Örorka er ekki val eða lífsstíll! 25. september 2012 06:00 Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fór af stað með kynningarátak í byrjun september með það að markmiði að breyta viðhorfum stjórnmálamanna og almennings í garð öryrkja með því að varpa ljósi á málstað þeirra. Átakið er í formi greinaskrifa og auglýsinga í dagblöðum, netmiðlum og í útvarpi. Örorka er ekki val eða lífsstíll sem fólk velur sér sem ævistarf. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma. Að fá örorkumat er langt og flókið ferli sem byggist á læknisfræðilegu mati. Þrátt fyrir það ber á fordómum í garð öryrkja í samfélaginu. Umfjöllun í fjölmiðlum er á köflum neikvæð og skilningsleysi er meðal stjórnmálamanna og almennings um aðstæður þeirra. Finnst mörgum öryrkjum að litið sé á þá sem annars flokks þjóðfélagsþegna og byrði á samfélaginu þrátt fyrir að flestir hafi unnið í áratugi áður en þeir misstu heilsuna og greitt skatta til samfélagsins í mörg ár og gera enn. Það á einnig við um þá sem hafa fatlast snemma á lífsleiðinni en þeir greiða tekjuskatt, virðisaukaskatt og önnur opinber gjöld eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Öryrkjar vilja standa á eigin fótum, lifa sjálfstæðu lífi og geta tekið virkan þátt í samfélaginu án þess að þurfa að lifa við fordóma í sinn garð. Leiðrétting á kjörum nauðsynlegKjör öryrkja hafa versnað á undanförnum árum þar sem þeir hafa orðið fyrir umtalsverðum kjaraskerðingum. Fjöldi öryrkja er með lágar greiðslur og miklar tekjutengingar sem halda þeim í fátæktargildru. Þá hefur greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu aukist til muna sem gerir það að verkum að sífellt fleiri eiga vart fyrir mat eða öðrum nauðsynjum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hafa fordómar í garð öryrkja litast af þeirri umræðu að þeir hafi það ekki jafn slæmt og raun ber vitni. Hafa ber í huga að kjör og aðstæður fólks hafa áhrif á sjálfsmynd þess og viðhorf annarra til þeirra og bera stjórnvöld á þessu ákveðna ábyrgð. Þingstörf hófust við setningu Alþingis 11. september og er mikilvægt að þingmenn láti hendur standa fram úr ermum við að koma velferðarkerfinu á réttan kjöl. Brýnasta verkefnið er að leiðrétta bætur almannatrygginga sem hafa ekki hækkað í samræmi við lög um almannatryggingar síðastliðin fjögur ár en lögin voru tekin úr sambandi með fjárlögum í skjóli kreppunnar. Þá hafa bætur almannatrygginga ekki hækkað til samræmis við hækkun lægstu launa (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og er munurinn verulegur. Þessu til viðbótar jukust tekjutengingar örorku- og ellilífeyrisþega 1. júlí 2009 sem skertu kjör margra svo um munaði og hafa þær ekki verið dregnar til baka þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Öryrkjabandalagsins og Landssambands eldri borgara. Skerðingarnar áttu að vera tímabundnar í hámark þrjú ár vegna efnahagsástandsins, en stjórnvöld hafa ekki sýnt viðleitni til að leiðrétta þau, þrátt fyrir yfirlýsingar um að hagur ríkisins sé að vænkast. Launaleiðréttingar hafa þegar orðið m.a. hjá alþingismönnum, ráðherrum og fleiri aðilum sem heyra undir kjararáð. Auk þess sem ráðherra ákvað nýverið að hækka heildarmánaðarlaun forstjóra hjá ríkinu um ríflega tvöföld mánaðarlaun lífeyrisþega en dró ákvörðun sína til baka vegna mikillar andstöðu í þjóðfélaginu. Hvað gerist í kjörklefanum?Alþingiskosningar eru á næsta ári og kosningaslagur er þegar hafinn. Gera má ráð fyrir því að væntanlegir frambjóðendur reyni eftir fremsta megni að benda á mikilvæg mál sem þeir hafi áorkað. Þúsundir öryrkja, ellilífeyrisþega, aðstandenda og vina þeirra munu í kjörklefanum hugsa til frambjóðenda sem staðið hafa vörð um velferð þessara hópa. Því þó svo að öryrkjar og ellilífeyrisþegar geti ekki farið í verkfall þá hafa þeir þó heilmikil völd sem felast í kosningaréttinum. Með þessum orðum eru stjórnmálamenn eindregið hvattir til að láta verkin tala og leiðrétta tafarlaust kjör öryrkja og ellilífeyrisþega ætli stjórnvöld að standa við gefin loforð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fór af stað með kynningarátak í byrjun september með það að markmiði að breyta viðhorfum stjórnmálamanna og almennings í garð öryrkja með því að varpa ljósi á málstað þeirra. Átakið er í formi greinaskrifa og auglýsinga í dagblöðum, netmiðlum og í útvarpi. Örorka er ekki val eða lífsstíll sem fólk velur sér sem ævistarf. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma. Að fá örorkumat er langt og flókið ferli sem byggist á læknisfræðilegu mati. Þrátt fyrir það ber á fordómum í garð öryrkja í samfélaginu. Umfjöllun í fjölmiðlum er á köflum neikvæð og skilningsleysi er meðal stjórnmálamanna og almennings um aðstæður þeirra. Finnst mörgum öryrkjum að litið sé á þá sem annars flokks þjóðfélagsþegna og byrði á samfélaginu þrátt fyrir að flestir hafi unnið í áratugi áður en þeir misstu heilsuna og greitt skatta til samfélagsins í mörg ár og gera enn. Það á einnig við um þá sem hafa fatlast snemma á lífsleiðinni en þeir greiða tekjuskatt, virðisaukaskatt og önnur opinber gjöld eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Öryrkjar vilja standa á eigin fótum, lifa sjálfstæðu lífi og geta tekið virkan þátt í samfélaginu án þess að þurfa að lifa við fordóma í sinn garð. Leiðrétting á kjörum nauðsynlegKjör öryrkja hafa versnað á undanförnum árum þar sem þeir hafa orðið fyrir umtalsverðum kjaraskerðingum. Fjöldi öryrkja er með lágar greiðslur og miklar tekjutengingar sem halda þeim í fátæktargildru. Þá hefur greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu aukist til muna sem gerir það að verkum að sífellt fleiri eiga vart fyrir mat eða öðrum nauðsynjum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hafa fordómar í garð öryrkja litast af þeirri umræðu að þeir hafi það ekki jafn slæmt og raun ber vitni. Hafa ber í huga að kjör og aðstæður fólks hafa áhrif á sjálfsmynd þess og viðhorf annarra til þeirra og bera stjórnvöld á þessu ákveðna ábyrgð. Þingstörf hófust við setningu Alþingis 11. september og er mikilvægt að þingmenn láti hendur standa fram úr ermum við að koma velferðarkerfinu á réttan kjöl. Brýnasta verkefnið er að leiðrétta bætur almannatrygginga sem hafa ekki hækkað í samræmi við lög um almannatryggingar síðastliðin fjögur ár en lögin voru tekin úr sambandi með fjárlögum í skjóli kreppunnar. Þá hafa bætur almannatrygginga ekki hækkað til samræmis við hækkun lægstu launa (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og er munurinn verulegur. Þessu til viðbótar jukust tekjutengingar örorku- og ellilífeyrisþega 1. júlí 2009 sem skertu kjör margra svo um munaði og hafa þær ekki verið dregnar til baka þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Öryrkjabandalagsins og Landssambands eldri borgara. Skerðingarnar áttu að vera tímabundnar í hámark þrjú ár vegna efnahagsástandsins, en stjórnvöld hafa ekki sýnt viðleitni til að leiðrétta þau, þrátt fyrir yfirlýsingar um að hagur ríkisins sé að vænkast. Launaleiðréttingar hafa þegar orðið m.a. hjá alþingismönnum, ráðherrum og fleiri aðilum sem heyra undir kjararáð. Auk þess sem ráðherra ákvað nýverið að hækka heildarmánaðarlaun forstjóra hjá ríkinu um ríflega tvöföld mánaðarlaun lífeyrisþega en dró ákvörðun sína til baka vegna mikillar andstöðu í þjóðfélaginu. Hvað gerist í kjörklefanum?Alþingiskosningar eru á næsta ári og kosningaslagur er þegar hafinn. Gera má ráð fyrir því að væntanlegir frambjóðendur reyni eftir fremsta megni að benda á mikilvæg mál sem þeir hafi áorkað. Þúsundir öryrkja, ellilífeyrisþega, aðstandenda og vina þeirra munu í kjörklefanum hugsa til frambjóðenda sem staðið hafa vörð um velferð þessara hópa. Því þó svo að öryrkjar og ellilífeyrisþegar geti ekki farið í verkfall þá hafa þeir þó heilmikil völd sem felast í kosningaréttinum. Með þessum orðum eru stjórnmálamenn eindregið hvattir til að láta verkin tala og leiðrétta tafarlaust kjör öryrkja og ellilífeyrisþega ætli stjórnvöld að standa við gefin loforð.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar