Sátt eða sundrung Reynir Erlingsson skrifar 14. júní 2012 06:00 Ég horfi á sundraða þjóð, meira sundraða en nokkurn tíma fyrr. Nánast hvar og hvert sem litið er eru erjur. Það er þyngra en tárum taki að örþjóð sem ekki telur nema rétt rúmlega 300 þúsund manns skuli ekki geta gert betur en raun ber vitni: Fjármálaöfl eru í átökum við skuldara, lífeyrisþegar við lífeyrissjóði, stjórnarliðar við stjórnarandstöðu, flokksbræður berjast, allir kæra alla ýmist fyrir meiðyrði eða annað og margs konar skaðabótamál eru viðhöfð. Ungt fólk flýr land og hafa fólksflutningar ekki mælst jafnmiklir í langan tíma, ef nokkurn tíma áður. Skattar hækka á meðan skattgreiðendum fækkar. Lífeyrissjóðir eiga ekki fyrir skuldbindingum á meðan lífeyrisþegum fjölgar. Heibrigðisþjónusta er skorin niður á meðan kröfur aukast um hið gagnstæða og læknum og sérfræðingum í heilbrigðikerfinu fækkar. Samhliða þessu fjölgar glæpum og ofbeldi. Hér er aðeins tæpt á örfáum augljósum atriðum sem hrjá okkur Íslendinga þessa stundina og blasa við daglega allt um kring. Undantekning er ef boðið er upp á jákvæðar fréttir í fjölmiðlum sem staðfestir andrúmsloftið í þjóðfélaginu. Ísland er stórkostlegt og fallegt land hvert sem litið er með miklar auðlindir, bæði til sjós og lands auk mannauðs. Er þjóðin að missa sjónar á þessu? Íslendingar hafa í gegnum tíðina haft þrek og þor til að takast á við hindranir og mótlæti og sigrast á ágjöfum. Það eru ekki mörg ár síðan við vorum í stríði við stórveldi og lögðum Breta að velli með því að verja auðlindir okkar úti fyrir ströndum landsins. Þá stóð öll þjóðin saman. Nú er því öðruvísi farið. Við erum í stríði innbyrðis, við okkur sjálf. Út af hverju? Einhverju sem við sjálf höfum kallað yfir okkur! Hvar stöndum við um þessar mundir?Sundruð þjóð! Þeir sem hér stjórna njóta ekki trausts. Hvort sem um er að ræða ríkisstjórn, löggjafann, eftirlitsstofnanir, embættismannakerfið eða fjármálastofnanir. Þetta vantraust breiðist út og smitar allt samfélagið sem aftur leiðir til óöryggis, vansældar og vanlíðan manna. Fólk er orðið örvæntingarfullt. Fleiri og fleiri gefast upp og missa trúna. Hér heyrast raddir um alþingiskosningar. Nýtt fólk og ný stjórnmálaöfl verða að komast að og leysa málin segja margir. Verður það til bóta? Ég held ekki og hef enga trú á því. Það er skammgóður vermir og breytir engu að efna til kosninga og e.t.v. hnika þannig til hlutföllum stjórnmálaafla á Alþingi Íslendinga. Hvað er til ráða?Við höfum möguleika á þjóðstjórn eða utanþingsstjórn sem hugsanlegu úrræði. Þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á Alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Utanþingsstjórn er ríkisstjórn skipuð mönnum sem sitja ekki á Alþingi. Þannig stjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á landi. Það var þegar Sveinn Björnsson var ríkisstjóri og leysti stjórnarkreppu í landinu árið 1942 með því að skipa utanþingsstjórn. Hún sat frá desember 1942 fram í október 1944. Nú ríkir víða kreppa á Íslandi, ekki bara stjórnarkreppa. Fyrsta og mikilvægasta verkefnið er að ná sátt um stjórn landsins. Stjórnmálaflokkar þurfa svo að ná vopnum sínum og endurvinna traust og virðingu kjósenda sinna. Það gerist ekki með kosningum, nýjum stjórnmálaöflum eða nýjum loforðum. Við höfum reynslu af slíku. Það sem vantar er vilji og þor. Ráðamenn þurfa að þora að horfast í augu við þá staðreynd að þeir ráða ekki við verkefnið, ráða ekki við stöðuna sem komin er upp í þjóðfélaginu. Ósættið er allsráðandi. Krafturinn og orkan sem býr í þjóðarsálinni mun losna úr læðingi og nýtast til athafna og sátta, þegar hún fær stjórn sem landinn treystir. Sátt við þjóðinaÞjóðstjórn eða utanþingsstjórn er eina raunhæfa leiðin eins og málið blasir við mér. Það þarf að ná þjóðarsátt. Það er forgangsmál og lykilatriði til að Ísland nái vopnum sínum. Allir bera einhverja ábyrgð á því sem orðið er og þarf hver og einn að horfa í eigin barm og spyrja hvað við getum lagt á vogarskálarnar til úrbóta. Það blasir við að allir þurfa að leggja sitt af mörkum svo hér náist sátt og þjóðin geti sameinast aftur. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér! Að sigra heiminn er eins og að spila á spil, Með spekinglegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði). Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, Því það er nefnilega vitlaust gefið." Steinn Steinarr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ég horfi á sundraða þjóð, meira sundraða en nokkurn tíma fyrr. Nánast hvar og hvert sem litið er eru erjur. Það er þyngra en tárum taki að örþjóð sem ekki telur nema rétt rúmlega 300 þúsund manns skuli ekki geta gert betur en raun ber vitni: Fjármálaöfl eru í átökum við skuldara, lífeyrisþegar við lífeyrissjóði, stjórnarliðar við stjórnarandstöðu, flokksbræður berjast, allir kæra alla ýmist fyrir meiðyrði eða annað og margs konar skaðabótamál eru viðhöfð. Ungt fólk flýr land og hafa fólksflutningar ekki mælst jafnmiklir í langan tíma, ef nokkurn tíma áður. Skattar hækka á meðan skattgreiðendum fækkar. Lífeyrissjóðir eiga ekki fyrir skuldbindingum á meðan lífeyrisþegum fjölgar. Heibrigðisþjónusta er skorin niður á meðan kröfur aukast um hið gagnstæða og læknum og sérfræðingum í heilbrigðikerfinu fækkar. Samhliða þessu fjölgar glæpum og ofbeldi. Hér er aðeins tæpt á örfáum augljósum atriðum sem hrjá okkur Íslendinga þessa stundina og blasa við daglega allt um kring. Undantekning er ef boðið er upp á jákvæðar fréttir í fjölmiðlum sem staðfestir andrúmsloftið í þjóðfélaginu. Ísland er stórkostlegt og fallegt land hvert sem litið er með miklar auðlindir, bæði til sjós og lands auk mannauðs. Er þjóðin að missa sjónar á þessu? Íslendingar hafa í gegnum tíðina haft þrek og þor til að takast á við hindranir og mótlæti og sigrast á ágjöfum. Það eru ekki mörg ár síðan við vorum í stríði við stórveldi og lögðum Breta að velli með því að verja auðlindir okkar úti fyrir ströndum landsins. Þá stóð öll þjóðin saman. Nú er því öðruvísi farið. Við erum í stríði innbyrðis, við okkur sjálf. Út af hverju? Einhverju sem við sjálf höfum kallað yfir okkur! Hvar stöndum við um þessar mundir?Sundruð þjóð! Þeir sem hér stjórna njóta ekki trausts. Hvort sem um er að ræða ríkisstjórn, löggjafann, eftirlitsstofnanir, embættismannakerfið eða fjármálastofnanir. Þetta vantraust breiðist út og smitar allt samfélagið sem aftur leiðir til óöryggis, vansældar og vanlíðan manna. Fólk er orðið örvæntingarfullt. Fleiri og fleiri gefast upp og missa trúna. Hér heyrast raddir um alþingiskosningar. Nýtt fólk og ný stjórnmálaöfl verða að komast að og leysa málin segja margir. Verður það til bóta? Ég held ekki og hef enga trú á því. Það er skammgóður vermir og breytir engu að efna til kosninga og e.t.v. hnika þannig til hlutföllum stjórnmálaafla á Alþingi Íslendinga. Hvað er til ráða?Við höfum möguleika á þjóðstjórn eða utanþingsstjórn sem hugsanlegu úrræði. Þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á Alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Utanþingsstjórn er ríkisstjórn skipuð mönnum sem sitja ekki á Alþingi. Þannig stjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á landi. Það var þegar Sveinn Björnsson var ríkisstjóri og leysti stjórnarkreppu í landinu árið 1942 með því að skipa utanþingsstjórn. Hún sat frá desember 1942 fram í október 1944. Nú ríkir víða kreppa á Íslandi, ekki bara stjórnarkreppa. Fyrsta og mikilvægasta verkefnið er að ná sátt um stjórn landsins. Stjórnmálaflokkar þurfa svo að ná vopnum sínum og endurvinna traust og virðingu kjósenda sinna. Það gerist ekki með kosningum, nýjum stjórnmálaöflum eða nýjum loforðum. Við höfum reynslu af slíku. Það sem vantar er vilji og þor. Ráðamenn þurfa að þora að horfast í augu við þá staðreynd að þeir ráða ekki við verkefnið, ráða ekki við stöðuna sem komin er upp í þjóðfélaginu. Ósættið er allsráðandi. Krafturinn og orkan sem býr í þjóðarsálinni mun losna úr læðingi og nýtast til athafna og sátta, þegar hún fær stjórn sem landinn treystir. Sátt við þjóðinaÞjóðstjórn eða utanþingsstjórn er eina raunhæfa leiðin eins og málið blasir við mér. Það þarf að ná þjóðarsátt. Það er forgangsmál og lykilatriði til að Ísland nái vopnum sínum. Allir bera einhverja ábyrgð á því sem orðið er og þarf hver og einn að horfa í eigin barm og spyrja hvað við getum lagt á vogarskálarnar til úrbóta. Það blasir við að allir þurfa að leggja sitt af mörkum svo hér náist sátt og þjóðin geti sameinast aftur. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér! Að sigra heiminn er eins og að spila á spil, Með spekinglegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði). Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, Því það er nefnilega vitlaust gefið." Steinn Steinarr.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun