Þótti erfitt að drepa fyrsta fórnarlambið 21. apríl 2012 14:45 Anders Behring Breivik hélt áfram vitnisburði sínum í gær og lýsti fyrir viðstöddum morðunum í Útey með nákvæmum hætti. nordicphotos/afp Anders Behring Breivik lýsti í gær morðum sínum í Útey fyrir rétti í Ósló. Mikinn óhug setti að viðstöddum þegar hann lýsti því í smáatriðum hvernig hann myrti ungmenni sem grátbáðu hann að þyrma sér. Óhug setti að viðstöddum í réttarsal í Ósló í gær þegar Anders Behring Breivik lýsti því hvernig hann skaut 69 manns til bana í Útey síðastliðið sumar. Hann ætlaði sér að drepa alla þá 600 sem voru á eyjunni. „„Þið deyið í dag marxistar," æpti ég," lýsti Breivik fyrir réttinum í gær, á fimmta degi réttarhaldanna yfir honum. Ætlunin var að ljúka yfirheyrslum yfir honum í gær, en það tókst ekki og verður því haldið áfram eftir helgi. Hann gaf vitnisburð um alla atburðarrásina í Útey í gær. Breivik segist ekki muna eftir stórum hluta þess tíma sem hann eyddi í Útey þann 22. júlí. Hann gat þó lýst sumum morðanna í miklum smáatriðum. Hann sagði til dæmis frá því þegar hann fór inn í matstofu þar sem hann drap fjölda ungmenna. Sum þeirra voru sem lömuð og hreyfðu sig ekki jafnvel þótt Breivik þyrfti að gera hlé á skothríðinni til þess að hlaða byssur sínar. Sum þóttust vera látin, en hann sagðist hafa skotið þau líka. Hann sagðist hafa undrast viðbrögð þeirra sem stóðu stjarfir meðan hann athafnaði sig. Viðbrögðin hafi komið honum á óvart, þau hafi ekki verið eins og hann hafi séð í sjónvarpi. „Fólk grátbað mig um að þyrma lífi sínu. Ég skaut það bara í höfuðið." Hann hélt svo áfram för sinni um eyjuna og lokkaði unglinga úr felum með því að segja þeim að hann væri kominn til að gæta öryggis þeirra. Þá skaut hann eins og hann gat. Þá sagði Breivik frá því að hann hafi átt mjög erfitt með að skjóta fyrstu manneskjuna til bana. „Það voru hundrað raddir í höfðinu á mér sem sögðu „ekki gera það, ekki gera það"," sagði hann. Eftir að hann hafði skotið fyrsta skotinu varð auðveldara að halda áfram, að hans sögn. Fyrstu tvö fórnarlömb hans í Útey voru Monica Bøsei, sem sá um búðirnar í eyjunni, og lögreglumaðurinn Trond Berntsen, sem sinnti öryggisgæslu í eyjunni í frítíma sínum. Breivik hélt því jafnframt fram í gær að undir venjulegum kringumstæðum væri hann mjög indæl manneskja, og þætti vænt um fólk í kringum sig. Hann hefði frá árinu 2006 undirbúið sig undir morð og því reynt að loka á tilfinningar sínar. Hann sagði að ef hann hugsaði og reyndi að ná utan um það sem hann gerði myndi hann brotna niður andlega, og því gerði hann það ekki. Hann sagðist telja að norskir fjölmiðlar hefðu ekki fjallað með sanngjörnum hætti um norska Framfaraflokkinn og innflytjendastefnu hans fyrir þingkosningar 2009. Hann kenndi bæði norskum og evrópskum fjölmiðlum um voðaverk sín og sagði þá ritskoða öfgaþjóðernissinna eins og hann. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Anders Behring Breivik lýsti í gær morðum sínum í Útey fyrir rétti í Ósló. Mikinn óhug setti að viðstöddum þegar hann lýsti því í smáatriðum hvernig hann myrti ungmenni sem grátbáðu hann að þyrma sér. Óhug setti að viðstöddum í réttarsal í Ósló í gær þegar Anders Behring Breivik lýsti því hvernig hann skaut 69 manns til bana í Útey síðastliðið sumar. Hann ætlaði sér að drepa alla þá 600 sem voru á eyjunni. „„Þið deyið í dag marxistar," æpti ég," lýsti Breivik fyrir réttinum í gær, á fimmta degi réttarhaldanna yfir honum. Ætlunin var að ljúka yfirheyrslum yfir honum í gær, en það tókst ekki og verður því haldið áfram eftir helgi. Hann gaf vitnisburð um alla atburðarrásina í Útey í gær. Breivik segist ekki muna eftir stórum hluta þess tíma sem hann eyddi í Útey þann 22. júlí. Hann gat þó lýst sumum morðanna í miklum smáatriðum. Hann sagði til dæmis frá því þegar hann fór inn í matstofu þar sem hann drap fjölda ungmenna. Sum þeirra voru sem lömuð og hreyfðu sig ekki jafnvel þótt Breivik þyrfti að gera hlé á skothríðinni til þess að hlaða byssur sínar. Sum þóttust vera látin, en hann sagðist hafa skotið þau líka. Hann sagðist hafa undrast viðbrögð þeirra sem stóðu stjarfir meðan hann athafnaði sig. Viðbrögðin hafi komið honum á óvart, þau hafi ekki verið eins og hann hafi séð í sjónvarpi. „Fólk grátbað mig um að þyrma lífi sínu. Ég skaut það bara í höfuðið." Hann hélt svo áfram för sinni um eyjuna og lokkaði unglinga úr felum með því að segja þeim að hann væri kominn til að gæta öryggis þeirra. Þá skaut hann eins og hann gat. Þá sagði Breivik frá því að hann hafi átt mjög erfitt með að skjóta fyrstu manneskjuna til bana. „Það voru hundrað raddir í höfðinu á mér sem sögðu „ekki gera það, ekki gera það"," sagði hann. Eftir að hann hafði skotið fyrsta skotinu varð auðveldara að halda áfram, að hans sögn. Fyrstu tvö fórnarlömb hans í Útey voru Monica Bøsei, sem sá um búðirnar í eyjunni, og lögreglumaðurinn Trond Berntsen, sem sinnti öryggisgæslu í eyjunni í frítíma sínum. Breivik hélt því jafnframt fram í gær að undir venjulegum kringumstæðum væri hann mjög indæl manneskja, og þætti vænt um fólk í kringum sig. Hann hefði frá árinu 2006 undirbúið sig undir morð og því reynt að loka á tilfinningar sínar. Hann sagði að ef hann hugsaði og reyndi að ná utan um það sem hann gerði myndi hann brotna niður andlega, og því gerði hann það ekki. Hann sagðist telja að norskir fjölmiðlar hefðu ekki fjallað með sanngjörnum hætti um norska Framfaraflokkinn og innflytjendastefnu hans fyrir þingkosningar 2009. Hann kenndi bæði norskum og evrópskum fjölmiðlum um voðaverk sín og sagði þá ritskoða öfgaþjóðernissinna eins og hann. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira