Ísland vitundarvakning um mikilvægi jökla og íss 23. júní 2012 06:15 Jökullinn verður lýstur upp í september 2013 undir tónlist Bergljótar Arnalds. fréttablaðið/vilhelm Íslenska verkefnið Vox Naturae var kynnt á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál, sem haldin er í Brasilíu. Verkefninu er ætlað að bregða ljósi á mikilvægi jökla og íss og þau áhrif sem hlýnun jarðar hefur. Dr. Ania Grobicki, aðalritari samtakanna Global Water Partnership, en það eru stærstu alþjóðasamtök um sjálfbæra notkun á vatnsauðlindum jarðar, fjallaði um verkefnið. Hún sat í pallborði á fundi um mikilvægi fjallgarða fyrir hið græna hagkerfi, ásamt ráðherrum og forsvarsmönnum alþjóðastofnana. Verkefnið Vox Naturae felst meðal annars í gjörningi við Svínafellsjökul, en í september 2013 verður jökullinn lýstur upp og tónlist Bergljótar Arnalds, sem byggir á hljóðum jökla, ljær jöklinum rödd. Þá verður hleypt af stokkunum alþjóðlegum verkefnum varðandi áhrif loftslagsbreytinga á jökla, ís og vatn. Páll Ásgeir Davíðsson, framkvæmdastjóri Vox Naturae, segir mikilvægt að verkefnið hafi fengið þessa kynningu í Brasilíu. Hann segir vandamálið varðandi loftslagsbreytingar það að þær gerist svo hægt að erfitt sé að sjá þær. „Skýrasta merkið sem náttúran sendir okkur er bráðnun íss og jökla. Ísinn er hitamælir jarðarinnar og við hér í norðri berum ákveðna ábyrgð. Með okkar sagnahefð og nálægð við jöklana getum við sýnt heiminum hvað er að gerast fyrr en nokkur annar.“ Dr. Grobicki sagði á fundinum að Ísland yrði vettvangur fyrir einstaka vitundarvakningu um vægi íss og jökla fyrir mannkynið allt. - kóp Loftslagsmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Íslenska verkefnið Vox Naturae var kynnt á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál, sem haldin er í Brasilíu. Verkefninu er ætlað að bregða ljósi á mikilvægi jökla og íss og þau áhrif sem hlýnun jarðar hefur. Dr. Ania Grobicki, aðalritari samtakanna Global Water Partnership, en það eru stærstu alþjóðasamtök um sjálfbæra notkun á vatnsauðlindum jarðar, fjallaði um verkefnið. Hún sat í pallborði á fundi um mikilvægi fjallgarða fyrir hið græna hagkerfi, ásamt ráðherrum og forsvarsmönnum alþjóðastofnana. Verkefnið Vox Naturae felst meðal annars í gjörningi við Svínafellsjökul, en í september 2013 verður jökullinn lýstur upp og tónlist Bergljótar Arnalds, sem byggir á hljóðum jökla, ljær jöklinum rödd. Þá verður hleypt af stokkunum alþjóðlegum verkefnum varðandi áhrif loftslagsbreytinga á jökla, ís og vatn. Páll Ásgeir Davíðsson, framkvæmdastjóri Vox Naturae, segir mikilvægt að verkefnið hafi fengið þessa kynningu í Brasilíu. Hann segir vandamálið varðandi loftslagsbreytingar það að þær gerist svo hægt að erfitt sé að sjá þær. „Skýrasta merkið sem náttúran sendir okkur er bráðnun íss og jökla. Ísinn er hitamælir jarðarinnar og við hér í norðri berum ákveðna ábyrgð. Með okkar sagnahefð og nálægð við jöklana getum við sýnt heiminum hvað er að gerast fyrr en nokkur annar.“ Dr. Grobicki sagði á fundinum að Ísland yrði vettvangur fyrir einstaka vitundarvakningu um vægi íss og jökla fyrir mannkynið allt. - kóp
Loftslagsmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira