ÓL-pistill: Takk fyrir allt Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 10. ágúst 2012 08:30 Ólafur Stefánsson í Peking fyrir fjórum árum. Mynd/Vilhelm Nokkrum mínútum eftir leik Íslands og Ungverjalands stóð ég andspænis Ólafi Stefánssyni, einni mestu íþróttahetju þjóðarinnar frá upphafi, og reyndi að orða hálfviturlega spurningu svo viðtalið gæti hafist. Við slíkar aðstæður verða allar spurningar heimskulegar. Ólafur hefur í vel á annan áratug farið fyrir hópi manna, strákanna okkar, sem hverju sinni hafa skipað íslenska handboltalandsliðið. Þetta er hópur sem hefur fært þjóðinni svo margar góðar stundir. Um það þarf ekki að fjölyrða. Og nú var svo komið að þessi ótrúlegi íþróttamaður, mögulega við enda síns ferils, fékk að upplifa eitt sárgrætilegasta tap landsliðsins frá upphafi. Verðlaunapallurinn var innan seilingar og í þetta sinn átti að fara í efsta þrep. En það átti ekki að verða. Ólafur gerði sitt besta til að svara spurningum mínum. Hann reyndi að koma tilfinningum sínum í orð en stóð eftir með tárin í augunum, klappaði mér á öxlina eins og að hann væri að biðjast afsökunar á að geta ekki gefið mér skýrari svör, sem var auðvitað fásinna. Svo gekk hann í burtu. Það var margt við leik íslenska liðsins í fyrradag sem betur hefði mátt fara. En þannig er það alltaf og það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Íþróttir geta verið grimmar og í þetta sinn var það hlutskipti strákanna að tapa. „Það verður líka að kunna að tapa," sagði Guðmundur Guðmundsson eftir að hafa stýrt sínum síðasta landsleik og komst ég ekki hjá því að leiða hugann að badmintonkonunum átta sem var vikið úr keppni fyrr á Ólympíuleikunum. Þær kunnu ekki að tapa. Þegar fram líða stundir verður leikurinn gegn Ungverjum minningin ein. Hún verður að vísu slæm en við eigum sem betur fer margar góðar. Margar tengjast Ólafi Stefánssyni með beinum hætti og fyrir það er ég þakklátur. Ólafur hefur í seinni tíð sagt að vegferðin skipti meira máli en áfangastaðurinn. Og vegferðin með honum hefur verið frábær, hvort sem henni lýkur nú eða ekki. Takk fyrir allt. Íslenski handboltinn Pistillinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira
Nokkrum mínútum eftir leik Íslands og Ungverjalands stóð ég andspænis Ólafi Stefánssyni, einni mestu íþróttahetju þjóðarinnar frá upphafi, og reyndi að orða hálfviturlega spurningu svo viðtalið gæti hafist. Við slíkar aðstæður verða allar spurningar heimskulegar. Ólafur hefur í vel á annan áratug farið fyrir hópi manna, strákanna okkar, sem hverju sinni hafa skipað íslenska handboltalandsliðið. Þetta er hópur sem hefur fært þjóðinni svo margar góðar stundir. Um það þarf ekki að fjölyrða. Og nú var svo komið að þessi ótrúlegi íþróttamaður, mögulega við enda síns ferils, fékk að upplifa eitt sárgrætilegasta tap landsliðsins frá upphafi. Verðlaunapallurinn var innan seilingar og í þetta sinn átti að fara í efsta þrep. En það átti ekki að verða. Ólafur gerði sitt besta til að svara spurningum mínum. Hann reyndi að koma tilfinningum sínum í orð en stóð eftir með tárin í augunum, klappaði mér á öxlina eins og að hann væri að biðjast afsökunar á að geta ekki gefið mér skýrari svör, sem var auðvitað fásinna. Svo gekk hann í burtu. Það var margt við leik íslenska liðsins í fyrradag sem betur hefði mátt fara. En þannig er það alltaf og það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Íþróttir geta verið grimmar og í þetta sinn var það hlutskipti strákanna að tapa. „Það verður líka að kunna að tapa," sagði Guðmundur Guðmundsson eftir að hafa stýrt sínum síðasta landsleik og komst ég ekki hjá því að leiða hugann að badmintonkonunum átta sem var vikið úr keppni fyrr á Ólympíuleikunum. Þær kunnu ekki að tapa. Þegar fram líða stundir verður leikurinn gegn Ungverjum minningin ein. Hún verður að vísu slæm en við eigum sem betur fer margar góðar. Margar tengjast Ólafi Stefánssyni með beinum hætti og fyrir það er ég þakklátur. Ólafur hefur í seinni tíð sagt að vegferðin skipti meira máli en áfangastaðurinn. Og vegferðin með honum hefur verið frábær, hvort sem henni lýkur nú eða ekki. Takk fyrir allt.
Íslenski handboltinn Pistillinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira