Örorka er ekki val eða lífsstíll! 25. september 2012 06:00 Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fór af stað með kynningarátak í byrjun september með það að markmiði að breyta viðhorfum stjórnmálamanna og almennings í garð öryrkja með því að varpa ljósi á málstað þeirra. Átakið er í formi greinaskrifa og auglýsinga í dagblöðum, netmiðlum og í útvarpi. Örorka er ekki val eða lífsstíll sem fólk velur sér sem ævistarf. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma. Að fá örorkumat er langt og flókið ferli sem byggist á læknisfræðilegu mati. Þrátt fyrir það ber á fordómum í garð öryrkja í samfélaginu. Umfjöllun í fjölmiðlum er á köflum neikvæð og skilningsleysi er meðal stjórnmálamanna og almennings um aðstæður þeirra. Finnst mörgum öryrkjum að litið sé á þá sem annars flokks þjóðfélagsþegna og byrði á samfélaginu þrátt fyrir að flestir hafi unnið í áratugi áður en þeir misstu heilsuna og greitt skatta til samfélagsins í mörg ár og gera enn. Það á einnig við um þá sem hafa fatlast snemma á lífsleiðinni en þeir greiða tekjuskatt, virðisaukaskatt og önnur opinber gjöld eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Öryrkjar vilja standa á eigin fótum, lifa sjálfstæðu lífi og geta tekið virkan þátt í samfélaginu án þess að þurfa að lifa við fordóma í sinn garð. Leiðrétting á kjörum nauðsynlegKjör öryrkja hafa versnað á undanförnum árum þar sem þeir hafa orðið fyrir umtalsverðum kjaraskerðingum. Fjöldi öryrkja er með lágar greiðslur og miklar tekjutengingar sem halda þeim í fátæktargildru. Þá hefur greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu aukist til muna sem gerir það að verkum að sífellt fleiri eiga vart fyrir mat eða öðrum nauðsynjum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hafa fordómar í garð öryrkja litast af þeirri umræðu að þeir hafi það ekki jafn slæmt og raun ber vitni. Hafa ber í huga að kjör og aðstæður fólks hafa áhrif á sjálfsmynd þess og viðhorf annarra til þeirra og bera stjórnvöld á þessu ákveðna ábyrgð. Þingstörf hófust við setningu Alþingis 11. september og er mikilvægt að þingmenn láti hendur standa fram úr ermum við að koma velferðarkerfinu á réttan kjöl. Brýnasta verkefnið er að leiðrétta bætur almannatrygginga sem hafa ekki hækkað í samræmi við lög um almannatryggingar síðastliðin fjögur ár en lögin voru tekin úr sambandi með fjárlögum í skjóli kreppunnar. Þá hafa bætur almannatrygginga ekki hækkað til samræmis við hækkun lægstu launa (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og er munurinn verulegur. Þessu til viðbótar jukust tekjutengingar örorku- og ellilífeyrisþega 1. júlí 2009 sem skertu kjör margra svo um munaði og hafa þær ekki verið dregnar til baka þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Öryrkjabandalagsins og Landssambands eldri borgara. Skerðingarnar áttu að vera tímabundnar í hámark þrjú ár vegna efnahagsástandsins, en stjórnvöld hafa ekki sýnt viðleitni til að leiðrétta þau, þrátt fyrir yfirlýsingar um að hagur ríkisins sé að vænkast. Launaleiðréttingar hafa þegar orðið m.a. hjá alþingismönnum, ráðherrum og fleiri aðilum sem heyra undir kjararáð. Auk þess sem ráðherra ákvað nýverið að hækka heildarmánaðarlaun forstjóra hjá ríkinu um ríflega tvöföld mánaðarlaun lífeyrisþega en dró ákvörðun sína til baka vegna mikillar andstöðu í þjóðfélaginu. Hvað gerist í kjörklefanum?Alþingiskosningar eru á næsta ári og kosningaslagur er þegar hafinn. Gera má ráð fyrir því að væntanlegir frambjóðendur reyni eftir fremsta megni að benda á mikilvæg mál sem þeir hafi áorkað. Þúsundir öryrkja, ellilífeyrisþega, aðstandenda og vina þeirra munu í kjörklefanum hugsa til frambjóðenda sem staðið hafa vörð um velferð þessara hópa. Því þó svo að öryrkjar og ellilífeyrisþegar geti ekki farið í verkfall þá hafa þeir þó heilmikil völd sem felast í kosningaréttinum. Með þessum orðum eru stjórnmálamenn eindregið hvattir til að láta verkin tala og leiðrétta tafarlaust kjör öryrkja og ellilífeyrisþega ætli stjórnvöld að standa við gefin loforð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fór af stað með kynningarátak í byrjun september með það að markmiði að breyta viðhorfum stjórnmálamanna og almennings í garð öryrkja með því að varpa ljósi á málstað þeirra. Átakið er í formi greinaskrifa og auglýsinga í dagblöðum, netmiðlum og í útvarpi. Örorka er ekki val eða lífsstíll sem fólk velur sér sem ævistarf. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma. Að fá örorkumat er langt og flókið ferli sem byggist á læknisfræðilegu mati. Þrátt fyrir það ber á fordómum í garð öryrkja í samfélaginu. Umfjöllun í fjölmiðlum er á köflum neikvæð og skilningsleysi er meðal stjórnmálamanna og almennings um aðstæður þeirra. Finnst mörgum öryrkjum að litið sé á þá sem annars flokks þjóðfélagsþegna og byrði á samfélaginu þrátt fyrir að flestir hafi unnið í áratugi áður en þeir misstu heilsuna og greitt skatta til samfélagsins í mörg ár og gera enn. Það á einnig við um þá sem hafa fatlast snemma á lífsleiðinni en þeir greiða tekjuskatt, virðisaukaskatt og önnur opinber gjöld eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Öryrkjar vilja standa á eigin fótum, lifa sjálfstæðu lífi og geta tekið virkan þátt í samfélaginu án þess að þurfa að lifa við fordóma í sinn garð. Leiðrétting á kjörum nauðsynlegKjör öryrkja hafa versnað á undanförnum árum þar sem þeir hafa orðið fyrir umtalsverðum kjaraskerðingum. Fjöldi öryrkja er með lágar greiðslur og miklar tekjutengingar sem halda þeim í fátæktargildru. Þá hefur greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu aukist til muna sem gerir það að verkum að sífellt fleiri eiga vart fyrir mat eða öðrum nauðsynjum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hafa fordómar í garð öryrkja litast af þeirri umræðu að þeir hafi það ekki jafn slæmt og raun ber vitni. Hafa ber í huga að kjör og aðstæður fólks hafa áhrif á sjálfsmynd þess og viðhorf annarra til þeirra og bera stjórnvöld á þessu ákveðna ábyrgð. Þingstörf hófust við setningu Alþingis 11. september og er mikilvægt að þingmenn láti hendur standa fram úr ermum við að koma velferðarkerfinu á réttan kjöl. Brýnasta verkefnið er að leiðrétta bætur almannatrygginga sem hafa ekki hækkað í samræmi við lög um almannatryggingar síðastliðin fjögur ár en lögin voru tekin úr sambandi með fjárlögum í skjóli kreppunnar. Þá hafa bætur almannatrygginga ekki hækkað til samræmis við hækkun lægstu launa (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og er munurinn verulegur. Þessu til viðbótar jukust tekjutengingar örorku- og ellilífeyrisþega 1. júlí 2009 sem skertu kjör margra svo um munaði og hafa þær ekki verið dregnar til baka þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Öryrkjabandalagsins og Landssambands eldri borgara. Skerðingarnar áttu að vera tímabundnar í hámark þrjú ár vegna efnahagsástandsins, en stjórnvöld hafa ekki sýnt viðleitni til að leiðrétta þau, þrátt fyrir yfirlýsingar um að hagur ríkisins sé að vænkast. Launaleiðréttingar hafa þegar orðið m.a. hjá alþingismönnum, ráðherrum og fleiri aðilum sem heyra undir kjararáð. Auk þess sem ráðherra ákvað nýverið að hækka heildarmánaðarlaun forstjóra hjá ríkinu um ríflega tvöföld mánaðarlaun lífeyrisþega en dró ákvörðun sína til baka vegna mikillar andstöðu í þjóðfélaginu. Hvað gerist í kjörklefanum?Alþingiskosningar eru á næsta ári og kosningaslagur er þegar hafinn. Gera má ráð fyrir því að væntanlegir frambjóðendur reyni eftir fremsta megni að benda á mikilvæg mál sem þeir hafi áorkað. Þúsundir öryrkja, ellilífeyrisþega, aðstandenda og vina þeirra munu í kjörklefanum hugsa til frambjóðenda sem staðið hafa vörð um velferð þessara hópa. Því þó svo að öryrkjar og ellilífeyrisþegar geti ekki farið í verkfall þá hafa þeir þó heilmikil völd sem felast í kosningaréttinum. Með þessum orðum eru stjórnmálamenn eindregið hvattir til að láta verkin tala og leiðrétta tafarlaust kjör öryrkja og ellilífeyrisþega ætli stjórnvöld að standa við gefin loforð.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun