Þegar niðurlæging og ofbeldi er fyndið og flott Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Hvernig getum við bætt samfélagið okkar? Hvernig getum við hvert og eitt lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að samfélagið okkar temji sér siði, venjur, viðhorf og samskipti sem endurspegla ætíð jákvæð gildi? Gildi sem við erum öll sammála um á hátíðarstundum en virðast hreinlega afskrifuð við ákveðnar aðstæður eða atburði eins og þau eigi ekki við þar og þá sé bara eðlilegt og sjálfsagt að vaða fram með öðrum hætti. Þannig var það til dæmis þegar ungur drengur fór með föður sínum á sjóinn og komst þar að því að menn sem voru með þeim feðgum um borð töldu sjálfsagt og eðlilegt, já, bara fyndið og flott, að beita hann andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þarna í bátnum væri í lagi að kasta gildum fyrir borð og sýna þeim yngsta, nýliðanum, framkomu sem annars er dæmd algjörlega óásættanleg og þessir menn hefðu ekki sýnt í götunni heima. Sagan segir frá ýmiss konar sviðsmyndum þar sem fólk er beitt ofbeldi og niðurlægingu, af því að það er sett í ákveðin hlutverk eða ákveðnar aðstæður eru settar upp, oft í skjóli einhvers konar hefða eða ómenningar. Svo er þetta líka allt svo sniðugt og fyndið og á eftir eru allir vinir, ja, nema kannski Sigga sem lenti á slysó og Gunni sem fór víst heim í ofsakvíðakasti og þjáist enn af alvarlegri fælni æ, þau gleymdu sér aðeins og héldu honum of lengi. Það tekur aðeins nokkrar sekúndur að finna frásagnir af busavígslum sem hafa farið úr böndunum hér á landi á síðustu árum, ofbeldis-, viðbjóðs- og niðurlægingarmyndir á veraldarvefnum þar sem börnin okkar eru fórnarlömbin. Einmitt núna er þetta skipulagða ferli niðurlægingar og jafnvel ofbeldis fram undan hér á landinu okkar. Settar eru upp aðstæður þar sem börn eru í besta falli útilokuð frá ákveðnum svæðum á eigin vinnustað, flokkuð óæðri, látin lúta höfði fyrir böðlum sínum, þjóna þeim og sýna þeim undirgefni, ganga innan þröngrar línu, skríða, ganga í bandi eða þau gerð að aðhlátursefni. Í versta falli er þeim misboðið með beinu ofbeldi, þvinguð til innbyrðingar, bundin saman eða við staur, ötuð ógeði, hífð upp í kös með krana í fiskineti og bleytt með háþrýstidælu, neydd ofan í kar með slori, kaffærð. Já, þetta hefur allt gerst síðustu ár á busatímabilum og í busavígslum hér á landi. Ofbeldi er bannað á Íslandi. Það er ólöglegt og siðlaust að leggja hendur á börn. Samt finnst enn mörgum sjálfsagt, fyndið og gaman að fullorðið fólk í efri bekkjum framhaldsskóla gangi fram í hlutverki böðla gegn 16 ára börnum sem eru nýliðar á nýjum vinnustað í skólanum sínum. Fyrirslátturinn er hefðir, ómenning og sú neikvæða siðvenja að til að verða fullgildur í hópi skuli einstaklingur niðurlægður til hlýðni og ótta við þá sem fyrir eru. Að ekki sé talað um rökleysuna að þetta hafi alltaf verið svona og að þeir sem hafi eitt sinn verið niðurlægðir sem busar hafi rétt á að vera böðlar og niðulægja aðra. Hvaða bull er þetta? Það jákvæða er að í samfélaginu okkar hefur stigið fram fólk sem hefur kjark og kraft til að stöðva neikvæða siði, hafna þeim og bjóða upp á jákvæða siði í staðinn. Við erum samfélagið, það er okkar að móta það á jákvæðan og ákjósanlega hátt á hverri einustu stundu, ekki að sitja þegjandi hjá þegar við vitum betur. Ekki að láta ferli sem hafa sannarlega valdið börnunum okkar sálrænum og líkamlegum skaða halda áfram af því að það er svo fyndið. Ekki að stökkva í varnarstöðu vegna fortíðar og hafna breytingum til batnaðar. Því betur hafa margir skólar leitast við að breyta busavígslum en það er einfaldlega ekki nóg að niðurlægja börn minna en áður. Það á einfaldlega ekki að sýna börnum annars flokks framkomu á neinn hátt, hvort sem þau eru nýnemar eða ekki. Það á aldrei að samþykkja veiðileyfi eins hóps á annan, neikvæð samskipti byggð á flokkun og merkingum, að einn hópur líti niður á annan, þvingi, hræði, sýni hroka eða ofbeldi. Því verðum við að hafna busavígslum og busadögum alfarið í samfélaginu okkar, það eru ótal aðrir valkostir til til að skapa tilbreytingu og viðburði. Í Verkmenntaskólanum á Akureyri er ekki busavígsla heldur nýnemahátíð og við setningu Framhaldsskóla Suðurlands nú í ágúst skýrði skólameistari frá því að ekki yrði busavígsla heldur tónleikar og veitingar fyrir nemendur. Stjórnendur þessara skóla og annarra sem hafa haft kjark og kraft til að hafna alfarið neikvæðri siðvenju sem ber í sér ofbeldi, niðurlægingu og skaða, eiga hrós, virðingu og þökk skilið. Þeir hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar til að bæta samfélagið okkar. Aðrir hafa breytt til betri vegar en eiga enn eftir að stíga skrefið til fulls og leggja allt sem tengist busavígslum, böðum og busum af því að það er hvorki fyndið né flott að vera böðull eða busi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Hvernig getum við bætt samfélagið okkar? Hvernig getum við hvert og eitt lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að samfélagið okkar temji sér siði, venjur, viðhorf og samskipti sem endurspegla ætíð jákvæð gildi? Gildi sem við erum öll sammála um á hátíðarstundum en virðast hreinlega afskrifuð við ákveðnar aðstæður eða atburði eins og þau eigi ekki við þar og þá sé bara eðlilegt og sjálfsagt að vaða fram með öðrum hætti. Þannig var það til dæmis þegar ungur drengur fór með föður sínum á sjóinn og komst þar að því að menn sem voru með þeim feðgum um borð töldu sjálfsagt og eðlilegt, já, bara fyndið og flott, að beita hann andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þarna í bátnum væri í lagi að kasta gildum fyrir borð og sýna þeim yngsta, nýliðanum, framkomu sem annars er dæmd algjörlega óásættanleg og þessir menn hefðu ekki sýnt í götunni heima. Sagan segir frá ýmiss konar sviðsmyndum þar sem fólk er beitt ofbeldi og niðurlægingu, af því að það er sett í ákveðin hlutverk eða ákveðnar aðstæður eru settar upp, oft í skjóli einhvers konar hefða eða ómenningar. Svo er þetta líka allt svo sniðugt og fyndið og á eftir eru allir vinir, ja, nema kannski Sigga sem lenti á slysó og Gunni sem fór víst heim í ofsakvíðakasti og þjáist enn af alvarlegri fælni æ, þau gleymdu sér aðeins og héldu honum of lengi. Það tekur aðeins nokkrar sekúndur að finna frásagnir af busavígslum sem hafa farið úr böndunum hér á landi á síðustu árum, ofbeldis-, viðbjóðs- og niðurlægingarmyndir á veraldarvefnum þar sem börnin okkar eru fórnarlömbin. Einmitt núna er þetta skipulagða ferli niðurlægingar og jafnvel ofbeldis fram undan hér á landinu okkar. Settar eru upp aðstæður þar sem börn eru í besta falli útilokuð frá ákveðnum svæðum á eigin vinnustað, flokkuð óæðri, látin lúta höfði fyrir böðlum sínum, þjóna þeim og sýna þeim undirgefni, ganga innan þröngrar línu, skríða, ganga í bandi eða þau gerð að aðhlátursefni. Í versta falli er þeim misboðið með beinu ofbeldi, þvinguð til innbyrðingar, bundin saman eða við staur, ötuð ógeði, hífð upp í kös með krana í fiskineti og bleytt með háþrýstidælu, neydd ofan í kar með slori, kaffærð. Já, þetta hefur allt gerst síðustu ár á busatímabilum og í busavígslum hér á landi. Ofbeldi er bannað á Íslandi. Það er ólöglegt og siðlaust að leggja hendur á börn. Samt finnst enn mörgum sjálfsagt, fyndið og gaman að fullorðið fólk í efri bekkjum framhaldsskóla gangi fram í hlutverki böðla gegn 16 ára börnum sem eru nýliðar á nýjum vinnustað í skólanum sínum. Fyrirslátturinn er hefðir, ómenning og sú neikvæða siðvenja að til að verða fullgildur í hópi skuli einstaklingur niðurlægður til hlýðni og ótta við þá sem fyrir eru. Að ekki sé talað um rökleysuna að þetta hafi alltaf verið svona og að þeir sem hafi eitt sinn verið niðurlægðir sem busar hafi rétt á að vera böðlar og niðulægja aðra. Hvaða bull er þetta? Það jákvæða er að í samfélaginu okkar hefur stigið fram fólk sem hefur kjark og kraft til að stöðva neikvæða siði, hafna þeim og bjóða upp á jákvæða siði í staðinn. Við erum samfélagið, það er okkar að móta það á jákvæðan og ákjósanlega hátt á hverri einustu stundu, ekki að sitja þegjandi hjá þegar við vitum betur. Ekki að láta ferli sem hafa sannarlega valdið börnunum okkar sálrænum og líkamlegum skaða halda áfram af því að það er svo fyndið. Ekki að stökkva í varnarstöðu vegna fortíðar og hafna breytingum til batnaðar. Því betur hafa margir skólar leitast við að breyta busavígslum en það er einfaldlega ekki nóg að niðurlægja börn minna en áður. Það á einfaldlega ekki að sýna börnum annars flokks framkomu á neinn hátt, hvort sem þau eru nýnemar eða ekki. Það á aldrei að samþykkja veiðileyfi eins hóps á annan, neikvæð samskipti byggð á flokkun og merkingum, að einn hópur líti niður á annan, þvingi, hræði, sýni hroka eða ofbeldi. Því verðum við að hafna busavígslum og busadögum alfarið í samfélaginu okkar, það eru ótal aðrir valkostir til til að skapa tilbreytingu og viðburði. Í Verkmenntaskólanum á Akureyri er ekki busavígsla heldur nýnemahátíð og við setningu Framhaldsskóla Suðurlands nú í ágúst skýrði skólameistari frá því að ekki yrði busavígsla heldur tónleikar og veitingar fyrir nemendur. Stjórnendur þessara skóla og annarra sem hafa haft kjark og kraft til að hafna alfarið neikvæðri siðvenju sem ber í sér ofbeldi, niðurlægingu og skaða, eiga hrós, virðingu og þökk skilið. Þeir hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar til að bæta samfélagið okkar. Aðrir hafa breytt til betri vegar en eiga enn eftir að stíga skrefið til fulls og leggja allt sem tengist busavígslum, böðum og busum af því að það er hvorki fyndið né flott að vera böðull eða busi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar