Ég á þetta ég má þetta Bergur Hauksson skrifar 7. september 2012 11:00 Að minnsta kosti þrír ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa orðið uppvísir að lagabrotum samkvæmt annaðhvort niðurstöðu dómstóla eða úrskurðarnefndar. Viðbrögð ráðherranna hafa verið áhugaverð. Einn sagði, þegar niðurstaða dóms var á þá leið að hann hefði brotið lög, að það skipti ekki máli, ráðherrann væri í pólitík og gerði það sem pólitísk sannfæring krefðist. Annar sagðist fara eftir sannfæringu sinni og sá þriðji nefndi að líklega þyrfti að breyta lögunum. Fyrir bankahrun gerðust undarlegir atburðir. Bankar lánuðu tugi eða hundruð milljarða án trygginga. Bankar lánuðu stjórnendum hundruð milljóna eða milljarða til kaupa á hlutabréfum með einungis veð í hlutabréfunum. Margt af þessu mjög skrýtið og líklega er eitthvað af þessu ólöglegt eins og aðgerðir stjórnmálamannanna. Einhverjir af þeim sem tóku þátt í þessum bankaleik eru enn starfandi hjá bönkunum eða í umboði þeirra. Þetta hafa stjórnmálamenn fordæmt og talið að ekkert af þessu fólki ætti að vinna hjá eða fyrir bankana. Sömu stjórnmálamenn styðja áfram félaga sína, sem hafa brotið lög, til að starfa fyrir Íslands hönd. Verður ekki að telja að bankamennirnir hafi haft sannfæringu fyrir því að þeir væru að gera það sem best væri fyrir félagið sem þeir unnu hjá? Verður ekki að telja að þeir hafi verið að vinna eftir sinni sannfæringu? Ef þeir hefðu vitað að þeir væru að brjóta lög er þá ekki líklegt að þeir hafi viljað að lögunum yrði breytt? Bæði bankamenn eða útrásarvíkingar og stjórnmálamenn voru að vinna eftir sannfæringu sinni að því er telja verður. Er einhver munur á siðferðisstuðli stjórnmálamanna og útrásarvíkinga? Enn einn stjórnmálamaður til telur það ekki tiltökumál þó lán sem hann tók falli á ættingja hans. Lán sem svokallaðir útrásarvíkingar tóku féllu á óskylda aðila. Hvort er siðferði stjórnmálamannsins eða útrásarvíkinganna betra? Eru kannski bæði stjórnmálamenn og útrásarvíkingar með íslenskt siðferði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Að minnsta kosti þrír ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa orðið uppvísir að lagabrotum samkvæmt annaðhvort niðurstöðu dómstóla eða úrskurðarnefndar. Viðbrögð ráðherranna hafa verið áhugaverð. Einn sagði, þegar niðurstaða dóms var á þá leið að hann hefði brotið lög, að það skipti ekki máli, ráðherrann væri í pólitík og gerði það sem pólitísk sannfæring krefðist. Annar sagðist fara eftir sannfæringu sinni og sá þriðji nefndi að líklega þyrfti að breyta lögunum. Fyrir bankahrun gerðust undarlegir atburðir. Bankar lánuðu tugi eða hundruð milljarða án trygginga. Bankar lánuðu stjórnendum hundruð milljóna eða milljarða til kaupa á hlutabréfum með einungis veð í hlutabréfunum. Margt af þessu mjög skrýtið og líklega er eitthvað af þessu ólöglegt eins og aðgerðir stjórnmálamannanna. Einhverjir af þeim sem tóku þátt í þessum bankaleik eru enn starfandi hjá bönkunum eða í umboði þeirra. Þetta hafa stjórnmálamenn fordæmt og talið að ekkert af þessu fólki ætti að vinna hjá eða fyrir bankana. Sömu stjórnmálamenn styðja áfram félaga sína, sem hafa brotið lög, til að starfa fyrir Íslands hönd. Verður ekki að telja að bankamennirnir hafi haft sannfæringu fyrir því að þeir væru að gera það sem best væri fyrir félagið sem þeir unnu hjá? Verður ekki að telja að þeir hafi verið að vinna eftir sinni sannfæringu? Ef þeir hefðu vitað að þeir væru að brjóta lög er þá ekki líklegt að þeir hafi viljað að lögunum yrði breytt? Bæði bankamenn eða útrásarvíkingar og stjórnmálamenn voru að vinna eftir sannfæringu sinni að því er telja verður. Er einhver munur á siðferðisstuðli stjórnmálamanna og útrásarvíkinga? Enn einn stjórnmálamaður til telur það ekki tiltökumál þó lán sem hann tók falli á ættingja hans. Lán sem svokallaðir útrásarvíkingar tóku féllu á óskylda aðila. Hvort er siðferði stjórnmálamannsins eða útrásarvíkinganna betra? Eru kannski bæði stjórnmálamenn og útrásarvíkingar með íslenskt siðferði?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar