Þjóðin mótar nýja stjórnarskrá Gunnar Hersveinn skrifar 9. október 2012 06:00 Fátt er betra fyrir samfélagið en öflugur borgari sem hefur hugrekki til að taka þátt, mæla með og mótmæla. Borgara sem sofnar á verðinum er á hinn bóginn sama um það sem gerist næst, hann er skeytingarlaus um framtíðina og horfist ekki í augu við að hann verði síðar samábyrgur gagnvart kjörum næstu kynslóðar. „... saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu," segir í aðfararorðum að frumvarpi til stjórnskipunarlaga. Enginn getur afsalað sér þessari ábyrgð. 20. október verður þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, þar verður m.a. spurt hvort leggja eigi tillögurnar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Borgari sem telur sér trú um að þetta sé léttvæg spurning og ætlar að sofa heima hefur glatað trúnni á eigin kraft og samtakamátt og sýnir skeytingarleysi, ekki síst gagnvart næstu kynslóðum. Hver borgari hefur allar stundir tækifæri til að láta til sín taka í samfélaginu, til að gagnrýna og til að byggja upp. Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október er sérlega mikilvæg því hægt er að tjá sig um þýðingarmikið verkefni sem hefur staðið yfir í mörg ár. Spurt verður m.a. um hvort lýsa eigi náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, sem þjóðareign. Við þekkjum ótal dæmi úr sögunni um þjóðir sem hafa glatað auðlindum sínum í hendur annarra sem hafa eytt þeim. Þjóðir hafa verið sviptar ríkidæmi sínu, stundum með ofbeldi en einnig oft með blekkingum eða bara vegna þess að þær sofnuðu á verðinum. „Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru," segir í 33. gr. í tillögum stjórnlagaráðs. Þetta líta Íslendingar á sem órjúfanlegan þátt í lífi sínu, sem enginn getur tekið frá þeim. Þó kveður núverandi stjórnarskrá ekki á um þennan rétt og eru mörg dæmi til um þjóðir sem hafa glatað þessum verðmætum. Hlustið ekki á úrtöluraddir, takið bara þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Sjá meira
Fátt er betra fyrir samfélagið en öflugur borgari sem hefur hugrekki til að taka þátt, mæla með og mótmæla. Borgara sem sofnar á verðinum er á hinn bóginn sama um það sem gerist næst, hann er skeytingarlaus um framtíðina og horfist ekki í augu við að hann verði síðar samábyrgur gagnvart kjörum næstu kynslóðar. „... saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu," segir í aðfararorðum að frumvarpi til stjórnskipunarlaga. Enginn getur afsalað sér þessari ábyrgð. 20. október verður þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, þar verður m.a. spurt hvort leggja eigi tillögurnar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Borgari sem telur sér trú um að þetta sé léttvæg spurning og ætlar að sofa heima hefur glatað trúnni á eigin kraft og samtakamátt og sýnir skeytingarleysi, ekki síst gagnvart næstu kynslóðum. Hver borgari hefur allar stundir tækifæri til að láta til sín taka í samfélaginu, til að gagnrýna og til að byggja upp. Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október er sérlega mikilvæg því hægt er að tjá sig um þýðingarmikið verkefni sem hefur staðið yfir í mörg ár. Spurt verður m.a. um hvort lýsa eigi náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, sem þjóðareign. Við þekkjum ótal dæmi úr sögunni um þjóðir sem hafa glatað auðlindum sínum í hendur annarra sem hafa eytt þeim. Þjóðir hafa verið sviptar ríkidæmi sínu, stundum með ofbeldi en einnig oft með blekkingum eða bara vegna þess að þær sofnuðu á verðinum. „Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru," segir í 33. gr. í tillögum stjórnlagaráðs. Þetta líta Íslendingar á sem órjúfanlegan þátt í lífi sínu, sem enginn getur tekið frá þeim. Þó kveður núverandi stjórnarskrá ekki á um þennan rétt og eru mörg dæmi til um þjóðir sem hafa glatað þessum verðmætum. Hlustið ekki á úrtöluraddir, takið bara þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar