Sannleikur í mallakút Pawel Bartoszek skrifar 20. júlí 2012 06:00 Ögmundur Jónasson svaraði mér í Fréttablaðinu á mánudaginn. Við lestur þeirrar greinar kom upp í hugann hið enska orð „truthiness" sem bandaríski grínspjallþáttarstjórnandinn Stephen Colbert gerði frægt fyrir nokkrum árum og þýtt hefur verið sem „sannleikni". Í lauslegri skilgreiningu er sannleikni „það sem einhver veit innra með sér að sé satt, án tillits til sönnunargagna, raka, rýningar eða staðreynda". Í grein sinni segir Ögmundur: „Með fullri virðingu fyrir öllum þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á fjárhættuspilum og spilahegðun þá er það mín sannfæring að jafnvel vönduðustu rannsakendum hætti til að vanreikna útbreiðslu spilafíknarinnar. Þetta er tilfinning en ekki vissa." Vissulega getur meirihluti vísindamanna innan sömu greinar verið á villigötum. Það er allt í lagi að draga í efa niðurstöður rannsókna eða þær forsendur sem vísindamennirnir gefa sér. En slíkar ósannaðar gagntilgátur eru ekki rök í sjálfu sér. Og ef banna á póker á netinu vegna þess að ráðherra finnur í hjarta sér að vandamálið sé mikið, mun meira en rannsóknir benda til, þá er verið að leggja til lög sem hvíla á tilfinningu en ekki vissu. En víkjum að öðru atriði í svari ráðherrans. Innaríkisráðherra hélt því fram nýlega, í inngangsorðum rannsóknar um umfang spilafíknar, að „milljarðar króna" færu í fjárhættuspil á netinu. Á svipuðum tíma birti innanríkisráðuneytið áætlun sína um að talan væri 1,5 milljarðar svo með sambærilegri „áhættunámundun" mætti segja að 15 manns væru „tugir manna". Hitt getur þó verið að ráðherrann hafi alls ekki byggt fullyrðingu sína um „milljarðana" á þessari tölu, heldur hafi hann byggt hana á á tilfinningu, en ekki vissu. Talan 1,5 milljarðar er kannski ekki ólíklegri en hver önnur en engu að síður er nauðsynlegt að vita hvernig hún er fengin. Það væri gott að vita hvað nákvæmlega sé verið að summa, yfir hve langt tímabil og svo framvegis. Tilraunir mínar til að komast að þessu einskorðuðust ekki við opinber greinarskrif. Ég sendi fyrirspurn um þetta í gegnum vef innanríkisráðuneytis um það leyti sem pistill minn „Þjóðin sem réð við spilafíkn sína" birtist í mars síðastliðnum. Ég ítrekaði þá fyrirspurn stuttu síðar. Þremur vikum síðar, þegar ég hafði ekki fengið svar við spurningunum, sendi ég tölvupóst á einn aðstoðarmanna innanríkisráðherra til að forvitnast um afdrif þeirra. Ég sendi einnig fyrirspurnir á aðila í ráðuneytinu sem ætla mætti að hefðu fjárhættuspil á sinni könnu. Loks reyndi ég að hafa samband við Ögmund sjálfan í gegnum vef hans. Nú kann að vera að veffyrirspurnir mínar hafi allar mistekist og tölvupóstarnir til ráðuneytisins liggi í ruslpóstssíum starfsmanna. Það gæti verið ein skýring þess að ég hafði, þangað til grein Ögmundar birtist á mánudaginn, engin svör við þeim fengið. Þetta er raunar frekar óvenjulegt miðað við reynslu mína af ráðuneytunum hingað til, en við skulum ekki lesa í þann bolla frekar. Þótt svar Ögmundar Jónassonar seðji talnahungraða menn seint færir það okkur samt nær einhvers konar sannleika um það hvernig talan 1,5 milljarðar hafi verið fengin. Samkvæmt svarinu er um að ræða „áætlun kortafyrirtækjanna". Það segir eitt og sér fátt, því áfram vitum við ekki hvað er verið að summa, yfir hve langan tíma og hvernig. Ég hef nú sent innanríkisráðuneytinu formlegt erindi um aðgang að þeim skjölum frá kortafyrirtækjunum sem gáfu innanríkisráðuneytinu ástæðu til að ætla að Íslendingar eyddu 1,5 milljörðum í fjárhættuspil á netinu. Ég vonast að sjálfsögðu eftir skjótum og jákvæðum svörum. Ef ráðherra notar tölur í rökstuðningi fyrir íþyngjandi löggjöf þarf hann að gera fullnægjandi grein fyrir því hvernig þær eru fengnar. Aðrir þurfa að geta sannreynt þær. Opinber rökstuðningur kallar á opinber gögn. Það er svo annað mál að vont er að banna fólki að eyða eigin peningum með þeim rökum að verið sé að spara gjaldeyri „þjóðarinnar" eða með skírskotun í það að fólkið kynni, þótt ólíklegt sé, að eyða um efni fram. En ef slíkum rökum á að beita er það lágmarkskrafa að þau hvíli á raunverulegum, opinberum gögnum. En ekki á tilfinningu ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson svaraði mér í Fréttablaðinu á mánudaginn. Við lestur þeirrar greinar kom upp í hugann hið enska orð „truthiness" sem bandaríski grínspjallþáttarstjórnandinn Stephen Colbert gerði frægt fyrir nokkrum árum og þýtt hefur verið sem „sannleikni". Í lauslegri skilgreiningu er sannleikni „það sem einhver veit innra með sér að sé satt, án tillits til sönnunargagna, raka, rýningar eða staðreynda". Í grein sinni segir Ögmundur: „Með fullri virðingu fyrir öllum þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á fjárhættuspilum og spilahegðun þá er það mín sannfæring að jafnvel vönduðustu rannsakendum hætti til að vanreikna útbreiðslu spilafíknarinnar. Þetta er tilfinning en ekki vissa." Vissulega getur meirihluti vísindamanna innan sömu greinar verið á villigötum. Það er allt í lagi að draga í efa niðurstöður rannsókna eða þær forsendur sem vísindamennirnir gefa sér. En slíkar ósannaðar gagntilgátur eru ekki rök í sjálfu sér. Og ef banna á póker á netinu vegna þess að ráðherra finnur í hjarta sér að vandamálið sé mikið, mun meira en rannsóknir benda til, þá er verið að leggja til lög sem hvíla á tilfinningu en ekki vissu. En víkjum að öðru atriði í svari ráðherrans. Innaríkisráðherra hélt því fram nýlega, í inngangsorðum rannsóknar um umfang spilafíknar, að „milljarðar króna" færu í fjárhættuspil á netinu. Á svipuðum tíma birti innanríkisráðuneytið áætlun sína um að talan væri 1,5 milljarðar svo með sambærilegri „áhættunámundun" mætti segja að 15 manns væru „tugir manna". Hitt getur þó verið að ráðherrann hafi alls ekki byggt fullyrðingu sína um „milljarðana" á þessari tölu, heldur hafi hann byggt hana á á tilfinningu, en ekki vissu. Talan 1,5 milljarðar er kannski ekki ólíklegri en hver önnur en engu að síður er nauðsynlegt að vita hvernig hún er fengin. Það væri gott að vita hvað nákvæmlega sé verið að summa, yfir hve langt tímabil og svo framvegis. Tilraunir mínar til að komast að þessu einskorðuðust ekki við opinber greinarskrif. Ég sendi fyrirspurn um þetta í gegnum vef innanríkisráðuneytis um það leyti sem pistill minn „Þjóðin sem réð við spilafíkn sína" birtist í mars síðastliðnum. Ég ítrekaði þá fyrirspurn stuttu síðar. Þremur vikum síðar, þegar ég hafði ekki fengið svar við spurningunum, sendi ég tölvupóst á einn aðstoðarmanna innanríkisráðherra til að forvitnast um afdrif þeirra. Ég sendi einnig fyrirspurnir á aðila í ráðuneytinu sem ætla mætti að hefðu fjárhættuspil á sinni könnu. Loks reyndi ég að hafa samband við Ögmund sjálfan í gegnum vef hans. Nú kann að vera að veffyrirspurnir mínar hafi allar mistekist og tölvupóstarnir til ráðuneytisins liggi í ruslpóstssíum starfsmanna. Það gæti verið ein skýring þess að ég hafði, þangað til grein Ögmundar birtist á mánudaginn, engin svör við þeim fengið. Þetta er raunar frekar óvenjulegt miðað við reynslu mína af ráðuneytunum hingað til, en við skulum ekki lesa í þann bolla frekar. Þótt svar Ögmundar Jónassonar seðji talnahungraða menn seint færir það okkur samt nær einhvers konar sannleika um það hvernig talan 1,5 milljarðar hafi verið fengin. Samkvæmt svarinu er um að ræða „áætlun kortafyrirtækjanna". Það segir eitt og sér fátt, því áfram vitum við ekki hvað er verið að summa, yfir hve langan tíma og hvernig. Ég hef nú sent innanríkisráðuneytinu formlegt erindi um aðgang að þeim skjölum frá kortafyrirtækjunum sem gáfu innanríkisráðuneytinu ástæðu til að ætla að Íslendingar eyddu 1,5 milljörðum í fjárhættuspil á netinu. Ég vonast að sjálfsögðu eftir skjótum og jákvæðum svörum. Ef ráðherra notar tölur í rökstuðningi fyrir íþyngjandi löggjöf þarf hann að gera fullnægjandi grein fyrir því hvernig þær eru fengnar. Aðrir þurfa að geta sannreynt þær. Opinber rökstuðningur kallar á opinber gögn. Það er svo annað mál að vont er að banna fólki að eyða eigin peningum með þeim rökum að verið sé að spara gjaldeyri „þjóðarinnar" eða með skírskotun í það að fólkið kynni, þótt ólíklegt sé, að eyða um efni fram. En ef slíkum rökum á að beita er það lágmarkskrafa að þau hvíli á raunverulegum, opinberum gögnum. En ekki á tilfinningu ráðherra.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun