Fordómar fjúka ef þeim er sleppt Héðinn Unnsteinsson skrifar 11. júní 2012 06:00 Þriðjudaginn 5. júní skrifaði ung kona, Guðrún Runólfsdóttir, grein í þetta blað undir yfirskriftinni „látum fordómana fjúka". Mig langar að þakka Guðrúnu fyrir að halda umræðunni um fordóma og mismunun gagnvart þeim sem greinast með geðraskanir opinni. Sá sem þetta skrifar veit að það þarf áræði og kjark til þess að tjá sig um eigið geð. Umræðan um geðheilbrigðismál á Íslandi hefur, eins og umræða um marga aðra málaflokka, verið tvípóla. Við erum öll sammála um það að það búi allir við misgóða geðheilsu. Það var á þeim nótum að geðheilsuna ættum við sameiginlega, sem verkefnið Geðrækt var sett á laggirnar fyrir 12 árum síðan. Það að við gætum öll ræktað og eflt okkar geðheilsu, hversu mikið sem við ættum af henni. Afurðum verkefnisins s.s. geðorðunum 10 var beint til allra. Eitt af markmiðunum var að draga úr fordómum og sameina landsmenn um forskeytið „geð" hvað svo sem fylgdi í kjölfar þess. Það er nú svo að þrátt fyrir alla umræðuna um geðheilbrigðsmál síðustu áratugina þá er það upplifun mín, sem endurspeglast að hluta í rannsókn Jóns Gunnars Bernburgs og Sigrúnar Ólafsdóttur um fordóma gegn fólki með geðraskanir, að fordómar séu enn miklir þó mismununin sé ekki sýnileg. Fordómarnir liggja í djúpinu en oftast er allt kyrrt á yfirborðinu. Fordómar eru eins og innri forskrift sem lifir innan hverrar mannveru eins og kalkípappír sem áþreifanlegt birtingarform mismununar endurspeglast í gegnum. Birtast í orði og athöfn. Það að lifa óklofinni tilveru og tala opinskátt um geðheilbrigðismál og eigin reynslu krefst styrks. Um leið og ég þakka Guðrúnu aftur fyrir einlægni hennar og áeggjan um breytingar hvet ég hana til að halda áfram. Jafnframt vil ég hvetja þann u.þ.b. fjórðung landsmanna sem glímir við geðraskanir að gera slíkt hið sama. En gleyma því ekki að á sama tíma á sá fjórðungur geðheilsuna sameiginlega með öllum landsmönnum og um hana eigum við að sameinast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Héðinn Unnsteinsson Tengdar fréttir Látum fordómana fjúka! Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál. 5. júní 2012 06:00 Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 5. júní skrifaði ung kona, Guðrún Runólfsdóttir, grein í þetta blað undir yfirskriftinni „látum fordómana fjúka". Mig langar að þakka Guðrúnu fyrir að halda umræðunni um fordóma og mismunun gagnvart þeim sem greinast með geðraskanir opinni. Sá sem þetta skrifar veit að það þarf áræði og kjark til þess að tjá sig um eigið geð. Umræðan um geðheilbrigðismál á Íslandi hefur, eins og umræða um marga aðra málaflokka, verið tvípóla. Við erum öll sammála um það að það búi allir við misgóða geðheilsu. Það var á þeim nótum að geðheilsuna ættum við sameiginlega, sem verkefnið Geðrækt var sett á laggirnar fyrir 12 árum síðan. Það að við gætum öll ræktað og eflt okkar geðheilsu, hversu mikið sem við ættum af henni. Afurðum verkefnisins s.s. geðorðunum 10 var beint til allra. Eitt af markmiðunum var að draga úr fordómum og sameina landsmenn um forskeytið „geð" hvað svo sem fylgdi í kjölfar þess. Það er nú svo að þrátt fyrir alla umræðuna um geðheilbrigðsmál síðustu áratugina þá er það upplifun mín, sem endurspeglast að hluta í rannsókn Jóns Gunnars Bernburgs og Sigrúnar Ólafsdóttur um fordóma gegn fólki með geðraskanir, að fordómar séu enn miklir þó mismununin sé ekki sýnileg. Fordómarnir liggja í djúpinu en oftast er allt kyrrt á yfirborðinu. Fordómar eru eins og innri forskrift sem lifir innan hverrar mannveru eins og kalkípappír sem áþreifanlegt birtingarform mismununar endurspeglast í gegnum. Birtast í orði og athöfn. Það að lifa óklofinni tilveru og tala opinskátt um geðheilbrigðismál og eigin reynslu krefst styrks. Um leið og ég þakka Guðrúnu aftur fyrir einlægni hennar og áeggjan um breytingar hvet ég hana til að halda áfram. Jafnframt vil ég hvetja þann u.þ.b. fjórðung landsmanna sem glímir við geðraskanir að gera slíkt hið sama. En gleyma því ekki að á sama tíma á sá fjórðungur geðheilsuna sameiginlega með öllum landsmönnum og um hana eigum við að sameinast.
Látum fordómana fjúka! Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál. 5. júní 2012 06:00
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar