Ekki lesa ekki neitt Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir skrifar 2. júní 2012 06:00 Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um að efla þurfi lestur barna og unglinga en ekki er víst að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu mikið tapast þegar börnin þeirra líta ekki í bók hátt í þrjá mánuði yfir sumartímann. SumarlesturErlendar rannsóknir sýna að þeim nemendum sem ekki opna bók í sumarleyfinu fer aftur. Á ensku nefnist þetta summer reading loss (eða summer learning loss) og vísar í þá afturför í lestrarfærni sem á sér stað yfir sumarið þegar börnin hljóta ekki formlega lestrarkennslu. Þetta er ekki bara tilfinning eða ágiskun kennara, heldur skráð og rannsakað fyrirbæri (sjá til dæmis Kim, JS. 2011 og 2012, og Moynihan, L. 2011). Staðreyndin er sú að lestrarfærni þeirra sem lesa ekkert á sumrin stendur ekki í stað milli vors og hausts heldur hrakar henni marktækt og það getur tekið nemendur allt að tvo mánuði að vinna sig upp í sömu færni og þeir höfðu við upphaf sumarleyfis. Lestrarfærni þeirra barna sem lesa eitthvað stendur í stað eða batnar jafnvel. Þessar sömu rannsóknir sýna að það eru oftast þeir sem síst mega við því sem lesa minnst í sumarfríinu og standa því enn verr að hausti. Þetta vindur svo upp á sig og þeir sem ekkert lesa standa sífellt verr, eru lengur að vinna sig upp og ná jafnvel ekki jafnöldrum sínum yfir skólaárið. Það sem helst spáir fyrir um hvort lestrarkunnáttu barns hrakar yfir sumartímann er hvort það les eða ekki og það hvort barnið les yfir sumartímann ræðst að mestu af því hvort það hefur aðgang að bókum eða ekki. Ábyrgð foreldraÁ sumrin, þegar börn og unglingar fá ekki það aðhald sem skólastofan veitir, er ekki ólíklegt að þau þurfi hvatningu til lestrar og stuðning við val á lesefni. Hér gegna foreldrar og forráðamenn lykilhlutverki. Fáðu lánaða eða kauptu bók handa ungmenninu þegar þú grípur bók handa þér, krakkar hafa alveg jafn gaman af nýju lesefni og við hin. Hinir fullorðnu ættu að hafa í huga að gera ungmennunum auðvelt að nálgast bækur sem henta áhuga og getu. Lestu bókina sem ungmennið les, vertu tilbúin til viðræðna um bókina og ræddu um aðrar bækur sem þú lest. Umræður um lestur efla áhugann á lestri. Með því að gera lestur að sameiginlegri tómstundaiðju fjölskyldunnar yfir sumarið skapast skemmtilegar samverustundir og um leið aukast líkurnar á því að börnin mæti í skólann að hausti þokkalega búin undir skólaárið. En það eru fleiri en foreldrar sem geta haft áhrif. Á ráðstefnunni Alvara málsins, bókaþjóð í ólestri í janúar 2012 var bent á að ábyrgðin á bókmenntauppeldinu væri samfélagsins alls. Heimilin, skólarnir, fjölmiðlar og ekki síst yfirvöld þurfa að taka höndum saman og gera lestur að áhugaverðri og gildri iðju sem fær jákvæða athygli. Við undirritaðar teljum verulega þörf á sumarlestrarátaki á Íslandi – áberandi, sýnilegu og ágengu átaki sem nær til allra sem að málinu koma – allra Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um að efla þurfi lestur barna og unglinga en ekki er víst að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu mikið tapast þegar börnin þeirra líta ekki í bók hátt í þrjá mánuði yfir sumartímann. SumarlesturErlendar rannsóknir sýna að þeim nemendum sem ekki opna bók í sumarleyfinu fer aftur. Á ensku nefnist þetta summer reading loss (eða summer learning loss) og vísar í þá afturför í lestrarfærni sem á sér stað yfir sumarið þegar börnin hljóta ekki formlega lestrarkennslu. Þetta er ekki bara tilfinning eða ágiskun kennara, heldur skráð og rannsakað fyrirbæri (sjá til dæmis Kim, JS. 2011 og 2012, og Moynihan, L. 2011). Staðreyndin er sú að lestrarfærni þeirra sem lesa ekkert á sumrin stendur ekki í stað milli vors og hausts heldur hrakar henni marktækt og það getur tekið nemendur allt að tvo mánuði að vinna sig upp í sömu færni og þeir höfðu við upphaf sumarleyfis. Lestrarfærni þeirra barna sem lesa eitthvað stendur í stað eða batnar jafnvel. Þessar sömu rannsóknir sýna að það eru oftast þeir sem síst mega við því sem lesa minnst í sumarfríinu og standa því enn verr að hausti. Þetta vindur svo upp á sig og þeir sem ekkert lesa standa sífellt verr, eru lengur að vinna sig upp og ná jafnvel ekki jafnöldrum sínum yfir skólaárið. Það sem helst spáir fyrir um hvort lestrarkunnáttu barns hrakar yfir sumartímann er hvort það les eða ekki og það hvort barnið les yfir sumartímann ræðst að mestu af því hvort það hefur aðgang að bókum eða ekki. Ábyrgð foreldraÁ sumrin, þegar börn og unglingar fá ekki það aðhald sem skólastofan veitir, er ekki ólíklegt að þau þurfi hvatningu til lestrar og stuðning við val á lesefni. Hér gegna foreldrar og forráðamenn lykilhlutverki. Fáðu lánaða eða kauptu bók handa ungmenninu þegar þú grípur bók handa þér, krakkar hafa alveg jafn gaman af nýju lesefni og við hin. Hinir fullorðnu ættu að hafa í huga að gera ungmennunum auðvelt að nálgast bækur sem henta áhuga og getu. Lestu bókina sem ungmennið les, vertu tilbúin til viðræðna um bókina og ræddu um aðrar bækur sem þú lest. Umræður um lestur efla áhugann á lestri. Með því að gera lestur að sameiginlegri tómstundaiðju fjölskyldunnar yfir sumarið skapast skemmtilegar samverustundir og um leið aukast líkurnar á því að börnin mæti í skólann að hausti þokkalega búin undir skólaárið. En það eru fleiri en foreldrar sem geta haft áhrif. Á ráðstefnunni Alvara málsins, bókaþjóð í ólestri í janúar 2012 var bent á að ábyrgðin á bókmenntauppeldinu væri samfélagsins alls. Heimilin, skólarnir, fjölmiðlar og ekki síst yfirvöld þurfa að taka höndum saman og gera lestur að áhugaverðri og gildri iðju sem fær jákvæða athygli. Við undirritaðar teljum verulega þörf á sumarlestrarátaki á Íslandi – áberandi, sýnilegu og ágengu átaki sem nær til allra sem að málinu koma – allra Íslendinga.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar