Af hverju vita kortafyrirtækin hvar ég spila spil? Smári McCarthy skrifar 19. júlí 2012 06:00 Í svari Ögmundar Jónassonar til Pawels Bartoszek varðandi fjárhættuspil nýlega sagði Ögmundur að kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Kortafyrirtækin eru, ólíkt öllum öðrum í samfélaginu, með mjög nákvæman og yfirgripsmikinn gagnagrunn yfir nánast öll viðskipti Íslendinga. Í flestum tilfellum vita þau nákvæmlega við hvaða verslun við áttum viðskipti og hvenær, og með ýmsum tölfræðilegum aðferðum mætti með smá vinnu draga ekki agalegar ályktanir um hvað var keypt. Þau vita auk þess af því þegar teknir eru peningar út úr hraðbanka, og geta ályktað sterklega út frá því hversu mikil viðskipti eru stunduð utan rafræna hagkerfisins, þótt mögulegt sé að einhverjir taki ennþá út af bankabókum í sínum útibúum frekar en í hraðbönkum. Það er sérkennilegt að innanríkisráðherra, sem fer meðal annars með persónuvernd sem málaflokk, sjái ekki ástæðu til að gagnrýna það sérstaklega að kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft eitthvað um það í hvað Íslendingar eyða peningum. Þetta hefur margvíslegar afleiðingar í för með sér. Fólk á réttmæta kröfu til leyndar þegar það stundar viðskipti. Þegar ég kaupi eitthvað úti í búð, hvort sem það er mjólk í kjörbúð, ruslfæði á veitingastað, föt á markaði eða leikföng í dótabúð (hvort heldur fullorðins eða barna!), þá er eðlilegt að það sé milli mín og sölumannsins. Það að allar upplýsingar um viðskiptin séu undantekningarlaust send þriðja aðila er óviðunandi. Auðvitað er það nauðsynlegt fyrir rafræn viðskipti að ákveðnar upplýsingar séu sendar. En þarf þarf að búa til færslu sem segir hver hafi borgað hverjum og hversu mikið? Þegar við verslum með peningaseðla er eingöngu skráð hvað var keypt og fyrir hvaða upphæð, nema sérstaklega sé óskað eftir nótu með kennitölu vegna virðisaukaskatts. Er nokkur ástæða fyrir því að þetta ætti að vera öðruvísi í tilfelli korta? Þegar korti er framvísað í verslun þarf að staðfesta að réttur aðili sé með kortið (sem er tilgangur undirskriftar eða PIN númers), að nægilegir peningar séu á kortinu (sem er tilgangur posans og innhringingarinnar til bakvinnslukerfisins), og það þarf að færa viðeigandi upphæð út af þeim bankareikningi sem kortið er tengt við yfir á reikning verslunarinnar (sem er tilgangur uppgjörsins í lok dags). Að lokum þarf verslunin að skrá hjá sér í sitt bókhald að viðskiptin hafi átt sér stað (vegna skatta). Það sem þarf ekki að eiga sér stað er að kortafyrirtækið skrái hjá sér hver borgaði og hverjum var borgað. Kortafyrirtækið þarf ekki að vita hversu mikið var greitt. Og kortafyrirtækið þarf síður en svo að geyma þessar upplýsingar í heilt ár, hvað þá að stunda þess háttar greiningar á viðskiptunum að þeir geti staðhæft eitthvað um peningaveltu Íslendinga í erlendri netspilun, hvað þá annað. Einhverjir spyrja þá um ábyrgð. Hver ber ábyrgð ef kort er misnotað, eða ef ofgreitt er fyrir vöru? Eitt sinn var það á ábyrgð fyrirtækja og viðskiptavina þeirra að tryggja að rétt viðskipti ættu sér stað. Eðlilegast væri að það yrði aftur raunin, en ef upp kæmu deilur um hvort rétt hafi verið millifært þá yrði prentuð kvittun eða rafræn kvittun með stafrænni undirskrift látin gilda. Ef korti er stolið er það á ábyrgð eigandans að láta loka á það. Raunar ættu kortafyrirtækin að firra sig ákveðinni ábyrgð þar með því að hætta að nota þessi fáranlegu kreditkortanúmer - stóra leyndarmálið sem er prentað og þrykkt framan á kortið. Enginn sem hefur hundsvit á upplýsingaöryggi myndi nokkurn tímann taka í mál að skrifa leyndarmálið sem gefur aðgang að peningunum í stórum skýrum stöfum framan á fyrirbærið sem þyrfti að vernda. Ég ætla að sleppa því að tala um hversu óöruggar segulrendur eru að sinni. Gefum okkur samt það sem líklegast er, að engu af ofantöldu verði breytt á næstunni. Íslendingum finnst þægilegt að nota kortin sín og öllum er alveg sama um persónuvernd - enda höfum við aldrei þurft að fást af alvöru við þær ógnir sem skortur á persónuvernd hefur í för með sér. Í allra minnsta lagi ætti þá að gera athugasemd við það að kortafyrirtækin séu að greina viðskiptin að svo miklu leyti sem marka má af orðum Ögmundar. Það kemur ríkinu ekki við, hvað þá kortafyrirtækjunum, hvað fólk eyðir peningum sínum í. Ríkið hefur vald til að krefjast þess að fólk greiði skatta, en meðan þeir eru greiddir hefur ríkið ekki vald til að skoða hvar við kaupum inn eða hvernig við eyðum okkar peningum, og slíkt vald á enginn að hafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í svari Ögmundar Jónassonar til Pawels Bartoszek varðandi fjárhættuspil nýlega sagði Ögmundur að kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Kortafyrirtækin eru, ólíkt öllum öðrum í samfélaginu, með mjög nákvæman og yfirgripsmikinn gagnagrunn yfir nánast öll viðskipti Íslendinga. Í flestum tilfellum vita þau nákvæmlega við hvaða verslun við áttum viðskipti og hvenær, og með ýmsum tölfræðilegum aðferðum mætti með smá vinnu draga ekki agalegar ályktanir um hvað var keypt. Þau vita auk þess af því þegar teknir eru peningar út úr hraðbanka, og geta ályktað sterklega út frá því hversu mikil viðskipti eru stunduð utan rafræna hagkerfisins, þótt mögulegt sé að einhverjir taki ennþá út af bankabókum í sínum útibúum frekar en í hraðbönkum. Það er sérkennilegt að innanríkisráðherra, sem fer meðal annars með persónuvernd sem málaflokk, sjái ekki ástæðu til að gagnrýna það sérstaklega að kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft eitthvað um það í hvað Íslendingar eyða peningum. Þetta hefur margvíslegar afleiðingar í för með sér. Fólk á réttmæta kröfu til leyndar þegar það stundar viðskipti. Þegar ég kaupi eitthvað úti í búð, hvort sem það er mjólk í kjörbúð, ruslfæði á veitingastað, föt á markaði eða leikföng í dótabúð (hvort heldur fullorðins eða barna!), þá er eðlilegt að það sé milli mín og sölumannsins. Það að allar upplýsingar um viðskiptin séu undantekningarlaust send þriðja aðila er óviðunandi. Auðvitað er það nauðsynlegt fyrir rafræn viðskipti að ákveðnar upplýsingar séu sendar. En þarf þarf að búa til færslu sem segir hver hafi borgað hverjum og hversu mikið? Þegar við verslum með peningaseðla er eingöngu skráð hvað var keypt og fyrir hvaða upphæð, nema sérstaklega sé óskað eftir nótu með kennitölu vegna virðisaukaskatts. Er nokkur ástæða fyrir því að þetta ætti að vera öðruvísi í tilfelli korta? Þegar korti er framvísað í verslun þarf að staðfesta að réttur aðili sé með kortið (sem er tilgangur undirskriftar eða PIN númers), að nægilegir peningar séu á kortinu (sem er tilgangur posans og innhringingarinnar til bakvinnslukerfisins), og það þarf að færa viðeigandi upphæð út af þeim bankareikningi sem kortið er tengt við yfir á reikning verslunarinnar (sem er tilgangur uppgjörsins í lok dags). Að lokum þarf verslunin að skrá hjá sér í sitt bókhald að viðskiptin hafi átt sér stað (vegna skatta). Það sem þarf ekki að eiga sér stað er að kortafyrirtækið skrái hjá sér hver borgaði og hverjum var borgað. Kortafyrirtækið þarf ekki að vita hversu mikið var greitt. Og kortafyrirtækið þarf síður en svo að geyma þessar upplýsingar í heilt ár, hvað þá að stunda þess háttar greiningar á viðskiptunum að þeir geti staðhæft eitthvað um peningaveltu Íslendinga í erlendri netspilun, hvað þá annað. Einhverjir spyrja þá um ábyrgð. Hver ber ábyrgð ef kort er misnotað, eða ef ofgreitt er fyrir vöru? Eitt sinn var það á ábyrgð fyrirtækja og viðskiptavina þeirra að tryggja að rétt viðskipti ættu sér stað. Eðlilegast væri að það yrði aftur raunin, en ef upp kæmu deilur um hvort rétt hafi verið millifært þá yrði prentuð kvittun eða rafræn kvittun með stafrænni undirskrift látin gilda. Ef korti er stolið er það á ábyrgð eigandans að láta loka á það. Raunar ættu kortafyrirtækin að firra sig ákveðinni ábyrgð þar með því að hætta að nota þessi fáranlegu kreditkortanúmer - stóra leyndarmálið sem er prentað og þrykkt framan á kortið. Enginn sem hefur hundsvit á upplýsingaöryggi myndi nokkurn tímann taka í mál að skrifa leyndarmálið sem gefur aðgang að peningunum í stórum skýrum stöfum framan á fyrirbærið sem þyrfti að vernda. Ég ætla að sleppa því að tala um hversu óöruggar segulrendur eru að sinni. Gefum okkur samt það sem líklegast er, að engu af ofantöldu verði breytt á næstunni. Íslendingum finnst þægilegt að nota kortin sín og öllum er alveg sama um persónuvernd - enda höfum við aldrei þurft að fást af alvöru við þær ógnir sem skortur á persónuvernd hefur í för með sér. Í allra minnsta lagi ætti þá að gera athugasemd við það að kortafyrirtækin séu að greina viðskiptin að svo miklu leyti sem marka má af orðum Ögmundar. Það kemur ríkinu ekki við, hvað þá kortafyrirtækjunum, hvað fólk eyðir peningum sínum í. Ríkið hefur vald til að krefjast þess að fólk greiði skatta, en meðan þeir eru greiddir hefur ríkið ekki vald til að skoða hvar við kaupum inn eða hvernig við eyðum okkar peningum, og slíkt vald á enginn að hafa.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun