stórlega úr nammibaramenningu, framleiðendur geta upplýst um sykurinnihald á vörum sínum. Fjársvelt skólahjúkrun verður að mæla þyngd oftar og veita foreldrum stuðning ef barn er of þungt. Heilsugæslan þarf að veita verðandi foreldrum fræðslu. Skólarnir eru lykillinn að börnum og foreldrum þeirra; gætum við til dæmis skipt út kökum og gosi á bekkjarsamkomum fyrir ávexti og vatn? Verum hugrökk og göngum í málið núna: annars endar þetta með boðum og bönnum eða enn meiri ósköpum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjóri New York-borgar hefur í nógu að snúast. Dag og nótt leitar hann lausna fyrir þá sem hafa misst heimili sín eða eru án rafmagns eftir storminn Sandy. Eyðileggingin er mikil og áríðandi að allir leggist á eitt við að byggja upp. En það liggja fleiri erfið mál á borgarstjóranum sem eru ekki eins áríðandi en ekki síður mikilvæg. Íbúar borgarinnar, líkt og á öðrum vestrænum slóðum, hafa nefnilega fitnað úr hófi fram og enginn sér fyrir endann á þeim fjölmörgu vandamálum sem offitan skapar. Margt bendir til þess að óhófleg sykurneysla sé mikilvægur orsakavaldur offitu, sérstaklega þegar kemur að börnum. Bloomberg borgarstjóri er meðvitaður um þetta og segir gosdrykki einn stærsta óvininn. Hann hefur nú þegar staðið fyrir birtingu á orkuinnihaldi á matseðlum og takmörkun á transfitusýru- og saltinnihaldi matvæla. Í mars 2013 verður innleitt nýtt bann þegar veitingastöðum í borginni verður óheimilt að selja gos og sæta drykki stærri en 500 ml. Börn sem mælast of þung eða of feit eru mjög líkleg til að verða of þung á fullorðinsaldri. Í Bandaríkjunum er talað um að 77% barna sem eru of feit verði of feit sem fullorðnir einstaklingar. Offita getur valdið alvarlegum sjúkdómum á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og krabbamein og aukið áhættu á þunglyndi, kvíða og félagslegum vandamálum. Vandamálið hefur fest sig í sessi og við sjáum beinan og óbeinan kostnað stóraukast og margir tala um offitufaraldur. Rannsóknir hafa sýnt fram á að sykur sé ávanabindandi. Sumir fullyrða að um svipaða fíkn sé að ræða og þá sem leiðir til áfengis- og vímuefnavanda. Flestum er ljóst að sykur, líkt og transfitusýrur, er vara sem í flestum tilfellum er komin langan veg frá því að vera náttúruleg. Saga sykurframleiðslu er í raun lyginni líkust. Okkar elstu íbúar muna eftir miklum skorti á sykri og einstökum viðburði ef hægt var að lauma kandísmola til barns. Kornsíróp leysti hefðbundinn sykur að miklu leyti af hólmi í kringum 1980 í matvæla- og gosframleiðslu en þetta sætuefni kostar einungis brot af því sem hefðbundinn sykur kostar. Það fer illa saman að sykur hafi svona slæm áhrif á líkama barna okkar, sé ávanabindandi og kosti nánast ekki neitt. Einfaldar lausnir eins og að segja fólki að borða minna eða að hætta að borða ákveðnar matartegundir hafa ekki virkað vel. Hellt hefur verið yfir okkur skilaboðum um að t.d. brauðát, fitumagn, transfitusýrur eða okkar eigin gen séu vandinn. Það sem er hins vegar bölvanlegt er að nú snýst þetta ekki um okkur fullorðna fólkið, okkur sem getum ákveðið að gera eitthvað í málinu. Þetta snýst um börnin og hvort þau haldi áfram að fitna eða ekki. Boð og bönn frá hinu opinbera geta verið óþolandi og ákvörðun Bloombergs er óvinsæl. Margar spurningar vakna þegar bönn eru sett. Hvers vegna má kaupa lítra af ís en ekki lítra af gosi? Hvernig ætla þeir að fylgja þessu eftir? Er yfir höfuð raunhæft að setja löggjöf um sykurneyslu? Hverjum og einum ber að taka ábyrgð á heilsu sinni og sinna nánustu. En er það að gerast? Eru íslensk börn hætt að fitna í kjölfar þeirrar umræðu sem sannarlega hefur farið fram af hendi fagfólks? Þurfa stjórnmálamenn ekki að hefjast handa? Íslensk börn eru með þeim þyngstu í Evrópu. Þau borða mestan sykur barna á Norðurlöndum og er talið að íslenskt leikskólabarn innbyrði að meðaltali um 50 gr. af sykri á dag. Vísindin segja okkur að þetta geti skapað gífurleg vandamál til framtíðar. Einhvers staðar þarf að byrja og umræðan er tilviljanakennd. Stærsta sveitarfélag landsins, Reykjavíkurborg, er ekki einu sinni með þetta stóra vandamál til umræðu. Það er ekki nóg að byggja upp þjónustu fyrir þá sem þegar kljást við vandann, heldur þarf að koma í veg fyrir hann með forvörnum. Sveitarfélög eiga að vera í fararbroddi með virkri lýðheilsustefnu og markmiðum til að fylgja henni eftir sem tekur til margra þátta; menntakerfis, fjölskyldna, íþróttafélaga, heilsugæslu og vísindamanna. Sveitarfélög hafa beinan aðgang að fjölskyldum í gegnum skóla og heilsugæslu þar sem hægt er að veita stuðning og fræðslu með aðkomu heilbrigðisyfirvalda. Fjölskyldan getur tekið höndum saman um að minnka sykurát, verslunareigendur geta dregið stórlega úr nammibaramenningu, framleiðendur geta upplýst um sykurinnihald á vörum sínum. Fjársvelt skólahjúkrun verður að mæla þyngd oftar og veita foreldrum stuðning ef barn er of þungt. Heilsugæslan þarf að veita verðandi foreldrum fræðslu. Skólarnir eru lykillinn að börnum og foreldrum þeirra; gætum við til dæmis skipt út kökum og gosi á bekkjarsamkomum fyrir ávexti og vatn? Verum hugrökk og göngum í málið núna: annars endar þetta með boðum og bönnum eða enn meiri ósköpum.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar