Aukning þorskafla hefur jákvæð áhrif Steingrímur J. Sigfússon skrifar 18. apríl 2012 06:00 Stofnvísitala þorsks hækkar Samkvæmt upplýsingum Hafró hefur stofnvísitala þorsks hækkað fimmta árið í röð og þar með ekki verið hærri frá 1985. Hækkun vísitölunnar undanfarin ár má einkum rekja til þess að æ meira hefur fengist af stórum þorski og hélst sú þróun áfram í ár. Fyrsta mat á 2011 árgangi þorsks bendir til að hann sé á meðal stærstu árganga frá 1985. Hann kemur í kjölfar lítils árgangs frá 2010, en árgangarnir frá 2008 og 2009 hafa mælst yfir meðallagi. Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur farið hækkandi undanfarin ár og er nú um og yfir meðaltali hjá flestum aldurshópum. Gott holdafar þorsksins undanfarin ár er í samræmi við það að meira hefur fengist af loðnu í þorskmögum og var loðna langmikilvægasta bráð þorsksins eins og títt er á þessum árstíma.Langtímasýn og ábyrgðar veiðar Margt og mikið hefur verið skrifað um það hvernig hámörkun auðlindar sjávar, fiskistofnanna okkar, sé best tryggð. Að mínu mati eru sjónarmið langtímahagsmuna lykilatriði. Annars vegar vegna sjálfbærni fiskistofnanna, vaxtar og viðgangs, þeirra en hins vegar vegna framtíðarhagsældar okkar samfélags. Samþætting efnahagslegra sjónarmiða annars vegar og verndarsjónarmiða hins vegar er í þessu samhengi áhugavert viðfangsefni. Of oft er að mínu viti litið svo á að hér sé um andstæða póla að ræða. Ég held að efnahagsleg- og verndarsjónarmið geti farið vel saman eins og nú sést á uppbyggingu þorskstofnsins.Betri aflabrögð – minni sóknarkostnaður Borðleggjandi er að við hóflega nýtingu nást efnahagsleg og rekstrarleg markmið betur en ef stofnar eru veiddir of stíft. Það helgast af því að þannig verða sveiflur í afla minni og þar með búa útgerð og vinnsla við meiri stöðugleika en ella. Með hóflegri sókn í þorskveiðum undanfarin ár hefur nú fengist mikill efnahagslegur ávinningur í lægri útgerðarkostnaði, ekki síst minni eldsneytiskostnaði, sem sannarlega hefur farið vaxandi á síðustu árum. Minni fyrirhöfn við veiðar á þorski hefur komið sér vel fyrir atvinnugreinina undanfarið. Nýtingarstefna sú sem mörkuð hefur verið fyrir þorskveiðar við Ísland miðast við að nýta stofninn með því veiðiálagi sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið og vera jafnframt í samræmi við alþjóðlegar kröfur um varúðarsjónarmið. Því er mikilvægt að fylgja vel fyrirfram markaðri stefnu í okkar þorskveiðum og huga að svipaðri stefnumótun í öðrum fiskistofnum þar sem því verður við komið. Skynsöm nýtingarstefna er forsenda þess að íslenskur sjávarútvegur blómstrar og samstaða um þá stefnu tryggir hagsæld þjóðar. Aukinn afli í þorski mun hafa jákvæð áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi á þeim tíma þegar mikið liggur við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Stofnvísitala þorsks hækkar Samkvæmt upplýsingum Hafró hefur stofnvísitala þorsks hækkað fimmta árið í röð og þar með ekki verið hærri frá 1985. Hækkun vísitölunnar undanfarin ár má einkum rekja til þess að æ meira hefur fengist af stórum þorski og hélst sú þróun áfram í ár. Fyrsta mat á 2011 árgangi þorsks bendir til að hann sé á meðal stærstu árganga frá 1985. Hann kemur í kjölfar lítils árgangs frá 2010, en árgangarnir frá 2008 og 2009 hafa mælst yfir meðallagi. Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur farið hækkandi undanfarin ár og er nú um og yfir meðaltali hjá flestum aldurshópum. Gott holdafar þorsksins undanfarin ár er í samræmi við það að meira hefur fengist af loðnu í þorskmögum og var loðna langmikilvægasta bráð þorsksins eins og títt er á þessum árstíma.Langtímasýn og ábyrgðar veiðar Margt og mikið hefur verið skrifað um það hvernig hámörkun auðlindar sjávar, fiskistofnanna okkar, sé best tryggð. Að mínu mati eru sjónarmið langtímahagsmuna lykilatriði. Annars vegar vegna sjálfbærni fiskistofnanna, vaxtar og viðgangs, þeirra en hins vegar vegna framtíðarhagsældar okkar samfélags. Samþætting efnahagslegra sjónarmiða annars vegar og verndarsjónarmiða hins vegar er í þessu samhengi áhugavert viðfangsefni. Of oft er að mínu viti litið svo á að hér sé um andstæða póla að ræða. Ég held að efnahagsleg- og verndarsjónarmið geti farið vel saman eins og nú sést á uppbyggingu þorskstofnsins.Betri aflabrögð – minni sóknarkostnaður Borðleggjandi er að við hóflega nýtingu nást efnahagsleg og rekstrarleg markmið betur en ef stofnar eru veiddir of stíft. Það helgast af því að þannig verða sveiflur í afla minni og þar með búa útgerð og vinnsla við meiri stöðugleika en ella. Með hóflegri sókn í þorskveiðum undanfarin ár hefur nú fengist mikill efnahagslegur ávinningur í lægri útgerðarkostnaði, ekki síst minni eldsneytiskostnaði, sem sannarlega hefur farið vaxandi á síðustu árum. Minni fyrirhöfn við veiðar á þorski hefur komið sér vel fyrir atvinnugreinina undanfarið. Nýtingarstefna sú sem mörkuð hefur verið fyrir þorskveiðar við Ísland miðast við að nýta stofninn með því veiðiálagi sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið og vera jafnframt í samræmi við alþjóðlegar kröfur um varúðarsjónarmið. Því er mikilvægt að fylgja vel fyrirfram markaðri stefnu í okkar þorskveiðum og huga að svipaðri stefnumótun í öðrum fiskistofnum þar sem því verður við komið. Skynsöm nýtingarstefna er forsenda þess að íslenskur sjávarútvegur blómstrar og samstaða um þá stefnu tryggir hagsæld þjóðar. Aukinn afli í þorski mun hafa jákvæð áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi á þeim tíma þegar mikið liggur við.