Sátt eða sundrung Reynir Erlingsson skrifar 14. júní 2012 06:00 Ég horfi á sundraða þjóð, meira sundraða en nokkurn tíma fyrr. Nánast hvar og hvert sem litið er eru erjur. Það er þyngra en tárum taki að örþjóð sem ekki telur nema rétt rúmlega 300 þúsund manns skuli ekki geta gert betur en raun ber vitni: Fjármálaöfl eru í átökum við skuldara, lífeyrisþegar við lífeyrissjóði, stjórnarliðar við stjórnarandstöðu, flokksbræður berjast, allir kæra alla ýmist fyrir meiðyrði eða annað og margs konar skaðabótamál eru viðhöfð. Ungt fólk flýr land og hafa fólksflutningar ekki mælst jafnmiklir í langan tíma, ef nokkurn tíma áður. Skattar hækka á meðan skattgreiðendum fækkar. Lífeyrissjóðir eiga ekki fyrir skuldbindingum á meðan lífeyrisþegum fjölgar. Heibrigðisþjónusta er skorin niður á meðan kröfur aukast um hið gagnstæða og læknum og sérfræðingum í heilbrigðikerfinu fækkar. Samhliða þessu fjölgar glæpum og ofbeldi. Hér er aðeins tæpt á örfáum augljósum atriðum sem hrjá okkur Íslendinga þessa stundina og blasa við daglega allt um kring. Undantekning er ef boðið er upp á jákvæðar fréttir í fjölmiðlum sem staðfestir andrúmsloftið í þjóðfélaginu. Ísland er stórkostlegt og fallegt land hvert sem litið er með miklar auðlindir, bæði til sjós og lands auk mannauðs. Er þjóðin að missa sjónar á þessu? Íslendingar hafa í gegnum tíðina haft þrek og þor til að takast á við hindranir og mótlæti og sigrast á ágjöfum. Það eru ekki mörg ár síðan við vorum í stríði við stórveldi og lögðum Breta að velli með því að verja auðlindir okkar úti fyrir ströndum landsins. Þá stóð öll þjóðin saman. Nú er því öðruvísi farið. Við erum í stríði innbyrðis, við okkur sjálf. Út af hverju? Einhverju sem við sjálf höfum kallað yfir okkur! Hvar stöndum við um þessar mundir?Sundruð þjóð! Þeir sem hér stjórna njóta ekki trausts. Hvort sem um er að ræða ríkisstjórn, löggjafann, eftirlitsstofnanir, embættismannakerfið eða fjármálastofnanir. Þetta vantraust breiðist út og smitar allt samfélagið sem aftur leiðir til óöryggis, vansældar og vanlíðan manna. Fólk er orðið örvæntingarfullt. Fleiri og fleiri gefast upp og missa trúna. Hér heyrast raddir um alþingiskosningar. Nýtt fólk og ný stjórnmálaöfl verða að komast að og leysa málin segja margir. Verður það til bóta? Ég held ekki og hef enga trú á því. Það er skammgóður vermir og breytir engu að efna til kosninga og e.t.v. hnika þannig til hlutföllum stjórnmálaafla á Alþingi Íslendinga. Hvað er til ráða?Við höfum möguleika á þjóðstjórn eða utanþingsstjórn sem hugsanlegu úrræði. Þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á Alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Utanþingsstjórn er ríkisstjórn skipuð mönnum sem sitja ekki á Alþingi. Þannig stjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á landi. Það var þegar Sveinn Björnsson var ríkisstjóri og leysti stjórnarkreppu í landinu árið 1942 með því að skipa utanþingsstjórn. Hún sat frá desember 1942 fram í október 1944. Nú ríkir víða kreppa á Íslandi, ekki bara stjórnarkreppa. Fyrsta og mikilvægasta verkefnið er að ná sátt um stjórn landsins. Stjórnmálaflokkar þurfa svo að ná vopnum sínum og endurvinna traust og virðingu kjósenda sinna. Það gerist ekki með kosningum, nýjum stjórnmálaöflum eða nýjum loforðum. Við höfum reynslu af slíku. Það sem vantar er vilji og þor. Ráðamenn þurfa að þora að horfast í augu við þá staðreynd að þeir ráða ekki við verkefnið, ráða ekki við stöðuna sem komin er upp í þjóðfélaginu. Ósættið er allsráðandi. Krafturinn og orkan sem býr í þjóðarsálinni mun losna úr læðingi og nýtast til athafna og sátta, þegar hún fær stjórn sem landinn treystir. Sátt við þjóðinaÞjóðstjórn eða utanþingsstjórn er eina raunhæfa leiðin eins og málið blasir við mér. Það þarf að ná þjóðarsátt. Það er forgangsmál og lykilatriði til að Ísland nái vopnum sínum. Allir bera einhverja ábyrgð á því sem orðið er og þarf hver og einn að horfa í eigin barm og spyrja hvað við getum lagt á vogarskálarnar til úrbóta. Það blasir við að allir þurfa að leggja sitt af mörkum svo hér náist sátt og þjóðin geti sameinast aftur. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér! Að sigra heiminn er eins og að spila á spil, Með spekinglegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði). Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, Því það er nefnilega vitlaust gefið." Steinn Steinarr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég horfi á sundraða þjóð, meira sundraða en nokkurn tíma fyrr. Nánast hvar og hvert sem litið er eru erjur. Það er þyngra en tárum taki að örþjóð sem ekki telur nema rétt rúmlega 300 þúsund manns skuli ekki geta gert betur en raun ber vitni: Fjármálaöfl eru í átökum við skuldara, lífeyrisþegar við lífeyrissjóði, stjórnarliðar við stjórnarandstöðu, flokksbræður berjast, allir kæra alla ýmist fyrir meiðyrði eða annað og margs konar skaðabótamál eru viðhöfð. Ungt fólk flýr land og hafa fólksflutningar ekki mælst jafnmiklir í langan tíma, ef nokkurn tíma áður. Skattar hækka á meðan skattgreiðendum fækkar. Lífeyrissjóðir eiga ekki fyrir skuldbindingum á meðan lífeyrisþegum fjölgar. Heibrigðisþjónusta er skorin niður á meðan kröfur aukast um hið gagnstæða og læknum og sérfræðingum í heilbrigðikerfinu fækkar. Samhliða þessu fjölgar glæpum og ofbeldi. Hér er aðeins tæpt á örfáum augljósum atriðum sem hrjá okkur Íslendinga þessa stundina og blasa við daglega allt um kring. Undantekning er ef boðið er upp á jákvæðar fréttir í fjölmiðlum sem staðfestir andrúmsloftið í þjóðfélaginu. Ísland er stórkostlegt og fallegt land hvert sem litið er með miklar auðlindir, bæði til sjós og lands auk mannauðs. Er þjóðin að missa sjónar á þessu? Íslendingar hafa í gegnum tíðina haft þrek og þor til að takast á við hindranir og mótlæti og sigrast á ágjöfum. Það eru ekki mörg ár síðan við vorum í stríði við stórveldi og lögðum Breta að velli með því að verja auðlindir okkar úti fyrir ströndum landsins. Þá stóð öll þjóðin saman. Nú er því öðruvísi farið. Við erum í stríði innbyrðis, við okkur sjálf. Út af hverju? Einhverju sem við sjálf höfum kallað yfir okkur! Hvar stöndum við um þessar mundir?Sundruð þjóð! Þeir sem hér stjórna njóta ekki trausts. Hvort sem um er að ræða ríkisstjórn, löggjafann, eftirlitsstofnanir, embættismannakerfið eða fjármálastofnanir. Þetta vantraust breiðist út og smitar allt samfélagið sem aftur leiðir til óöryggis, vansældar og vanlíðan manna. Fólk er orðið örvæntingarfullt. Fleiri og fleiri gefast upp og missa trúna. Hér heyrast raddir um alþingiskosningar. Nýtt fólk og ný stjórnmálaöfl verða að komast að og leysa málin segja margir. Verður það til bóta? Ég held ekki og hef enga trú á því. Það er skammgóður vermir og breytir engu að efna til kosninga og e.t.v. hnika þannig til hlutföllum stjórnmálaafla á Alþingi Íslendinga. Hvað er til ráða?Við höfum möguleika á þjóðstjórn eða utanþingsstjórn sem hugsanlegu úrræði. Þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á Alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Utanþingsstjórn er ríkisstjórn skipuð mönnum sem sitja ekki á Alþingi. Þannig stjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á landi. Það var þegar Sveinn Björnsson var ríkisstjóri og leysti stjórnarkreppu í landinu árið 1942 með því að skipa utanþingsstjórn. Hún sat frá desember 1942 fram í október 1944. Nú ríkir víða kreppa á Íslandi, ekki bara stjórnarkreppa. Fyrsta og mikilvægasta verkefnið er að ná sátt um stjórn landsins. Stjórnmálaflokkar þurfa svo að ná vopnum sínum og endurvinna traust og virðingu kjósenda sinna. Það gerist ekki með kosningum, nýjum stjórnmálaöflum eða nýjum loforðum. Við höfum reynslu af slíku. Það sem vantar er vilji og þor. Ráðamenn þurfa að þora að horfast í augu við þá staðreynd að þeir ráða ekki við verkefnið, ráða ekki við stöðuna sem komin er upp í þjóðfélaginu. Ósættið er allsráðandi. Krafturinn og orkan sem býr í þjóðarsálinni mun losna úr læðingi og nýtast til athafna og sátta, þegar hún fær stjórn sem landinn treystir. Sátt við þjóðinaÞjóðstjórn eða utanþingsstjórn er eina raunhæfa leiðin eins og málið blasir við mér. Það þarf að ná þjóðarsátt. Það er forgangsmál og lykilatriði til að Ísland nái vopnum sínum. Allir bera einhverja ábyrgð á því sem orðið er og þarf hver og einn að horfa í eigin barm og spyrja hvað við getum lagt á vogarskálarnar til úrbóta. Það blasir við að allir þurfa að leggja sitt af mörkum svo hér náist sátt og þjóðin geti sameinast aftur. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér! Að sigra heiminn er eins og að spila á spil, Með spekinglegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði). Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, Því það er nefnilega vitlaust gefið." Steinn Steinarr.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar