Kvennahlaupið og ófrjósemi fortíðar Karen Kjartansdóttir og Elísabet Margeirsdóttir skrifar 13. júní 2012 06:00 Leg kvenna átti að ganga úr lagi við hlaup og fætur þeirra að afmyndast. Þeim var líkamlega ómögulegt að hlaupa maraþon og keppni kvenna í 800 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Amsterdam 1928 hafði sýnt, svo ekki varð um villst, að konur höfðu ekki líkamlega burði til að keppa í meira en 200 metra hlaupi. Um þetta skrifuðu lærðir menn og læknar lýstu því yfir í virðulegum blöðum að meira álag þyldu konur bara ekki. Sumir keppendanna í 800 metra hlaupinu voru nefnilega svo örmagna eftir hlaupið að skömm var að en ekki til marks um einurð og hörku sem þó voru orð sem notuð voru þegar karlkyns keppendur komu örþreyttir í mark. Það var ekki fyrr en 32 árum síðar, eða á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960 að konur fengu aftur að reyna fyrir sér í 800 metra hlaupi. Þegar Kathrine Switzer læddi sér inn í Boston-maraþonið árið 1967 máttu konur ekki hlaupa maraþon. Þegar hlaupstjórinn varð hennar var hljóp hann á eftir henni öskrandi að hún ætti að drulla sér úr hlaupinu og skila keppnisnúmerinu, konur mættu ekki vera með. Kathrine hlýddi honum ekki og með hjálp annarra keppanda tókst henni að ljúka því. Mótshaldarar vildu þó þrjóskast við, neituðu að færa hlaup hennar til bókar og vildu herða reglur sem útilokuðu konur frá keppni í langhlaupum. En boltinn var farin að rúlla og konur farnar að hlaupa og næstu árin hlupu æ fleiri konur í maraþonhlaupum þótt þær hefðu ekki til þess leyfi. Eftir hlaupið ákvað Kathrine að helga sig baráttunni fyrir jöfnum tækifærum karla og kvenna í íþróttum. Svo fór að kvennabanninu var aflétt í Boston-maraþoninu árið 1972 og á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984 fengu konur fyrst að keppa í maraþoni. Komið hefur í ljós að frammistaða kynjanna er jöfnust í lengstu þolgreinum. Ekki er vitað til þess að hlaup hafi gert nokkra konu ófrjóa eða að leg nokkurrar þeirrar hafi gengið úr lagi við hlaupin. Reyndar hljóp kona í Chicago-maraþoninu í fyrra þótt hún væri gengin fulla meðgöngu og sjö klukkustundum síðar ól hún heilbrigða dóttur. Hreyfing, ekki síst hlaup, dregur úr kvíða, hættu á því að fá beinþynningu, ýmsum tegundum krabbameina og lífsstílssjúkdóma. Hlaup styrkja líkamann og auka sjálfsálit fólks. Ef fólki líður ekki vel í eigin skinni er erfitt fyrir það að njóta þess til fulls að vera til. Líði fólki hins vegar vel í eigin skinni á það auðveldara með að takast á við annir hversdagsins og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Okkur þykir vert að rifja upp þessa sögu þegar styttist í næsta Kvennahlaup ÍSÍ. Fyrsta Kvennahlaupið var haldið 30. júní árið 1990. Hlaupin eru tilvalin leið til að taka fyrstu skrefin í átt til heilbrigðari lifnaðarhátta og minna sig á mikilvægi þess að halda sér í góðu formi –í því felst mikið frelsi. Hlaupið er ekki síður mikilvæg áminning um að frelsi fæst ekki gefins heldur þarf átak til og hugrekki til að ganga gegn fyrirfram gefnum hugmyndum samfélagsins. Konur mega og geta hlaupið. Áðurnefnd Kathrine Switzer hefur notað hlaup sem samlíkingu um kvennabaráttu almennt. Í bókinni The Spirit of Marathon eftir Gail Waesche Kislevitz, sem kom út árið 2002, hvetur hún konur áfram. Gísli Ásgeirsson þýðandi hefur íslenskað hluta af frásögn hennar svona: „Lánið hefur leikið við mig í lífinu. Foreldrar mínir og Arnie sögðu mér að ég gæti gert allt sem ég vildi. Ég lét mér aldrei nægja að leika mér bara með dúkkur eða vera bara klappstýra. Vissulega lék ég mér með dúkkur og gekk í kjólum en ég klifraði líka í trjám og var kappsfull í íþróttum. Eftir ævintýrið í Boston skildi ég að margar konur í heiminum alast upp án þessa stuðnings og án þess að vita að þeim eru engin takmörk sett. Ég vildi ná til þessara kvenna og gera eitthvað til að breyta lífi þeirra. Það eina sem þarf er að þora að trúa á sig og taka eitt skref í einu." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Leg kvenna átti að ganga úr lagi við hlaup og fætur þeirra að afmyndast. Þeim var líkamlega ómögulegt að hlaupa maraþon og keppni kvenna í 800 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Amsterdam 1928 hafði sýnt, svo ekki varð um villst, að konur höfðu ekki líkamlega burði til að keppa í meira en 200 metra hlaupi. Um þetta skrifuðu lærðir menn og læknar lýstu því yfir í virðulegum blöðum að meira álag þyldu konur bara ekki. Sumir keppendanna í 800 metra hlaupinu voru nefnilega svo örmagna eftir hlaupið að skömm var að en ekki til marks um einurð og hörku sem þó voru orð sem notuð voru þegar karlkyns keppendur komu örþreyttir í mark. Það var ekki fyrr en 32 árum síðar, eða á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960 að konur fengu aftur að reyna fyrir sér í 800 metra hlaupi. Þegar Kathrine Switzer læddi sér inn í Boston-maraþonið árið 1967 máttu konur ekki hlaupa maraþon. Þegar hlaupstjórinn varð hennar var hljóp hann á eftir henni öskrandi að hún ætti að drulla sér úr hlaupinu og skila keppnisnúmerinu, konur mættu ekki vera með. Kathrine hlýddi honum ekki og með hjálp annarra keppanda tókst henni að ljúka því. Mótshaldarar vildu þó þrjóskast við, neituðu að færa hlaup hennar til bókar og vildu herða reglur sem útilokuðu konur frá keppni í langhlaupum. En boltinn var farin að rúlla og konur farnar að hlaupa og næstu árin hlupu æ fleiri konur í maraþonhlaupum þótt þær hefðu ekki til þess leyfi. Eftir hlaupið ákvað Kathrine að helga sig baráttunni fyrir jöfnum tækifærum karla og kvenna í íþróttum. Svo fór að kvennabanninu var aflétt í Boston-maraþoninu árið 1972 og á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984 fengu konur fyrst að keppa í maraþoni. Komið hefur í ljós að frammistaða kynjanna er jöfnust í lengstu þolgreinum. Ekki er vitað til þess að hlaup hafi gert nokkra konu ófrjóa eða að leg nokkurrar þeirrar hafi gengið úr lagi við hlaupin. Reyndar hljóp kona í Chicago-maraþoninu í fyrra þótt hún væri gengin fulla meðgöngu og sjö klukkustundum síðar ól hún heilbrigða dóttur. Hreyfing, ekki síst hlaup, dregur úr kvíða, hættu á því að fá beinþynningu, ýmsum tegundum krabbameina og lífsstílssjúkdóma. Hlaup styrkja líkamann og auka sjálfsálit fólks. Ef fólki líður ekki vel í eigin skinni er erfitt fyrir það að njóta þess til fulls að vera til. Líði fólki hins vegar vel í eigin skinni á það auðveldara með að takast á við annir hversdagsins og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Okkur þykir vert að rifja upp þessa sögu þegar styttist í næsta Kvennahlaup ÍSÍ. Fyrsta Kvennahlaupið var haldið 30. júní árið 1990. Hlaupin eru tilvalin leið til að taka fyrstu skrefin í átt til heilbrigðari lifnaðarhátta og minna sig á mikilvægi þess að halda sér í góðu formi –í því felst mikið frelsi. Hlaupið er ekki síður mikilvæg áminning um að frelsi fæst ekki gefins heldur þarf átak til og hugrekki til að ganga gegn fyrirfram gefnum hugmyndum samfélagsins. Konur mega og geta hlaupið. Áðurnefnd Kathrine Switzer hefur notað hlaup sem samlíkingu um kvennabaráttu almennt. Í bókinni The Spirit of Marathon eftir Gail Waesche Kislevitz, sem kom út árið 2002, hvetur hún konur áfram. Gísli Ásgeirsson þýðandi hefur íslenskað hluta af frásögn hennar svona: „Lánið hefur leikið við mig í lífinu. Foreldrar mínir og Arnie sögðu mér að ég gæti gert allt sem ég vildi. Ég lét mér aldrei nægja að leika mér bara með dúkkur eða vera bara klappstýra. Vissulega lék ég mér með dúkkur og gekk í kjólum en ég klifraði líka í trjám og var kappsfull í íþróttum. Eftir ævintýrið í Boston skildi ég að margar konur í heiminum alast upp án þessa stuðnings og án þess að vita að þeim eru engin takmörk sett. Ég vildi ná til þessara kvenna og gera eitthvað til að breyta lífi þeirra. Það eina sem þarf er að þora að trúa á sig og taka eitt skref í einu."
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar